Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Alþjóðadagur uglunnar 4. águst

now browsing by tag

 
 

Uglulestur

Hvað er skemmtilegra en að kasta tening og lesa? Og læra að lesa á tening í leiðinni? Uglulesturinn felst í því að nemendur kasta tening til að ákveða hversu margar blaðsíður eða mínútur er lesið í hvert sinn. Í stað þess að skrá tölustafina teikna nemendur teningana í reitina. Hér getur kennari leyft sér að setja ýmsar reglur s.s. að til að byrja verði að fá 6, ef talan 1 kemur upp verði að kasta aftur og eins má nota 2 teninga fyrir eldri börn og þá leggja saman eða margfalda teningana saman til að ákveða fjölda lesinna mínútna. Bara það sem hugmyndaflugið leyfir hverju sinni :-). Úúú… bara gaman!

Ágústspretturinn 2019 er til heiðurs alþjóðadegi uglunnar sem er 4. ágúst ár hvert. Í byrjun september 2019 verður hægt að nálgast smá fróðleik og orðasúpu um ugluna hér.