Aðventan
now browsing by tag
Jólapakkaskiptileikur
Jólapakkaskiptileikinn er hægt að nota með nemendum á litlu jólunum, eða á jólahlaðborði í vinnunni. Klippa þarf miðana út og setja í skál. Pökkunum er dreift handahófskennt á borðin og þátttakendur draga miða. Síðan hefst skiptileikurinn. Vel getur farið svo að sami þátttakandi skipti oftar en einu sinni um pakka við einhvern. Smelltu á bláa linkinn fyrir ofan skjalið til að sækja það á PDF formi. Góða skemmtun :-).
Jólakortalistinn
Margir eru farnir að senda jólakveðjur í gegnum samfélagsmiðla en að föndra jólakort og skrifa fallegar kveðjur í þau er bekkjarvænt jólaverkefni. En hvaða ferli felst í því að senda kort almennt? Hér er skemmtilegur gátlisti til skoðunar og renningar til að skrá nöfn og heimilisföng viðtakenda. Tilvalið er að klippa renningana út og hefta saman að ofanverðu í litla bók.
Á listanum er minnst á að kaupa frímerki sem vissulega er nauðsynlegt ef sent er á milli sveitarfélaga eða landa. Þá gefst gott tækifæri til að skoða þessa litlu snepla ögn betur og jafnvel nýta verkefnið í stærðfræði líka. Hvað fá margir jólakort með pósti? Hvað kostar að senda þau? Hvað gætu nemendur borið mörg kort út sjálfir og sparað sér pening? Hvað kostar að senda kort innanlands vs. erlendis? Skiptir þyngd á póstsendingum máli?
Tengt efni
Jólaklippidagatal
Jólaklippidagatalið útbúa nemendur sjálfir. Þeir skoða afþreyingarhugmyndirnar fyrir desembermánuð, klippa út þær hugmyndir sem þeir vilja framkvæma á aðventunni og líma inn í dagatalið. Svo er miðinn litaður eða krossað yfir reitinn að verki loknu. Eins geta börnin skrifað sjálf í reitina hvað þau vilja gera þessa daga.