Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Jólalestur

Fyrir hverjar 10, 20 eða 30 mínútur sem nemendur lita þeir einn piparkökukarl í gulum, rauðum eða grænum lit. Í lok desemer er tekið saman hversu margar klukkustundir og mínútur lesið var í jólamánuðinum.

Sparilestur

Fyrir hverjar 10 mínútur sem nemendur lesa skrá þeir inn í peningana eða lita. Hér gefst skemmtilegt tækifæri að vinna með munstur og þrykk með því að leggja 10 króna pening undir kringlóttu reitina, og rissa yfir svæðið til að ná munstrinu í gegn. Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að staðsetja myntina nógu nákvæmlega undir hringjunum er hægt að taka peningamunstrin upp á hvítt, autt blað, klippa svo út og líma í reitina.

tetrislestur

Lestrartetris er skemmtilegur lestrarsprettur þar sem reynir á nemendur að fylla sem best upp í óútfylltu töfluna. Nemendur byrja á því að velja liti á formin og eftir hvern 5-35 mínútna lestur skrá þeir árangurinn. Ef lesið er meira en 35 mínútur geta nemendur notað fleiri en 1 form til að skrá. Lestrartetris kemur í 2 útgáfum þar sem nemendum gefst einnig tækifæri til að leggja heildarlestrartímann saman og skrá sem mínútur og klukkustundir.

Lesbjöllur

Lestrarátakið samanstendur af 30 bjöllum og þegar nemandi hefur lesið í ákveðið langan tíma má hann lita yfir bjöllu sem nemur lestrartímanum. Ef lesið er lengur en 30 mínútur má lita fleiri en 1 bjöllu. Lesbjöllurnar má nota sem átak í heimalestri og/eða í yndislestri á skólatíma. Með lesbjöllunum fylgir hornbókamerki fyrir þá sem vilja klippa, lita og líma.

Fótboltalestur

Leiðbeiningar áður en lestur hefst:
Veldu fjóra af þínum uppáhaldsfótboltamönnum eða -konum, og skráðu númerin þeirra í stafrænu klukkureitina. Skráðu nöfnin þeirra undir númerin og litaðu treyjurnar í fjórum mismunandi litum. Þegar þú lest til heiðurs einhverju af þínu uppáhaldsíþróttafólki þá lestu jafnmargar blaðsíður og treyjunúmerin segja til um, og litar einn bolta í sama lit. Dæmi: Þú valdir Margréti Láru Viðarsdóttur/Birki Bjarnason á fyrsta bolinn, gerir töluna 8 í stafræna reitinn og ákveður að hafa treyjuna bláa. Ef þú ætlar að lesa þessari manneskju til heiðurs klárar þú 8 blaðsíður og litar einn bolta bláan. Ef þú lest 16 blaðsíður litar þú tvo bolta bláa. Á næstu treyju valdir þú Hallberu Guðnýju Gísladóttur/Alfreð Finnbogason og skráir því töluna 11. Þú valdir rauðan lit á treyjuna og litar einn bolta rauðan í hvert sinn sem þú lest 11 blaðsíður (2 boltar =22 bls., 3 boltar =33 bls. o.s.frv.). Þú klárar svo að velja íþróttafólk á seinni tvo bolina og byrjar lestrarsprettinn. Góða lestrarskemmtun og ÁFRAM ÍSLAND!