Þorramatur
- Version
- Download 936
- File Size 24.00 KB
- File Count 1
- Create Date 6. febrúar, 2018
- Last Updated 19. mars, 2020
Þorramatur
Um námsefnið
Efnið er unnið af Unni Maríu Sólmundsdóttur í samvinnu við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur fyrir Minjasafn Austurlands. Það er hugsað sem stuðningur við safnafræðslu og skólaheimsóknir, og opið öllum sem vilja nýta það í vinnu með börnum. Námsefnið Þorramatur er hugsað fyrir yngstu nemendurnar þar sem unnið er með ritun og orðaforða í gegnum þrautir og leiki. Námsefnið skiptist í GEFA - TAKA spil, skriftarrenninga, orðasúpu, tengiverkefni og A4 veggspjöld.
Ljósmyndir: Unnur María Sólmundsdóttir, Jón Önfjörð Arnarsson, Stefanía Ragnarsdóttir og Elín Elísabet Ragnarsdóttir. Sérstakar þakkir fær Fjarðarkaup fyrir að heimila myndatöku í kjötvinnslu verslunarinnar.
GEFA - TAKA
Spilið samanstendur af 7 reituðum spilaspjöldum (Trog 1-7) og 7 blöðum sem innihalda myndir og orð með þorramat. Gott er að plasta þessi 14 skjöl áður en blöðin með orðum og myndum af þorramat eru klippt niður.
Nemendur spila saman í hóp með 1 eða fleiri spjald. Miðarnir eru settir á hvolf í bunka og spilið hefst á því að fyrsti leikmaður dregur miða. Ef hann dregur mynd af þorramat má hann leggja miðann á reit þar sem stendur mynd. Ef hann hefur hinsvegar dregið heiti á þorramat (miða með texta) verður hann að skila miðanum aftur í bunkann. Til að hefja söfnun á ákveðnum þorramatsorðum þarf fyrst að fá mynd af matnum og raða svo miðum með texta í dálkinn undir hana. Þannig getur leikurinn gengið í nokkra hringi áður en söfnun hefst. Leikmenn draga miða til skiptis. Ef leikmaður 1 er búinn að fá mynd af þorramat en leikmaður 2 dregur textamiða með nafninu verður sá síðastnefndi að GEFA leikmanni 1 miðann sinn. Leikmaður 1 leggur þá textamiðann undir myndina af viðkomandi þorramat. Ef leikmaður 1 er hinsvegar kominn með mynd af viðkomandi þorramat og búinn að fá 2 textamiða undir hana að auki (á bara 1 auðan textareit eftir af þorramatnum) má leikmaður 2 (sá sem dró síðsta textamiðann með þorramatnum) TAKA alla miðana af leikmanni 1 og raða á sitt spilaborð svo lengi sem enn er pláss á því. Sá leikmaður sem fyrstur nær að fylla upp í sitt spilaborð með þremur tegundum af þorramat vinnur leikinn.
Vinna má með gögnin úr spilinu á fleiri en einn máta, sé það prentað út í 2 eintökum er komið samstæðuspil, sé það prentað út í 4 eintökum má nota miðana í Veiðimann. Einnig má nota miðana í stafrófsverkefni. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af GEFA - TAKA spilinu með þorramatnum.
Orðasúpa, tengiverkefni, skriftarrenningar og A4 veggspjöld
Seinni hluti námsefnisins er ritunarverkefni þar sem nemendur finna þorramat í orðasúpu, tengja samsett orð sem slitin hafa verið í sundur, æfa sig að skrifa orð á þar til gerða skriftarrenninga og safna fleiri orðum tengdum þorranum. Smelltu HÉR til að sækja seinni hluta námsefnisins.
Comments are Closed