Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Þorramatur

[featured_image]
Þorramatur, verkefnahefti og veggspjöld PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 482
  • File Size 24.00 KB
  • File Count 1
  • Create Date 6. febrúar, 2018
  • Last Updated 18. febrúar, 2018

Þorramatur

Um námsefnið

Efnið er unnið af Unni Maríu Sólmundsdóttur í samvinnu við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur fyrir Minjasafn Austurlands. Það er hugsað sem stuðningur við safnafræðslu og skólaheimsóknir, og opið öllum sem vilja nýta það í vinnu með börnum. Námsefnið Þorramatur er hugsað fyrir yngstu nemendurnar þar sem unnið er með ritun og orðaforða í gegnum þrautir og leiki. Námsefnið skiptist í GEFA - TAKA spil, skriftarrenninga, orðasúpu, tengiverkefni og A4 veggspjöld.

Ljósmyndir: Unnur María Sólmundsdóttir, Jón Önfjörð Arnarsson, Stefanía Ragnarsdóttir og Elín Elísabet Ragnarsdóttir. Sérstakar þakkir fær Fjarðarkaup fyrir að heimila myndatöku í kjötvinnslu verslunarinnar.

GEFA - TAKA

Fyrri hluti námsefnisins er borðspilið GEFA - TAKA, það má nálgast HÉR.

Orðasúpa, tengiverkefni, skriftarrenningar og A4 veggspjöld

Seinni hluti námsefnisins er ritunarverkefni þar sem nemendur finna þorramat í orðasúpu, tengja samsett orð sem slitin hafa verið í sundur, æfa sig að skrifa orð á þar til gerða skriftarrenninga og safna fleiri orðum tengdum þorranum.

Orðasúpan, tengiverkefnið og skjalið Orðasafnið mitt - þorrinn er hugsað til fjölföldunar en tilvalið er að prenta skriftarrenningana út í lit, plasta og vinna með glærupenna. Nokkuð mismunandi er eftir landshlutum hvað telst til þorramatar svo nokkrir skriftarrenningar eru auðir fyrir þá sem vilja líma þar inn myndir. Ekkert er því til fyrirstöðu að prenta heftið út í heild sinni og leggja fyrir nemendur.

Aftast í heftinu eru veggspjöld sem nýta má í margskonar vinnu s.s. innlögn á tilteknum þorramat, sem sóknarskrift, til að merkja borð, í ratleik o.fl. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefnaheftinu, skriftarrenningunum og veggspjöldunum.

Comments are Closed