Stafrófið frá A-Ö
- Version
- Download 593
- File Size 983.37 KB
- File Count 1
- Create Date 20. apríl, 2018
- Last Updated 20. apríl, 2018
Stafrófið frá A-Ö
Hægt er að vinna með stafrófsblöðin á marga mismunandi vegu en gaman er að skoða stafrófið einnig út frá sérhljóðum og samhljóðum. Þá er gott að byrja á því að lita sérhljóðana rauða og samhljóðana græna áður en klippt er. Þá má leika sér að því að skoða sérhljóða og samhljóða enn betur, og lita granna sérhljóða ljósrauða og breiða sérhljóða dökkrauða, einfalda samhljóða ljósgræna (c, ð, h, j, q, v, w, x, z, þ) og þá samhljóða sem geta staðið tveir eins saman (tvöfaldir) dökkgræna (bb, dd, ff, gg, kk, ll, mm, nn, pp, rr, ss, tt).
Í fyrirsögn fyrra verkefnablaðsins stendur að einn bókstafur (ð) geti aldrei staðið fremst í íslensku orði og nemendur lita þann reit gulan til helminga. Á seinna verkefnablaðinu stendur að sama skapi að Íslendingar hafi hætt að nota bókstaf (z) árið 1973 og að þann reit skuli lita bláan til helminga. Þetta er gert svo hægt sé að lita hinn helminginn grænan líkt og aðra samhljóða. Að öðru leyti má vinna með verkefnablaðið á eftirfarandi hátt sem dæmi:
Nemendur klippa verkefnablaðið út frá fyrirmælum, líma í opnu í stílabók og…
- skrifa orð/setningar/málshætti/orðatiltæki að eigin vali sem byrja á bókstöfum stafrófsins, sjá einnig verkefnaheftið Málshættir í stafrófsröð.
- finna orð í tímaritum sem byrja á stöfum stafrófsins, klippa þau út og líma undir flipana.
- skoða stafrófið út frá orðflokkunum og finna sérnöfn, nafnorð, lýsingarorð eða sagnorð í texta sem jafnvel er unnið með í öðrum námsgreinum. Dæmi:
- sögupersónur í bókum
- fjöll á landakorti
- nafnorð/sagnorð/lýsingarorð í yndislestrarbók
- finna orð á öðrum tungumálum (ensku, dönsku eða móðurmálinu fyrir tvítyngd börn) og skrá undir flipana.
Stafrófsverkefnablaðið má nota í hvaða verkefnum sem er þegar unnið er með texta, orðflokka eða viðfangsefni. Einnig má búa til sérstakt safn í stílabók með orðum sem byrja á og/eða innihalda bókstafinn Z/z, bæði í dag (nöfn) og áður en breytingarnar urðu gerðar árið 1973. Sjá einnig verkefnaheftið Stafrófsbókin.
Comments are Closed