Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Kennsluleiðbeiningar – hreindýr

[featured_image]
Hreindýr, kennsluleiðbeiningar PDF
Download is available until [expire_date]
 • Version
 • Download 32
 • File Size 20.00 KB
 • File Count 1
 • Create Date 17. nóvember, 2017
 • Last Updated 19. nóvember, 2017

Kennsluleiðbeiningar - hreindýr

Útbreiðsla hreindýra

Á verkefnablaðinu má sjá mynd af Austurlandi. Útbreiðslumörk hreindýra markast norður af Austurlandi frá Jökulsá á Fjöllum, norður fyrir Dettifoss og yfir í Þistilfjörð. Suður af Austurlandi liggja mörkin að Breiðamerkurlóni. Nánari upplýsingar um útbreiðslu hreindýra má finna í vöktunarskýrslum Náttúrustofu Austurlands, sjá mynd 1.

Aukaverkefni:

 • Teikna útbreiðslumörkin inn á Íslandskortið.

Hreindýrakönnun

Nemendur gera könnun meðal bekkjarfélaga hversu margir hafa séð eða komist í návígi við villt hreindýr í umhverfi sínu. Nemendur geta velt því fyrir sér hvort hreindýr í húsdýragarði falli undir skilgreininguna villt hreindýr.

Fyrstu hreindýrin

Hreindýr hafa verið flutt fjórum sinnum frá Noregi til Íslands. Nemendur finna staðina á landakorti og skrá inn á Íslandskortið.

Umræðupunktar:

 • Hvað er langt síðan fyrstu dýrin komu til Íslands?
 • Af hverju ætli Vestmannaeyjar hafi orðið fyrir valinu?

Fæða hreindýra 1

Nemendur finna orðin sem falin eru ýmist áfram, aftur á bak, upp, niður eða á ská í orðasúpunni.

Umræðupunktar:

 • Hvað af jurtaheitunum eru samsett orð?
 • Af hverju eru jurtaheiti skrifuð með litlum staf?
 • Hvaða jurtir eða gróður eru líka mannanöfn?

Fæða hreindýra 2

Nemendur prenta út myndir, klippa niður og líma í reitina eða teikna myndir í þá. Vefurinn Flóra Íslands hefur að geyma mjög góðar upplýsingar. Einnig má hugsa sér að tína jurtirnar, þurrka og líma í reitina.

Hugtakakortið

Aftast í verkefnaheftinu er fylgiskjalið Klippt og límt. Nemendur klippa miðana út og líma í reitina eftir því sem við á. Með flokkun er átt við hvernig hreindýr flokkast innan dýraríkisins.

Aukaverkefni:

 • Útbúa orðskýringar í stílabók.
 • Skrá orðin í stafrófsröð í stílabók.
 • Raða hverjum flokki fyrir sig í stafrófsröð áður en miðar eru límdir á verkefnablaðið.
 • Draga miða og útskýra hugtakið fyrir bekknum.

Hreindýrahornin

Nemendur setja orðin á réttan stað í eyðurnar. Ljósmyndir í heftinu eru teknar af Skarphéðni G. Þórissyni sérfræðingi hjá Náttúrustofu Austurlands. Á síðunni hans, hreindyr.com, er að finna mikið magn af fallegum árstíðatengdum myndum af villtum hreindýrum á Íslandi.

Hreindýrasagan

Hvað er að gerast á myndinni? Nemendur búa til frétt eða smásögu og skrifa á línurnar.

Aukaverkefni:

 • Lesa söguna upp fyrir samnemendur.
 • Hvaða fleiri hættum í umhverfinu getur hreindýrum staðið ógn af?

Hreindýraveiðar

Veiðar hafa verið stundaðar á hreindýrum um árabil og nánari upplýsingar um hreindýraleyfi, veiðikort, lög og reglur, uppskriftir og veiðiupplýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Safnarallý

Á Minjasafni Austurlands er sýningin Hreindýrin á Austurlandi. Hægt er að nálgast PDF skjal hér með númeruðum munum fyrir safnarallýið:

 • H01 Loðin krúna
 • H02 Staðsetningartæki fyrir hreindýr
 • H03 Byssa
 • H04 Göngustafur úr hreindýrshorni
 • H05 Hreindýrshorn flækt í vír
 • H06 Fótur af hreindýri
 • H07 Eyrnamerki fyrir hreindýrskálfa
 • H08 Klyfberi
 • H09 Verkfæri úr hreindýrshorni
 • H10 Hreindýrshorn sem hefur dottið af hreindýri (efst: brennimerki, miðja: hófjárn, neðst: heynál).

Hreindýraprófið

Könnun fyrir nemendur í lok yfirferðar.

Umræðupunktar:

 • Hvað fannst þér áhugaverðast?
 • Hvað myndir þú vilja vita meira um hreindýr?
 • Þekkir þú einhver fræg hreindýr? Hver?
 • Hefur þú smakkað hreindýrakjöt?
 • Áttu hlut úr beini, horni eða skinni hreindýra?

Hægt er að sækja útprentanlegt PDF form af kennsluleiðbeiningum með því að smella á bláa linkinn efst á síðunni.  Í VINNSLU

 

Comments are Closed