Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

STÆ form – Kennsluleiðbeiningar

Bíó og leikhús – Kennsluleiðbeiningar

Í vinnslu.

Skyndibiti – Kennsluleiðbeiningar

Í vinnslu.

Íþróttir – Kennsluleiðbeiningar

Íþróttir - kennluleiðbeiningar - Þetta reddast!

Verkefni 1 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð tengdum boltaíþróttum
  • æfa íslensku málhljóðin
  • þjálfa lesskilning
  • kynnast nafnháttarmerkinu
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 7 sem inniheldur sama orðabanka og Fánaveifurnar. Hann les textana með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðalistanum.

2) Nemendur finna heiti hvers bolta á fylgiskjalinu Orð og myndir 7 og skrifa á rétta línu út frá texta.

Lausn: fótbolti, körfubolti, handbolti og blakbolti.

Með aðstoð kennara skrifa nemendur skáletruðu sagnorðin í hverri frásögn á línurnar. Sagnorðin eru lituð til að auðvelda nemendum að átta sig á þessum orðflokki.

3) Nemendur lita treyjurnar í réttum litum út frá upplýsingum í texta. Til að vekja athygli á hugtakinu fyrirliði gefur kennari nemendum fyrirmæli um að lita fyrirliðabandið hans Kims grænt.

Fylgiskjal:
Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Verkefni 2 – Orðavinna

Markmið, að:
  • geta afritað orð
  • festa orðmyndir í minni
Innlögn:

1) Í texta 1 eru 15 undirstrikuð nafnorð. Nemendur finna þessi orð í nefnifalli í Orð og myndir 7.

2) Þegar nemendur hafa fundið orðin í nefnifalli skrá þeir þau á auðu línurnar. Kennari aðstoðar eftir þörfum.

3) Nemendur leita að orðunum í orðasúpunni. Þau eru ýmist rituð áfram, afturábak, upp, niður eða á ská. Nemendur haka við orðin um leið og þau eru fundin. Búið er að gefa upp orðið karfa vegna hljóðbreytingarinnar a – ö.

Fylgiskjal:
Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 3 – Ritun

Markmið, að:
  • skilja fyrirmælin að svara með heilli málsgrein
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • nemendur geta með stuðningi tjáð sig um íþróttir
Innlögn:

1) Nemendur lesa málsgreinarnar. Þeir fylla svo í orðin sem vantar. Að lokum skrifa þeir alla málsgreinina.

2) Nemendur svara spurningunum með heilli málsgrein. Hér er gott að leggja inn fyrirmælin að svara með heilli málsgrein.

3) Kennari les spurninguna Ert þú að æfa íþróttir? og aðstoða nemendur við að svara henni skriflega.

Kennslugögn:

Ritföng.

Tjáning, umræðupunktar:

Kennari spyr nemendur Hvaða íþrótt er vinsæl í þínu heimalandi? og aðstoðar nemendur við að svara spurningunni. Nemendur þjálfast í að bera fram ólíkar íþróttagreinar og segja frá vinsælum íþróttum.

Verkefni 4 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • festa í minni heiti hluta tengdum boltaíþróttum
  • þekkja hugtökin sérhljóðar og samhljóðar
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp feitletruðu orðin í verkefni 1 og orðin í orðasúpunni í verkefni 2. Þeir skoða svo þá stafi sem gefnir eru upp, finna út hvaða orð á að vera í hverri runu og skrá bókstafina sem vantar.

Lausn:
  • 3 bókstafir: net, lið
  • 4 bókstafir: mark, blak
  • 5 bókstafir: karfa, bikar
  • 6 bókstafir: flauta
  • 7 bókstafir: medalía
  • 8 bókstafir: búningur, fótbolti
  • 9 bókstafir: takkaskór, handbolti
  • 10 bókstafir: körfubolti

2) Kennari leggur inn sérhljóða og fer yfir framburð þeirra, sérstaklega breiðu sérhljóðana. Nemendur finna reiti með sérhljóðum og lita þá rauða.

3) Kennari leggur inn samhljóða. Nemendur finna reiti með samhljóðum og lita þá græna.

Verkefni 5 – Skilningur

Markmið, að:
  • þjálfa lesskilning
  • kunna fyrirmælin satt eða ósatt
  • skrifa einfaldar málsgreinar
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin satt eða ósatt og rifjar upp texta í verkefni 1.

2) Nemendur lesa fullyrðingarnar með aðstoð kennara og merkja X við satt eða ósatt.

Lausn:

Satt:

  • Kim spilar körfubolta.
  • Agnes skorar mark.
  • Ruben er fyrirliði.
  • Dómari flautar með flautu.
  • Ruben æfir handbolta.
  • Kim hoppar hátt til að skora.

Ósatt:

  • Agnes æfir handbolta.
  • Lið Lilyjar vinnur.
  • Kim fer í takkaskó.
  • Lily æfir fótbolta.

3) Nemendur endurrita málsgreinarnar sem eru ósannar þannig að þær verði sannar. Málsgreinarnar má finna í textanum í verkefni 1.

Lausn:

  • Agnes æfir fótbolta.
  • Lið Lilyjar tapar.
  • Agnes fer í takkaskó.
  • Lily æfir blak.
Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 6 – Flokkun

Markmið, að:
  • efla enn frekar orðaforða tengdum boltaíþróttum
  • læra fyrirmælin að krossa við
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin að krossa við.
2) Nemendur lesa orðin í vinstri reitunum. Þeir krossa við þá boltaíþrótt sem hluturinn/hugtakið er notað í, sumt er notað í fleiri en einni eins og t.d. bolti.

Lausn:

3) Nemendur leysa orðaruglið. Orðin má finna í fylgiskjalinu Orð og mynd 7.

Lausn: fyrirliði – dómari – þjálfari – keppandi.

Fylgiskjal:

Kennslugögn:
Ritföng.

Verkefni 7 – Málfræði

Markmið, að:
  • þjálfa sagnorð
  • læra nafnháttarmerkið
  • æfa fleirtölu
Innlögn:

1) Kennari fer yfir sagnorðin í vinstri reitunum og leggur inn nafnháttarmerkið . Sagnorðin eru úr textanum í verkefni 1 og eru í 3. persónu eintölu. Nemendur skrifa, með aðstoð kennara, sagnorðin í nafnhætti.

Lausn:

  • æfir – að æfa
  • keppir – að keppa
  • spilar – að spila
  • hoppar – að hoppa
  • skorar – að skora
  • vinnur – að vinna
  • flautar – að flauta
  • tapar – að tapa

2) Nemendur tengja saman eintölu og fleirtölu. Kennari aðstoðar eftir þörfum.

3) Í auðu miðana skrifa nemendur orð sem þeir kunna nú þegar í eintölu og fleirtölu og tengja saman.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 8 – Miðjumat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:

1) Nemendur skrifa heiti hluta á línurnar undir myndunum.

2) Nemendur skrifa fleirtölu orðanna.

3) Nemendur teikna skýringarmynd við hugtökin treyja, takkaskór, bikar og medalía í reitina.

4) Nemendur átta sig á að orðið fótbolti er samsett úr orðinu fótur og bolti með því að skrifa fótbolti.

Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni – Boltalúdó:

Kennari prentar út spilið Boltalúdó (prenta báðu megin) og plastar. Hann prentar einnig út myndirnar af boltunum. Nemendur klippa út myndirnar og líma ofan á tappa til dæmis af gosflöskum eða mjólkurfernum. Fjórir nemendur spila saman hefðbundið lúdó, hver með fjóra tappa með mynd af sínum bolta. Finna má spilareglur hér.

Fylgiskjal:
Kennslugögn:

Skæri, lím, gosflöskutappar og plast fyrir plöstunarvélar.

Verkefni 9 – Lestur

Markmið, að:
  • auka orðaforða tengdum íþróttum
  • æfa íslensku málhljóðin
  • hlusta og lita eftir fyrirmælum
Innlögn:

1) Kennari les textann, útskýrir orð eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið Orð og myndir 7.

2) Kennari gefur nemendum hlutverk Liams, Theos, Evu og Juliu. Nemendur lesa samtölin upphátt tveir og tveir saman.

3) Nemendur lita myndirnar eftir fyrirmælum frá kennara:

  • Litaðu bolinn hans Theos bleikan.
  • Litaðu æfingabuxurnar hans Liams bláar.
  • Litaðu treyjuna hennar Evu gula og skrifaðu töluna 15 á treyjuna.
  • Litaðu hárið á Juliu brúnt.

Fylgiskjal:

Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Verkefni 10 – Þraut

Markmið, að:
  • vinna með samsett orð
  • æfa latneskt letur og hvar stafirnir sitja miðað við grunnlínu
Innlögn:

1) Kennari leggur inn samsett orð. Með aðstoð kennara búa nemendur til fimm samsett orð sem enda á -bolti. Orðin má finna í fylgiskjalinu Orð og myndir 7 fyrir utan orðið sundbolti sem kemur fyrir í Þetta reddast! 3 – SUND og gott er að rifja upp.

Lausn: fótbolti, handbolti, körfubolti, blakbolti og sundbolti.

2) Kennari leggur inn íslensku bókstafina Ðð og Þþ, hvernig þeir eru dregnir til stafs og hvar þeir sitja miðað við grunnlínu.

3) Nemendur skrifa orðin inn í orðaskuggana og æfa þannig latneskt letur og hvar stafirnir sitja miðað við grunnlínu.

Fylgiskjal:
Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 11 – Ritun

Markmið, að:
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • skilja fyrirmælin að svara með heilli málsgrein
Innlögn:

1) Myndirnar eru númeraðar. Nemendur ljúka hverri málsgrein með réttu hugtaki.

2) Nemendur endurrita málsgreinarnar aftur en nú með minni aðstoð svo þeir þjálfist í að skrifa heila málsgrein.

3) Nemendur þýða heiti boltanna handbolti, fótbolti, körfubolti og blakbolti yfir á eigið tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 12 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • mynda orð
  • læra hugtakið stigatafla
Innlögn:

1) Kennari prentar út fylgiskjöl 7:1a, 7:1b og 7:1c. Athugið að fylgiskjölin eru aftast í verkefnaheftinu og nauðsynlegt að prenta þau sér og öðru megin á blaðið þar sem um klippigögn er að ræða. Kennari dreifir fylgiskjalinu og nemendur klippa út bókstafina.

2) Nemendur raða bókstöfunum til að mynda orðin í stigatöflunni. Þeir mynda eitt orð í einu, reikna saman stigafjölda orðsins og skrá í reitinn sem stendur við það.

3) Nemendur mynda orðið íþróttir og reikna út stigafjölda orðsins.

Fylgiskjöl:
  • Fylgiskjöl 7:1a, 7:1b og 7:1c (sjá aftast í nemendahefti)
Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Nemendur búa til fótboltamark úr maskínupappír og hengja upp á vegg. Kennari prentar út og klippir niður orðin 20 á fylgiskjali 7:1c. Orðin eru sett í krukku eða annað ílát. Nemendur draga eitt orð hver, mynda orðið sem þeir drógu með bókstöfunum sem þeir voru að vinna með og líma inn í markið. Þetta er endurtekið þar til búið er að draga öll orðin úr krukkunni, sem eru þau sömu og í stigatöflunni.

Kennslugögn:

Maskínupappír, límstifti og skæri.

Verkefni 13 – Skilningur

Markmið, að:
  • þjálfa lesskilning
  • geta afritað orð
  • festa orðmyndir í minni
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp textann í verkefni 9 og feitletruðu orðin en þau má finna í fylgiskjalinu Orð og myndir 7.

2) Kennari les yfir málsgreinarnar með nemendum og orðin þrjú fyrir neðan hverja málsgrein.

3) Nemendur skrifa rétta orðið á línuna til að klára hverja málsgrein. Kennari minnir á að málsgrein endar á punkti.

Lausn: íþróttaföt, fimleikaæfingu, ganga, lóðum, trampólíni, dans, íþróttatösku, kapphlaup.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 14 – Flokkun

Markmið, að:
  • festa orðaforða í minni
  • læra fyrirmælin að strika yfir
  • geta afritað orð
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin að strika yfir.

2) Nemendur lesa orðin fjögur í hverjum reit. Þrjú orð eiga eitthvað sameiginlegt. Nemendur strika yfir orðið sem ekki passar.

3) Nemendur endurrita orðin þrjú sem eftir standa á línurnar.

Lausn frá vinstri til hægri: karate, karfa, fyrirliði, dans, flauta, fimleikar, takkaskór, blak, mark.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 15 – Málfræði

Markmið, að:
  • þekkja sagnorð
  • læra nafnháttarmerkið
Innlögn:

1) Kennari leggur inn sagnorð og bendir nemendum á að í verkefni 9 eru átta sagnorð í nafnhætti skáletruð.

2) Nemendur finna þessi átta sagnorð í textanum og skrifa þau á línurnar í markinu.

Lausn:

  • að klæða
  • að fara
  • að teygja
  • að stökkva
  • að dansa
  • að sparka
  • að æfa
  • að sækja

3) Nemendur finna sagnorðin, sem eru skrifuð í rammanum, í orðasúpunni. Þau eru falin fram, afturábak og á ská.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 16 – Lokamat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn:

1) Nemendur skrifa rétt heiti hluta á línurnar. Hér skiptir meira máli að þeir hafi náð tökum á orðaforðanum frekar en réttrituninni. Það er styrkur í að þora að tjá sig þó réttritunin sé ekki komin.

Lausn: 1) körfubolti, 2) lóð, 3) takkaskór, 4) trampólín, 5) net, 6) medalía, 7) flauta, 8) bikar, 9) búningur, 10) fótbolti, 11) treyja, 12) mark, 13) karfa, 14) handbolti, 15) blakbolti, 16) keppandi.

2) Gefa má þeim nemendum sem ljúka verkefninu, aukaverkefnið að skrifa orðin í stílabók og raða þeim í stafrófsröð.

3) Ef tími gefst þá þýða nemendur orðin yfir á eigin tungumál í stílabók.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Orðabanki – lokamat

Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í verkefnaheftinu. Þá haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á og þjálfa hin sem út af standa betur. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankinn má nýta þannig sem lokamat áður en næsta hefti er tekið fyrir.

Fánaveifur

Með heftinu fylgja 40 Fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnispakkans. Tilvalið er að hengja fánaveifurnar upp í kennslurýminum meðan á yfirferð námsefnisins stendur.

Útgöngupassi 

Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara. 

Hugmyndir:

  • Nefndu eina boltaíþrótt.
  • Hvernig skór eru notaðir í fótbolta?
  • Sá sem þjálfar lið kallast… (þjálfari).
  • Sá sem dæmir leik kallast… (dómari).
  • Staðan er tvö-tvö, það kallast… (jafntefli).
  • Það er hægt að hoppa hátt á þessu… (trampólín)
  • Í ræktinni lyftir maður… (lóðum).
  • Hvaða íþrótt æfir þú?
  • Hver er fleirtala orðsins bolti? 
  • Nefndu sérhljóða.
  • Nefndu samsett orð sem endar á -bolti
  • Nefndu sagnorð sem tengist íþróttum.

 

Reikniaðgerðir – Kennsluleiðbeiningar

Verkefni 1 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð tengdum samlagningu og frádrætti
  • æfa íslensku málhljóðin
  • kynnast stærðfræðihugtökum
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 5 sem inniheldur sama orðabanka og Fánaveifurnar. Hann les textann með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðalistanum.

2) Kennari og nemendur lesa saman hugtökin yfir samlagningu, frádrátt og summu.

3) Í reitina neðst á síðunni skrifa nemendur helstu hugtök yfir samlagningu, frádrátt og summu á sínu tungumáli.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:

Verkefni 2 – Orðavinna

Markmið, að:
  • festa orðmyndir í minni
  • vinna með orðaforða tengdum samlagningu og frádrætti
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp stærðfræðihugtökin í verkefni 1.

2) Nemendur tengja hvert hugtak við rétt stærðfræðitákn.

3) Nemendur lita miðana í sömu litum og táknin sem þeir tengjast.

Lausn:
  • Grænt: samanlagt, bæta við, leggja við, leggja saman, plús, samlagning.
  • Appelsínugult: mínus, frádráttur, taka af, fækka um, draga frá, hverju munar, fá til baka, afgangur, mismunur, eiga eftir.
  • Rautt: summa, niðurstaða, samtals, jafn og, sama sem, alls.
Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Verkefni 3 – Ritun

Markmið, að:
  • kunna að skrifa tölustafi með bókstöfum
  • æfa að skrifa raðtölur með bókstöfum
Innlögn:

1) Kennari dreifir Fylgiskjali 5:1 sem nemendur styðjast við á meðan farið er í gegnum heftið. Fylgiskjalið sýnir rithátt talnanna 0-100 með bókstöfum. Kennari fer í gegnum fylgiskjalið með nemendum og leggur inn rithátt talnanna.

2) Með fylgiskjalið til tilsjónar skrifa nemendur tölurnar sem vantar í auðu reitina í töflunni.

3) Nemendur skoða raðtölurnar í orðabankanum neðst á síðunni. Þeir skrifa hverja raðtölu með bókstöfum í rétta eyðu.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjal 5:1, (sjá aftast í nemendahefti).

Verkefni 4 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • þekkja hugtökin eining, tugur, hundrað og þúsund á íslensku
  • læra hugtökin minnsta og stærsta
  • skilja fyrirmælin að raða eftir stærð
Innlögn:

1) Kennari leggur inn hugtakið talnahús ásamt hugtökunum eining, tugur, hundrað og þúsund. Nemendur skoða undirstrikuðu tölurnar við hlið talnahúsanna tveggja. Þeir skrá hverja undirstrikaða tölu í talnahúsið eftir því hvort gildi tölunnar er eining, tugur, hundrað eða þúsund.

Lausn:

  • Fyrra talnahúsið: 4329.
  • Seinna talnahúsið: 5712.

2) Kennari leggur inn hugtökin minnsta og stærsta og að raða eftir stærð. Nemendur skrá fyrri talnarununa frá minnstu tölunni til þeirrar stærstu. Nemendur skrá seinni talnarununa frá stærstu tölunni til þeirrar minnstu.

Lausn, minnsta til stærsta: 4-36-56-734-800-915-3000-9200.

Lausn, stærsta til minnsta: 6600-1000-723-568-323-90-43-8

3) Nemendur tengja saman eintölu og fleirtölu orðanna eining, tugur, hundrað og þúsund.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 5 – Skilningur

Markmið, að:
  • þekkja hugtakið orðadæmi
  • lesa texta um stærðfræðileg viðfangsefni og greina um hvað hann fjallar
  • þjálfa lesskilning
Innlögn:

1) Kennari leggur inn hugtakið orðadæmi. Hann bendir nemendum á feitletruðu orðin í hverju orðadæmi en þau má finna í verkefni 1.

2) Kennari rifjar upp heiti hlutanna og skoðar verð þeirra.

3) Nemendur lesa hvert dæmi og út frá orðalagi merkja þeir við hvaða reikniaðgerð hentar til að leysa það; samlagning eða frádráttur.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 6 – Flokkun

Markmið, að:
  • efla enn frekar orðaforða tengdum reikniaðgerðum
  • læra andheitin dýrara og ódýrara
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp hugtökin í Orðabankanum. Hugtökin má finna í verkefni 1.

2) Nemendur flokka og skrá hugtökin í rétta dálka.

Lausn:

  • + tákn: samlagning, plús, leggja saman, bæta við.
  • – tákn: frádráttur, mínus, draga frá, mismunur.
  • = tákn: summa, samtals, sama sem, jafnt og.

3) Kennari leggur inn andheitin ódýrara og dýrara. Nemendur skoða hlutina tvo í hverjum reit og haka við rétt svar.

Lausn:

  • ódýrara: strokleður, reglustika, blýantur.
  • dýrara: talnagrind, strokleður, vasareiknir.
Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 7 – Málfræði

Markmið, að:
  • læra að skrifa raðtölurnar 1.-31. með bókstöfum
  • geta sagt hvaða dagsetning er
  • kunna að segja afmælisdaginn sinn
Innlögn:

1) Kennari leggur inn hugtakið raðtala og dreifir Fylgiskjali 5:2. Hér eru raðtölurnar 1.-31. lagðar inn með það markmið að nemendur geti sagt dagsetningar og afmælisdaga.

2) Þar sem dagsetningar eru í karlkyni þá skrifa nemendur raðtölurnar í karlkyni með Fylgiskjal 5:2 til hliðsjónar.

3) Nemendur klára málsgreinina Ég á afmæli… með því að skrifa afmælisdaginn sinn og mánuð með bókstöfum.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjal 5:2, (sjá aftast í nemendahefti).
Tjáning, samræður:
  • Kennari spyr nemanda: Hvenær átt þú afmæli? Nemandi svarar munnlega.
  • Kennari spyr svo: Hvaða dagsetning er í dag? Nemendur svara munnlega.

Verkefni 8 – Miðjumat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:

1) Nemendur finna tölurnar 1-20 í orðasúpunni.

2) Nemendur raða tölunum fyrst frá minnstu til stærstu og svo frá stærstu til minnstu.

Lausn:

  • Minnsta til stærsta: 3-41-98-145-610-2000.
  • Stærsta til minnsta: 7700-400-250-47-28-4.

3) Nemendur haka við hlutinn sem er ódýrari.

Lausn: blýantur.

Nemendur haka við hlutinn sem er dýrari.

Lausn: stærðfræðibók.

4) Nemendur klára að skrá gildi talnanna í talnahúsinu með því að skrifa þúsund, hundrað, tugur og eining á brotalínurnar fyrir ofan hverja tölu. Búið er að gefa upp fyrsta stafinn.

Lausn:

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 9 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð yfir margföldun og deilingu
  • kynnast stærðfræðihugtökunum slétt tala, oddatala, jákvæð tala og neikvæð tala
Innlögn:

1) Kennari les textann með nemendum, útskýrir orðin eftir þörfum og fer aftur yfir fylgiskjalið Orð og myndir 5.

2) Kennari fer yfir stærðfræðihugtök sem tengjast margföldun og deilingu.

3) Kennari fer yfir hugtökin slétt tala og oddatala. Ef aldur og skilningur nemenda leyfir er einnig hægt að leggja inn hugtökin jákvæðar og neikvæðar tölur.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:

Verkefni 10 – Orðavinna

Markmið, að:
  • festa rithátt raðtalnanna 1.-20. í minni
  • afrita orð
Innlögn:

1) Nemendur skrifa hverja raðtölu í karlkyni með bókstöfum og leysa þannig krossgátuna. Hafa má Fylgiskjal 5:2 til hliðsjónar.

2) Lóðréttar raðtölur endurrita nemendur með bókstöfum á línurnar undir fyrirsögninni lóðrétt.

3) Láréttar raðtölur skrá nemendur með tölustöfum á brotalínurnar undir fyrirsögninni lárétt. Punktarnir eru til að minna nemendur á að raðtölur eru táknaðar punkti á eftir tölustafnum.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 11 – Ritun

Markmið, að:
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • skilja fyrirmælin að svara með heilli málsgrein
Innlögn:

1) Nemendur skoða myndirnar og finna heiti hlutanna í fylgiskjali Orð og myndir 5. Þeir skrifa heiti hlutanna til að klára fyrstu málsgreinina við hverja mynd.

2) Nemendur endurrita hverja málsgrein á brotalínurnar.

3) Nemendur svara spurningunni Hvað er þetta? með heilli málsgrein, eins og hún kemur fyrir í upphafi.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:

Verkefni 12 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • festa hugtökin slétt tala og oddatala í minni
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp hugtökin slétt tala og oddatala.

2) Nemendur leysa Sudoku þrautina. Í lituðu reitunum mega eingöngu vera sléttar tölur.

3) Þegar nemendur hafa leyst Sudoku þrautina skrá þeir tölurnar í töfluna; sléttar tölur í lituðu töfluna (2, 4, 6, 8) og oddatölur í hina (1, 3, 5, 7, 9).

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 13 – Skilningur

Markmið, að:
  • festa í minni hugtökin samlagning, frádráttur, margföldun og deiling
  • geta lesið og skilið hugtök tengd reikniaðgerðum
  • læra fyrirmælin að krossa við rétt svar
Innlögn:

1) Nemendur skrifa rétt hugtak undir hvert stærðfræðimerki.

Lausn: samlagning, frádráttur, margföldun og deiling.

2) Kennari leggur inn fyrirmælin að krossa við rétt svar.

3) Nemendur lesa hverja fullyrðingu, vega og meta hvort hugtökin tvö merki það sama og krossa við eða nei.

Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Kennari prentar út skjalið Jatsí og hjálpargögn (prenta báðum megin) sem inniheldur annars vegar Jatsíspil og hins vegar renninga með sýnidæmum sem kenna hugtökin í Jatsí. Gögnin eru plöstuð og renningarnir klipptir niður, gataðir og festir saman með splitti eða lyklakippuhring. Tveir og tveir nemendur spila saman og fjöldi eintaka tekur mið af fjölda nemenda. Mælt er með að plasta Jatsíspilið svo það verði fjölnota og láta nemendur skrá stigagjöfina með glærupenna.

Fylgiskjal:

Verkefni 14 – Flokkun

Markmið, að:
  • festa hugtök í minni
  • beita rökhugsun
  • læra fyrirmælin að klippa og líma
Innlögn:

1) Kennari fer yfir og rifjar upp slétt tala, oddatala, jákvæð tala og neikvæð tala.

2) Kennari dreifir Fylgiskjali 5:3. Nemendur klippa út kúlurnar í fylgiskjalinu og finna út undir hvaða flokki tölurnar eiga heima. Tölurnar sem tilheyra flokkunum slétt tala og oddatala tilheyra líka flokknum jákvæð tala. Því þarf að segja nemendum að það eiga að vera átta tölur undir hverjum flokki, eins og kúlurnar á talnagrindinni segja til um. Gott er að byrja á því að skoða oddatölur og neikvæðar tölur til að fækka tölum í menginu.

3) Nemendur líma kúlurnar á talnagrindina. Gott er að nemendur yfirfari með kennara áður en kúlurnar eru límdar á blaðið. Þetta verkefni getur verið tímafrekt og reynt á fínhreyfingar. Hægt er að aðlaga það fyrir þá sem þurfa með því að leyfa nemendum að skrifa tölurnar inn í réttar kúlur í stað þess að klippa og líma. Verkefnið má vinna sem einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópaverkefni eða sem stöð í stöðvavinnu.

Dæmi um lausn:

Kennslugögn:

Skæri og lím.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjal 5:3, (sjá aftast í nemendahefti).

Verkefni 15 – Málfræði

Markmið, að:
  • læra hugtakið andheiti
Innlögn:

1) Kennari leggur inn hugtakið andheiti.

2) Til að aðstoða nemendur við að skilja hugtakið andheiti finnur kennari tvö dæmi með orðum sem þeir kunna nú þegar.

Tillögur:

  • svartur og hvítur
  • nótt og dagur
  • stór og lítill
  • já og nei
  • inni og úti

Nemendur velja andheiti, skrá í tómu reitina og tengja saman.

3) Kennari les yfir hugtökin á verkefnablaðinu með nemendum og aðstoðar þá eftir þörfum við að tengja saman andheiti.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 16 – Lokamat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn:

1) Nemendur skrifa raðtölurnar með bókstöfum.

2) Skoða tölurnar og skrifa slétt tala eða oddatala fyrir aftan hverja tölu.

3) Nemendur skrifa andheiti hugtakanna.

4) Nemendur skrifa heiti hlutanna undir myndirnar.

Lausn: Vasareiknir, talnagrind, reglustika og stærðfræðibók.

Kennslugögn:

Ritföng.

Orðabanki

Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, þ.e. gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í heftinu. Þar haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á, og þjálfa betur hin sem út af standa. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankann má nýta með lokamati áður en næsta hefti er tekið fyrir.

Fánaveifur

Með heftinu fylgja 40 Fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnisins, og í fylgiskjalinu Orð og myndir 5. Tilvalið er að hengja fánaveifurnar upp í stofunni meðan á yfirferð námsefnisins stendur.

Útgöngupassi

Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara.

Hugmyndir:
  • Kennari skrifar tölu á bilinu 0-100 á töfluna og nemendur segja töluna upphátt.
  • Kennari skrifar raðtölu á bilinu 1.-31. á töfluna og nemendur segja raðtöluna.
  • Kennari biður nemendur að nefna annað hugtak yfir:
    • plús (samlagning)
    • mínus (frádráttur)
  • Nemendur gefa dæmi um slétta tölu og oddatölu.
  • Nemendur gefa dæmi um jákvæða tölu og neikvæða tölu.
  • Nemendur nefna andheiti við:
    • plús (mínus)
    • frádráttur (samlagning)
    • fyrstur (síðastur)
    • minnsta (stærsta)
    • ódýrt (dýrt)

Jólahefðir – Kennsluleiðbeiningar

Verkefni 1 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð tengdum jólum og íslenskum jólahefðum
  • æfa íslensku málhljóðin
  • sýna fram á hugtakaskilning í formi teikninga
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 4 sem inniheldur sama orðabanka og Fánaveifurnar. Hann les fyrri hluta textans með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðunum og myndunum. Nemendur fá hlutverk og lesa samtal Jóns og Nam.

2) Kennari dreifir Fylgiskjali 4:1. Hann leggur inn heiti jóladaganna og dagsetningar þeirra sem finna má í fylgiskjalinu. Nemendur klippa út textana fjóra og líma inn í þann reit sem passar við hverja dagsetningu. Textinn á síðunni er mikill og því tilvalið að skoða einn dag í einu og fara yfir hann áður en næsti dagur er tekinn fyrir. Lausnin er í sömu röð og textarnir í fylgiskjalinu.

3) Nemendur teikna og lita myndir af hugtökunum inn í reitina. Þeir nýta sér fylgiskjalið Orð og myndir 4.

Kennslugögn:

Ritföng, trélitir, lím og skæri.

Tjáning, samræður:

Jóni finnst gaman að Nam hafi áhuga á hefðum fjölskyldu sinnar og skuli spyrja hann um aðventuna og jólin sjálf. Hér er tækifæri fyrir kennarann að spyrja nemendur hver sé stærsta hátíðin tengd þeirra trúarbrögðum.

Fylgiskjöl:

Verkefni 2 – Orðavinna

Markmið, að:
  • vinna með orðaforða sem tengist jólum og jólahefðum
  • leggja inn fyrsti, annar, þriðji og fjórði
  • æfa latneskt letur og hvar stafirnir sitja miðað við grunnlínu
Innlögn:

1) Kennari les textann um aðventu með nemendum og leggur inn raðtölurnar fyrsti, annar, þriðji og fjórði.

2) Nemendur lita aðventukransinn eftir fyrirmælum frá kennara. Fyrst eru orðin aðventukrans, köngull og greni lögð inn. Fyrirmæli:

  • Litaðu fyrsta kertið gult.
  • Litaðu annað kertið blátt.
  • Litaðu þriðja kertið appelsínugult.
  • Litaðu fjórða kertið fjólublátt.
  • Litaðu eplin rauð.
  • Litaðu köngulinn brúnan.
  • Litaðu grenið grænt.

3) Nemendur skrifa orðin inn í orðaskuggana og æfa þannig latneskt letur og læra hvar stafirnir sitja miðað við grunnlínu.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 3 – Ritun

Markmið, að:

  • geta afritað orð
  • festa orðmyndir í minni
  • læra fyrirmælin að strika yfir
Innlögn:

1) Nemendur lesa málsgreinarnar með aðstoð kennara.

2) Í hverri málsgrein er eitt orð sem passar ekki. Nemendur finna orðið og strika yfir það. Þeir rifja upp textann í verkefni 1 til að finna ranga orðið.

3) Nemendur skrifa rétta orðið í reitinn fyrir aftan hverja málsgrein. Orðin eru í Orðabankanum.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 4 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • læra að leysa Sudokuþrautir
  • festa orðmyndir í minni
Innlögn:

1) Á Fylgiskjali 4:1, sem nemendur hafa þegar fengið í tengslum við verkefni 1, eru klippimyndir fyrir Sudoku þrautina. Nemendur klippa myndirnar út og líma í rétta reiti til að leysa þrautirnar.

2) Nemendur skrifa heiti hugtakanna á línurnar.

3) Nemendur skrifa orðin í stílabók og þýða yfir á sitt tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng, skæri, lím og stílabók.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjal 4:1 (sjá aftast í nemendahefti)

Verkefni 5 – Skilningur

Markmið, að:
  • þjálfa lesskilning
  • læra heiti yfir daga sem tengjast íslenskum jólum
  • rifja upp sagnorð
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp textann í verkefni 1. Þeir botna svo málsgreinarnar með því að draga hring um rétt svar.

2) Nemendur endurrita málsgreinarnar í stílabók.

3) Kennari fer í gegnum sagnorðin. Nemendur tengja saman sagnorð og nafnorð sem passa best saman.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 6 – Flokkun

Markmið, að:
  • leggja inn samsett orð
  • festa orðmyndir í minni
  • rifja upp liti
Innlögn:

1) Kennari leggur inn samsett orð. Á Fylgiskjali 4:1, sem nemendur hafa þegar fengið í tengslum við verkefni 1 og 4, má finna neðri helming jólakúlnanna. Nemendur klippa út hálfhringina með orðunum og líma í neðri helmingana á jólakúlunum á verkefnasíðunni.

2) Nemendur skrifa samsettu orðin sem myndast á línurnar fyrir neðan hverja jólakúlu. Gott er að minna nemendur á að hvorki má vera bil né bandstrik á milli samsettra orða.

3) Nemendur flokka samsettu orðin í réttan yfirflokk með litum. Flokkarnir eru föt, skraut og matur. Jólakúlur sem tengjast fötum eru litaðar grænar. Þær sem tengjast jólaskrauti eru litaðar rauðar og þær sem tengjast jólamat eru litaðar bláar.

Lausn:

Kennslugögn:

Skæri, lím, ritföng og trélitir.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjali 4:1 (sjá aftast í nemendahefti)

Verkefni 7 – Málfræði

Markmið, að:
  • vinna með samsett orð
  • festa orðmyndir í minni
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp samsett orð og útskýrir með aðstoð sýnidæmis að orð geta breyst. Nemendur skrá forskeytið jól- í fyrsta reitinn og skoða hvernig a bætist við.

2) Nemendur skoða fylgiskjalið Orð og myndir 4 og finna heiti myndanna.

3) Nemendur skrifa svo samsetta orðið í reitinn. Kennari minnir á að það má hvorki vera bil né bandstrik á milli.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:
Aukaverkefni: Stafsetning; upplestur eða sóknarskrift
Markmið, að:
  • þjálfa réttritun
Innlögn:

Kennari les upphátt fimm málsgreinar sem innihalda orð úr fyrri hluta heftisins. Nem-endur skrifa svo eitt orð úr málsgreininni í stílabókina sína.

Eða:

Kennari notar þessar fimm málsgreinar sem sóknarskrift. Hann hengir blað með málsgreinunum upp á vegg. Nemendur standa upp og lesa eina málsgrein í einu. Þeir leggja hana og ritun orðanna á minnið, setjast og skrifa málsgreinina í stílabók.

Fylgiskjal:

Sóknarskrift með verkefni 7.

Verkefni 8 – Miðjumat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:

1) Nemendur tengja dagsetningu við réttan dag.

2) Nemendur búa til samsett orð sem byrja á jól-. Hér er verið að kanna hvort þeir muni eftir að bæta a á milli. Dæmi: jól+a+lag = jólalag.

3) Nemendur klára málsgreinarnar með því að velja orð úr orðabankanum sem passar við hverja sögn.

Lausn:
  • Að baka smákökur.
  • Að hlusta á jólalög.
  • Að borða jólamat.
  • Að horfa á jólamynd.
  • Að lesa bók.
  • Að skreyta jólatré.
Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 9 – Lestur

Markmið, að:
  • auka orðaforða tengdum íslenskum jólahefðum
  • kynnast íslenskri hjátrú
  • læra hugtökin fyrsti og síðasti
  • lita eftir fyrirmælum
Innlögn:

1) Kennari les textann með nemendum, útskýrir orðin eftir þörfum og fer aftur yfir fylgiskjalið Orð og myndir 4. Hér bætast við tvö ný orð: fjall og hellir. Nemendur skrifa þessi orð inn á myndina.

2) Kennari gefur nemendum hlutverk Nam og Jóns og þeir lesa samtalið upphátt tveir og tveir saman.

3) Nemendur lita myndina eftir fyrirmælum frá kennara. Hér eru hugtökin fyrsti og síðasti lögð inn.

Fyrirmæli:

  • Litaðu buxur fyrsta jólasveinsins rauðar.
  • Litaðu peysu annars jólasveinsins græna.
  • Litaðu poka þriðja jólasveinsins brúnan.
  • Litaðu vesti fjórða jólasveinsins rautt.
  • Litaðu vettlinga fimmta jólasveinsins græna.
  • Litaðu skó síðasta jólasveinsins brúna.
  • Litaðu jólaköttinn svartan.
  • Litaðu pottinn hennar Grýlu svartan.
Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Fylgiskjal:

Verkefni 10 – Þraut

Markmið, að:
  • kynnast íslensku jólasveinunum
  • læra raðtölurnar 1.-13.
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Jólasveinaskífa. Nemendur klippa skífurnar út, gera fínlegt gat í miðju þeirra og festa saman með splitti. Nemendur skoða myndir og heiti jólasveinanna á skífunni. Við hvern jólasvein stendur raðtala með bókstöfum. Jólasveinaskífan er eigulegri, meðfærilegri og endist lengur ef hún er plöstuð.

2) Nemendur skoða myndirnar í verkefninu og finna út hvaða bókstafi vantar til að mynda heiti hvers jólasveins.

3) Með aðstoð kennara skrifa nemendur í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða. Raðtölurnarnar eru skráðar með bókstöfum í fyrsta dálkinn. Hér nýta nemendur Jólasveinaskífuna. Nemendur skrifa svo raðtölurnar 1.-13. með tölustöfum inn í hringina við jólasveinana.

Lausn:

1. Stekkjastaur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvörusleikir, 5. Pottaskefill, 6. Askasleikir, 7. Hurðaskellir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12. Ketkrókur og 13. Kertasníkir

Kennslugögn:
  • Skæri, splitti og ritföng.
Fylgiskjal:
Aukaverkefni – Jólaveinatölfræði

Nemendur festa heiti jólasveinanna enn betur í minni með tölfræðiverkefni. Þeir nota neðri skífuna úr fylgiskjalinu Jólasveinaskífan og fá auk þess skjölin Jólatíðnitafla og Sveinasúlurit. Áður en tölfræðivinnan hefst skrifa nemendur nöfn jólasveinanna í tíðnitöfluna. Svo er blýantsoddi tyllt í gegnum bréfaklemmu á miðju skífunnar. Bréfaklemmunni er þeytt í 50 hringi og skráð hvar hún lendir. Niðurstaða er skráð sem talnastrik, tíðnin tekin saman og að lokum eru talnagögnin sett upp í súluritið.

Kennslugögn:

Bréfaklemma og ritföng.

Fylgiskjöl:

Verkefni 11 – Ritun

Markmið, að:
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • læra tíma tengingarnar fyrst, svo, síðan, næst og að lokum
Innlögn:

1) Kennari les texta með nemendum og fer yfir orðin í efni og áhöld. Orðin í efni má finna í fylgiskjalinu Orð og myndir 4. Orðin skæri og blýantur undir áhöld ættu nemendur að þekkja.

2) Nemendur skoða myndirnar og kennari leggur inn tímatengingarnar.

3) Með aðstoð kennara skrifa nemendur leiðbeiningar.

Lausn:
  • Fyrst: Klippa jólapappír.
  • Svo: Pakka gjöfinni inn í jólapappír.
  • Síðan: Líma með límbandi.
  • Næst: Klippa borða og binda utan um jólagjöfina.
  • Að lokum: Skrifa á merkimiða.
Aukaverkefni – Bókamerki

Nemendur klippa út merkimiða á fylgiskjalinu Jólasveinaskífa og æfa sig í að skrifa Til og Frá. Nemendur klippa einnig út bókamerkið sem kennari plastar inn.

Kennslugögn:

Ritföng og skæri.

Fylgiskjöl:

Verkefni 12 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun við lausn verkefna
  • þjálfa lesskilning
  • læra í gegnum þrautir og leiki
Innlögn:

1) Kennari skoðar orðin tröll, jólasveinn og óvættur með nemendum. Hann útskýrir að þetta eru allt persónur úr íslenskum þjóðsögum.

2) Nemendur lesa fyrstu vísbendinguna um Leppalúða með aðstoð kennara. Þeir skrá upplýsingarnar um hann jafnóðum inn í reitina. Hringur táknar að upplýsingar séu réttar. Kross táknar að svarmöguleikinn eigi ekki við. Áður en farið er í næstu vísbendingu um Kertasníki eru upplýsingarnar um Leppalúða skráðar í töfluna fyrir neðan. Þetta er gert koll af kolli þar til búið er að fylla inn í báðar töflurnar. Mikilvægt er að setja alltaf krossana líka því þá útilokast smám saman aðrir möguleikar og rétt svör koma í ljós.

Lausn:3) Nemendur teikna og lita myndir af Leppalúða, Kertasníki, Jóni, jólakettinum og Kamillu.

Kennslugögn:

Ritföng og trélitir.

Verkefni 13 – Skilningur

Markmið, að:
  • geta lesið og skilið einfaldan texta
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • leggja inn hugtökin hnit og upphrópunarmerki
Innlögn:

1) Kennari les textann við fyrstu tvö erindin af laginu Jólasveinninn minn fyrir nemendur og spilar svo lagið. Eftirfarandi orð í laginu má finna í skjalinu Orð og myndir 4: jólasveinn, gjafir og jólalag.

2) Nemendur svara spurningunum úr textanum. Undirstrikuðu orðin í spurningunum eru orðin sem svarið á að byrja á.

Lausn:

  1. Í dag ætlar jólasveinninn að koma.
  2. Í pokanum eru gjafir.
  3. Jólasveinninn ætlar að segja sögur.
  4. Hann ætlar að syngja jólalag.
  5. Jólasveinninn kemur með jólin.

3) Kennari leggur inn hugtökin hnit og upphrópunarmerki. Nemendur finna út hvaða stafur á að vera við hvert hnit og fá þannig út íslenska kveðju.

Lausn:

Gleðileg jól!

Kennslugögn:

Ritföng

Fylgiskjal:

Verkefni 14 – Skilningur

Markmið, að:
  • læra andheitin mjúkur og harður
Innlögn:

1) Kennari leggur inn andheitin mjúkur og harður.

2) Nemendur skoða orðin í Orðabankanum. Öll orðin í orðabankanum hafa komið fyrir í fyrri heftum af Þetta reddast! Kennari getur því rifjað upp þau orð sem þarf.

3) Nemendur flokka hlutina í yfirflokkana mjúkur pakki og harður pakki.

Lausn: 

Kennslugögn:

Ritföng, skæri og lím.

Fylgiskjal:
  • Fylgiskjal 4:2 (sjá aftast í nemendahefti) 

Verkefni 15 – Málfræði

Markmið, að:
  • kunna hugtakið málsgrein
  • geta skrifað einfaldar málsgreinar
  • muna eftir stórum upphafsstaf og punkti
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp texta í verkefni 9 með nemendum, útskýrir hugtakið málsgrein og fer yfir sýnidæmið.

2) Kennari fer yfir að málsgrein byrjar á stórum staf og endar á punkti. Hann skoðar með nemendum orð sem eru með stórum staf og orð sem enda á punkti. Þau gefa vísbendingar um hvernig málsgreinin byrjar og endar.

3) Nemendur skrifa orðin í réttri röð þannig að málsgreinarnar séu rétt uppbyggðar. Nemendur geta skoðað textann í verkefni 9 sér til aðstoðar.

Lausn:

  • Börn setja skó út í glugga.
  • Jólakötturinn er svartur köttur.
  • Foreldrar jólasveinanna eru tröll.
  • Mamma þeirra heitir Grýla.
  • Kertasníkir kemur á aðfangadag.
  • Íslenskir jólasveinar eru þrettán.
  • Pabbi þeirra heitir Leppalúði.
  • Jólasveinarnir setja gjöf í skóinn.
  • Fyrsti jólasveinninn kemur 12. desember.
  • Jólasveinarnir eiga heima í helli.
Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Stafsetning; upplestur eða sóknarskrift.

Markmið, að:
  • þjálfa réttritun
Innlögn:

Kennari les upphátt fimm málsgreinar þar sem orð úr heftinu koma fyrir. Nemendur skrifa svo eitt orð úr málsgreininni í stílabókina sína.

Eða:

Kennari notar þessar fimm málsgreinar sem sóknarskrift. Hann hengir blað með málsgreinunum upp á vegg. Nemendur standa upp og lesa eina málsgrein í einu. Þeir leggja hana og ritun orðanna á minnið, setjast og skrifa málsgreinina í stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 16 – Lokamat

 Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn:

1) Nemendur flokka hluti í mjúkt eða hart.
2) Nemendur skrifa raðtölurnar 1.-13. með bókstöfum.
3) Nemendur skrifa morgunrútínu í réttri röð með því að nota tímatengingar fyrst, svo, síðan, næst og að lokum.

Kennslugögn:

Ritföng.

Orðabanki

Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, þ.e. gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í heftinu. Þar haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á og þjálfa betur hin sem út af standa. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankann má nýta með lokamati áður en næsta hefti er tekið fyrir.

Fánaveifur

Með heftinu fylgja 40 Fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnisins, og í fylgiskjalinu Orð og myndir 4. Tilvalið er að hengja fánaveifurnar upp í stofunni meðan á yfirferð námsefnisins stendur.

Útgöngupassi

Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara.

Hugmyndir:

Búðu til samsett orð:

  • jól og gjöf
  • jól og kúla
  • jól og tré
  • jól og stjarna
  • jól og köttur
  • jól og sveinn
  • jól og matur

Hvað heita jóladagarnir?

  • 23. desember
  • 24. desember
  • 25. desember
  • 26. desember

Andheiti:

  • Nefndu tvo hluti, einn mjúkan og einn harðan.

Raðtölur:

  • Hvaða raðtala kemur á eftir? Kennari nefnir eina raðtölu á milli 1.-13. og nemandi segir raðtöluna sem kemur á eftir.

Sagnorð, kennari nefnir sagnorð og nemendur botna með nafnorði:

  • Að baka (smákökur)
  • Að hlusta á (jólalag)
  • Að horfa á (jólamynd)
  • Að borða (jólamat)
  • Að lesa (bók)
  • Að skreyta (jólatré)

Sund – Kennsluleiðbeiningar

Þetta reddast! Kennsluleiðbeiningar 3

Verkefni 1 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð tengdum sundi
  • æfa íslensku málhljóðin
  • sýna fram á hugtakaskilning í formi teikninga
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 3 sem inniheldur sömu orð og Fánaveifurnar. Hann les textann með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðalistanum.
2) Kennari gefur nemendum hlutverk Kamillu og Igors og nemendur lesa samtalið upphátt tveir og tveir saman.
3) Nemendur teikna og lita myndir inn í reitina af því sem Kamilla og Igor taka með sér í sund.

Lausn: sundföt, handklæði, sjampó, hárnæring, sundgleraugu og Kamilla tekur að auki með sér sundhettu.

Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Tjáning, samræður:
  • Kennari spyr nemendur hvort þeir hafi farið í sund og hvort þeir hafi farið í sund á Íslandi.
Fylgiskjal:

Verkefni 2 – Orðavinna

Markmið að:
  • vinna með orðaforða sem tengist sundi
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp heiti hlutanna á myndunum.
2) Nemendur skrifa rétt orð við myndirnar. Þeir geta notað fylgiskjalið Orð og myndir 3 sér til aðstoðar ef þess þarf.
3) Nemendur skrifa orðin í stílabók og þýða á eigið tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 3 – Ritun

Markmið, að:
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • læra heiti helstu sundaðferða
Innlögn:

1) Myndirnar eru númeraðar. Nemendur ljúka hverri málsgrein með réttu hugtaki.
2) Nemendur endurrita málsgreinarnar aftur en nú með minni aðstoð þannig að þeir þjálfist í að skrifa heila málsgrein.
3) Nemendur þýða sundaðferðirnar bringusund, baksund, skriðsund og björgunarsund yfir á eigið tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 4 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • festa í minni heiti hluta tengdum sundi
  • beita rökhugsun
  • læra íslenska sérhljóða
Innlögn:

1) Nemendur skoða fjölda reita og stafi sem gefnir eru upp. Þeir finna svo út hvaða orð eiga að standa í reitunum. Orðin má finna í verkefnum 1-3.
2) Kennari leggur inn íslenska sérhljóða og fer yfir framburð þeirra. Nemendur finna reiti með sérhljóðum og lita þá rauða.
3) Nemendur leysa orðaruglið og skrá lausnir í reitina. Orðin eru sundaðferðirnar fjórar. Lausn: 1. skriðsund, 2. björgunarsund, 3. bringusund og 4. baksund.

Kennslugögn:

Ritföng og rauður trélitur.

Ítarefni:
  • 123skoli.is – Sérhljóðar, samhljóðar og atkvæði orða.

Verkefni 5 – Skilningur

Markmið, að:
  • skilja fyrirmælin að tengja saman
  • skrifa einfaldar málsgreinar
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin að tengja saman. Nemendur tengja saman málsgreinarnar. Þeir tengja fyrri hlutann við seinni hlutann. Málsgreinarnar koma fyrir í textanum í verkefni 1.
2) Nemendur endurrita málsgreinarnar á línurnar fyrir neðan. Kennari minnir á að málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti.
3) Nemendur rifja upp textann í verkefni 1. Þeir svara svo spurningunni um hvað Kamilla og Igor taka með sér í sund. Hér gefst nemendum tækifæri að festa orð í minni með endurtekningu. Lausn: sundföt, handklæði, sjampó, hárnæring, sundgleraugu og sundhetta.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 6 – Flokkun

Markmið, að:
  • læra fyrirmælin að krossa við
  • efla enn frekar orðaforða tengdum sundi
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin að krossa við.
2) Nemendur skoða hvað er notað í sturtu og hvað er notað í sundlaug. Þeir krossa við rétt svar. Lausn: Sundlaug: sundföt, sundgleraugu, kútur, sundhetta. Sturta: handklæði, hárnæring, sjampó, sápa.
3) Nemendur skrifa orðin í Orðabankanum í réttan yfirflokk. Lausn: Sundföt: bikiní, sundbolur, sundskýla og sundhetta. Hreinlæti: sjampó, hárnæring, sápa og sturta. Sunddót: kútur, sundbolti, sundgleraugu og korkur.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 7 – Málfræði

Markmið, að:
  • vinna með samsett orð
  • læra persónufornöfn með sagnorðinu að nota
  • skrifa einfaldar málsgreinar
Innlögn:

1) Kennari leggur inn samsett orð. Með aðstoð kennara búa nemendur til fjögur samsett orð sem byrja á sund-. Orðin má finna í verkefni 2. Nemendur endurrita svo samsettu orðin. Lausn: sundhetta, sundgleraugu, sundföt og sundlaug.

2) Með aðstoð kennara búa nemendur til fjögur samsett orð sem enda á -sund. Nemendur endurrita svo samsettu orðin. Þau má finna í verkefni 3. Lausn: bringusund, baksund, skriðsund og björgunarsund.

3) Kennari útskýrir sagnorðið að nota og skoðar með nemendum töfluna, og hvernig það breytist með persónufornöfnum. Með aðstoð töflunnar skrifa nemendur fjórar málsgreinar. Þeir velja persónufornafn úr dálki 1, rétta beygingu sagnorðsins úr dálki 2, eitt hugtak úr dálki 3, forsetninguna í úr dálki 4 og enda svo málsgreinina á orðunum sturtu eða sundi eftir því sem við á.

Kennslugöng:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Stafsetning; upplestur eða sóknarskrift.

Markmið, að:
  • þjálfa réttritun
Innlögn:

Kennari les upphátt fimm málsgreinar sem innihalda orð úr fyrri hluta heftisins. Nemendur skrifa svo eitt orð úr málsgreininni í stílabókina sína.
Eða:
Kennari notar þessar fimm málsgreinar sem sóknarskrift. Hann hengir blað með málsgreinunum upp á vegg. Nemendur standa upp og lesa eina málsgrein í einu. Þeir leggja hana og ritun orðanna á minnið, setjast og skrifa málsgreinina í stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 8 – Miðjumat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:

1) Nemendur skrifa heiti hugtaka á línurnar undir myndunum.

2) Nemendur teikna skýringarmynd við hugtökin sundgleraugu, kútur, sundhetta og hárnæring.

3) Nemendur skrifa tvö samsett orð sem byrja á sund- og tvö sem enda á -sund. Í verkefnunum fyrir ofan er í raun búið að gefa upp samsett orð sem byrja á sund-. Kennari metur út frá hópnum hvort nemendur megi nota þau orð aftur eða þurfa að finna önnur samsett orð.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 9 – Lestur

Markmið, að:
  • auka orðaforða tengdum sundi
  • læra sundreglur
  • hlusta og lita eftir fyrirmælum
Innlögn:

1) Kennari les textann með nemendum, útskýrir orðin eftir þörfum og fer aftur yfir fylgiskjalið Orð og myndir 3.
2) Kennari gefur nemendum hlutverk Kamillu og Igors og þeir lesa samtalið upphátt tveir og tveir saman.
3) Nemendur lita myndirnar af Kamillu og Igori eftir fyrirmælum frá kennara:

  • Litaðu sundbolinn grænan.
  • Litaðu sundhettuna fjólubláa.
  • Litaðu sundbuxurnar bleikar.
  • Litaðu vatnið blátt.
  • Litaðu kútinn appelsínugulan.
  • Litaðu öndina gula.
  • Litaðu handklæðið grátt.
  • Litaðu stigann svartan.
  • Gerðu rauðan kross yfir símann.
  • Dragðu rauðan hring í kringum sundreglurnar.
Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Verkefni 10 – Orðavinna

Markmið, að:
  • geta afritað orð
  • festa orðmyndir í minni
  • æfa íslensku málhljóðin
Innlögn:

1) Kennari les yfir og rifjar upp orðin neðst á síðunni með nemendum, jafnvel með aðstoð fylgiskjalsins Orð og myndir 3.

2) Nemendur búa til sína eigin orðasúpu með því að finna stað fyrir hugtökin í listanum. Orðin geta þeir falið ýmist áfram, aftur á bak, upp, niður eða á ská. Þegar nemendur hafa fundið stað fyrir orð haka þeir við það á listanum og fylla svo upp í auða reiti með bókstöfum. Gott að minna nemendur á að nota eingöngu hástafi og vanda skrift og frágang þar sem unnið verður meira með orðasúpurnar í verkefni 3.

3) Kennari tekur verkefnaheftin, leggur þau í bunka, rifjar upp sögnina að draga (sjá Spilahefti) og býður nemendum að draga hefti. Nemendur leysa orðasúpu hvers annars. Hér skiptir máli að biðja nemendur um að draga hring um orð, t.d. með mismunandi trélit, í stað þess að krassa yfir reitina því hver bókstafur gæti verið notaður oftar en einu sinni í þrautinni.

Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Verkefni 11 – Ritun

Markmið, að:
  • læra hugtakið raðtala
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • taka þátt í einföldum samræðum
Innlögn:

1) Nemendur læra hugtakið raðtala. Þeir skrifa raðtölurnar 1.-7. með bókstöfum endurtekið í reitina. Leggja áherslu á að raðtölur enda á punkti.

2) Nemendur raða sundreglum í rétta röð. Sundreglurnar má finna í verkefni 9.

3) Með aðstoð kennara svara nemendur spurningunni Finnst þér gaman í sundi? með heilli málsgrein.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 12 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • rifja upp heiti hluta
  • beita rökhugsun
  • þjálfa lesskilning
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp með nemendum hvað hlutirnir á miðunum heita.

2) Kennari og nemendur lesa saman fullyrðingarnar. Kennari aðstoðar nemendur eftir þörfum, jafnvel með látbragði.

3) Nemendur skrifa númerið sem passar við hverja fullyrðingu í reitina.

Kennslugögn:

Ritföng.

Tjáning, samræður:

  • Hvað setur þú á augun?
  • Með hverju þurrkar þú þér?
  • Hvað notar þú til að þvo hárið?
  • Í hvað klæðir þú þig?
  • Hvað má ekki nota í sundi.

Verkefni 13 – Skilningur

Markmið, að:
  • skilja orðaforða yfir daglegar athafnir í nánasta umhverfi
  • taka þátt í einföldum samræðum
  • vita hvar hverfislaugin er
Innlögn:

1) Kennari leggur inn að gera hring um og að svara með eða nei. Nemendur svara spurningunum með aðstoð kennara. Hér gefst tækifæri til að fá upplýsingar um sundreynslu nemenda.

2) Nemendur draga hring um þær sundaðferðir sem þeir kunna.

3) Kennari fer með nemendum í vettvangsferð, sýnir hvar þeirra hverfissundlaug er og hvað hún heitir. Með þessu móti kynnast nemendur nærumhverfi sínu.

Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Ef farið er í göngu þá er tilvalið að taka ljós- myndir eða teikna myndir af þeim þjónustuskiltum sem á vegi verða. Til dæmis skiltum sem benda á heilsugæslu, bókasafn, íþróttamannvirki og fleira. Vinna má nánar með skiltin og þá þjónustu sem þau standa fyrir í nærumhverfi.

Verkefni 14 – Flokkun

Markmið, að:
  • festa orð sem tengjast sundi í minni
  • læra fyrirmælin að strika yfir
  • geta afritað orð
Innlögn:

1) Verkefnið er blanda af flokkun, ritun og rökhugsun. Kennari leggur inn fyrirmælin að strika yfir. Nemendur strika yfir eitt orð í hverjum kassa sem ekki passar.

2) Nemendur endurrita orðin þrjú, sem eftir standa og tengjast sundi, á línurnar.

3) Kennari dreifir skjölunum Umslag og Minnisspil til nemanda. Spilið er með 16 orðum og myndum úr námsefninu. Gott er að plasta Minnisspilið áður en því er dreift til nemenda. Hver nemandi klippir út sitt spil og umslag, límir umslagið saman og merkir sér. Minnisspilið eiga nemendur. Þeir geta tekið það heim til að spila með forráðamönnum og systkinum, rifja upp innihald verkefnapakkans og byggja brú á milli heimilis og skóla.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjöl:

Verkefni 15 – Málfræði

Markmið, að:
  • kunna hugtakið málsgrein
  • geta skrifað einfaldar málsgreinar
  • muna eftir stórum upphafsstaf og punkti
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp textann í verkefni 9 með nemendum og útskýrir hugtakið málsgrein.

2) Kennari fer yfir að málsgrein byrjar á stórum upphafsstaf og endar á punkti. Hann skoðar með nemendum þau orð sem eru með stórum staf og þau orð sem enda á punkti. Þau gefa vísbendingar um hvernig málsgreinin byrjar og endar.

3) Nemendur skrifa orðin í réttri röð og skrifa málsgreinarnar þannig að þær séu rétt uppbyggðar. Nemendur geta skoðað textann í verkefni 9 sér til aðstoðar.

Lausn:
  1. Kamilla fer í kvennaklefann.
  2. Igor fer í karlaklefann.
  3. Í búningsklefanum eru sundreglur.
  4. Þau fara í sturtu.
  5. Kamilla fer í sundbol.
  6. Igor fer í sundskýlu.
  7. Kamilla kann að synda.
  8. Hún setur á sig sundgleraugu.
  9. Igor þarf að nota kút.
  10. Þeim finnst gaman í sundi.
Kennslugögn:

Ritföng.

Aukaverkefni:

Stafsetning; upplestur eða sóknarskrift.

Markmið, að:
  • þjálfa réttritun
Innlögn:

Kennari les upphátt fimm málsgreinar þar sem orð úr heftinu koma fyrir. Nemendur skrifa svo eitt orð úr málsgreininni í stílabókina sína.
Eða:
Kennari notar þessar fimm málsgreinar sem sóknarskrift. Hann hengir blað með málsgreinunum upp á vegg. Nemendur standa upp og lesa eina málsgrein í einu. Þeir leggja hana og ritun orðanna á minnið, setjast og skrifa málsgreinina í stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 16 – Lokamat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn

1) Nemendur skrifa rétt heiti hluta á línurnar. Hér skiptir meira máli að þau hafi náð tökum á orðaforðanum frekar en réttrituninni. Það er styrkur í að þora að tjá sig þó réttritunin sé ekki komin.

Lausn: 1) bursti, 2) sundbolur, 3) sundgleraugu 4) sundbuxur, 5) sundbolti 6) sundreglur, 7) sturta, 8) handklæði, 9) kútur, 10) sápa, 11) sundhetta, 12) greiða, 13) sjampó, 14) sundpoki, 15) sundföt og 16) bikiní.

2) Gefa má þeim nemendum, sem eru fljótir að ljúka verkefninu, það aukaverkefni að skrifa orðin í stílabók og raða þeim í stafrófsröð. 

3) Ef tími gefst þá þýða nemendur orðin í stílabók yfir á eigin tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng.

Orðabanki

Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, þ.e. gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í heftinu. Þar haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á, og þjálfa betur hin sem út af standa. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankann má nýta með lokamati áður en næsta hefti er tekið fyrir.

Fánaveifur

Með heftinu fylgja 40 Fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnisins, og í fylgiskjalinu Orð og myndir 3. Tilvalið er að hengja veifurnar upp í stofunni meðan á yfirferð námsefnisins stendur.

Útgöngupassi

Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara.

Hugmyndir:
  • Hvað heitir hverfissundlaugin þín?
  • Nefndu eina af sundreglunum sjö.
  • Nefndu eitt orð sem byrjar á sund-.
  • Nefndu eitt orð sem endar á -sund.
  • Þú þurrkar þér með þessu.
  • Þú setur þetta á augun í sundi.
  • Þú þværð hárið með þessu.
  • Þú þvær líkamann með þessu.

Strandaglópar – Kennsluleiðbeiningar

Bókin Strandaglópar! eftir Ævar Þór Benediktsson er falleg og fræðandi yndislestrarbók. Í kennsluleiðbeiningum eru leiðbeiningar með verkefnaheftinu við bókina en einnig hugmyndir um hvernig má nýta hana ennfrekar í kennslustundum, og þá í umræðunni um bókmenntir, lestur, lesskilning og eldfjallaeyjuna Ísland. Tilvalið er að skoða orðaforðann sérstaklega og vinna aukaverkefnin með nemendum í stílabækur. 

Verkefni 1: Bókarannsókn

Markmið, að nemendur:
  • kynnist algengum bókmenntahugtökum
  • þekki heiti algengra bókmenntagreina
  • læri orð og hugtök sem tengjast bókarforminu s.s. blaðsíður, kaflar og efnisyfirlit
Orðaforði: 

Stór upphafsstafur, málsgrein, titill, höfundur, myndhöfundur, sögupersóna, aðalpersóna, aukapersóna, greinarmerki, ritstafir, menningarfjársjóður, bókarkápa, bókarkjölur, bókmenntagrein, bókaflokkur, saurblað, efnisyfirlit, höfundarréttur, …

Innlögn:

1) Nemendur skoða ýmis bókmenntahugtök og svara spurningum með heilum málsgreinum. Í verkefninu eru undirstrikuð orð sem gert er ráð fyrir að svörin hefjist á og lögð er áhersla á að byrja málsgreinar á stórum staf og enda á punkti.

2) Komið er inn á greinarmerki og sérstakir ritstafir kynntir. Nemendur skoða bókina vel og haka í þau tákn sem þau finna. 

3) Nemendur rannsaka sjálft bókarformið og mæla hæð og breidd bókarinnar. Hér er lögð áhersla á orðaforðann og að kynna hugtökin bókarkápa og bókarkjölur. Í framhaldi má skoða fleiri hugtök, sjá aukaverkefni 1. 

4) Kennari útskýrir hugtakið bókmenntagrein, að það nái yfir ákveðið form og innihald bóka. Þannig eru spennusögur ein bókmenntagrein og ástarsögur önnur. Innan bókmenntagreinar geta svo verið bókaflokkar sem eru þá fleiri en ein bók sem fjalla um sama heim eða sögupersónur, t.d. Binna B. Bjarna og Handbók fyrir ofurhetjur. Nemendur skoða nokkrar bókmenntagreinar og haka við þær sem þeim finnst hæfa sögunni Strandaglópar! best.

Umræðupunktar:
  • Hvers vegna er gott að hafa bókarkápuna úr þykkara efni en blaðsíðurnar?
  • Hvaða upplýsingar sjáum við á bókarkápum og bókarkjölum? – Titil bókarinnar, og oft einnig útgefendur og nafn höfunda.
  • Hver er munurinn á bókaflokki og bókmenntagrein? – Bókaflokkur eru nokkrar bækur sem tilheyra sömu seríunni en bókmenntagreinar flokka bækur eftir viðfangsefnum þeirra, t.d. spennusögur, ástarsögur, ævisögur og ljóðabækur.
  • Hver er munurinn á ástarsögu og orðabók?
  • Getur ferðasaga líka verið ljóðabók?
Aukaverkefni:

1) Nemendur skoða fleiri hugtök sem tengjast uppbyggingu bókar og skrifa orðskýringar í stílabók:

  • Blaðsíða – blöð í bókum eru kallaðar blaðsíður, á þeim stendur textinn sem við lesum og þær eru oft númeraðar, sumar blaðsíður eru þó auðar og aðrar hafa engin númer.
  • Saurblað – allra fremsta og aftasta blaðsíðan í bókinni sem er límd við bókbandið sjálft. Í bókinni Strandaglópar! eru þetta bláu síðurnar með vatnsáferðinni.
  • Kreditsíða – Síða með upplýsingum um höfundarrétt, útgáfustað og ár, prentun o.s.frv. 
  • Blaðsíðunúmer – númer sem eru skráð á blaðsíðurnar til að sýna lengd bókarinnar og til að auðvelda uppflettingar. Ekki eru þó allar bækur með blaðsíðutali.
  • Kafli – afmarkaður hluti bókarinnar sem fjallar um ákveðna atburði, oft merktur með númeri og jafnvel ákveðnu kaflaheiti. Bækur geta verið margir kaflar, en stundum eru þeir ekki merktir sérstaklega. Eru kaflar í bókinni Strandaglópar!?
  • Efnisyfirlit – tafla fremst í bók sem sýnir hversu margir kaflar eru í henni og hvað þeir heita. Efnisyfirlit gerir okkur auðveldara með að muna hvar við erum stödd í lestrinum, og einnig auðveldar það okkur að fletta upp ákveðnum köflum og blaðsíðum. Er efnisyfirlit í bókinni Strandaglópar!?

2) Nemendur fara á skólabókasafnið, finna fleiri bækur eftir Ævar Þór Benediktsson og skrá titla þeirra í stílabók. Nemendur skoða hvernig bókum hans er raðað á bókasafninu, hvernig þær eru merktar með kjalmiða og fræðast um hver tilgangur kjalmiðans er. Hvað tákna bókstafarunurnar? – Íslenskum höfundum er raðað í stafrófsröð eftir fornafni (erlendum höfundum eftir eftirnafni) og svo koma upphafsstafirnir í titlum bókanna. Líklega stendur því ÆVA og STR á kjalmiða bókarinnar Strandaglópar! ef hún er til á safninu. Nemendur teikna nokkrar bækur með kjalmiðum í stílabókina. Börnin skrá svo niður fleiri dæmi um kjalmiða á bókum Ævars.

3) Hvaða bækur eru til um eldgos á bókasafninu? Nemendur skrá niður titla bókanna og eftir atvikum höfunda, þýðendur, útgefendur og útgáfuár.

Kennslugögn:
  • Ritföng og litir.
Ítarefni:

Verkefni 2: Matseðillinn

Markmið, að nemendur:
  • rifji upp vandræði Ævars afa hvað nestimálin varðar og skilji hvers vegna hann mátti ekki skilja nein ummerki eftir út í Surtsey
  • þjálfast í ritun og töflugerð (matseðill)
Orðaforði: 

Nesti, matseðill, morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, ómelt fræ, … 

Innlögn:

1) Nemendur rifja upp hvað Ævar afi var lengi úti í Surtsey og hvað þeir félagarnir höfðu lítinn mat meðferðis. Kennari minnir börnin á að Surtsey var á þessum tíma glæný og og að vísindamenn hafi viljað rannsaka hana og fylgjast með hvernig dýr og gróður nema land á nýjum svæðum án allra utanaðkomandi áhrifa.

2) Börnin velta fyrir sér hvernig nesti er gott að taka með í svona ferðalag þegar ekkert má skilja eftir sem getur haft áhrif á það hvernig gróður og dýralíf nemur land á nýrri eyju, sofið er undir berum himni og engar leiðir til að elda eða hita mat öðruvísi en með jarðhita. 

3) Nemendur velta vandamálum Ævars afa fyrir sér, skrifa niður hugmynd að matseðli fyrir tvo daga, þjálfast í ritun og vanda frágang.

Umræðupunktar:
  • Hvers vegna máttu Ævar afi og félagi hans ekki skilja neitt eftir á Surtsey?
  • Hvað myndir þú gera ef þú mættir ekki skilja eftir matarumbúðir eða annað dót á glænýrri eyju?
  • Hvað er átt við með orðunum ómelt fræ og hvaða áhrif geta þau haft á náttúruna?
    • Hvaða dýr hafa með þessum hætti áhrif á gróðurinn? – Fuglar sem borða ber á einum stað og drita þeim svo annars staðar.
  • Hvað myndir þú gera ef þú þyrftir að kúka eða pissa á svona merkilegri eyju?
  • Hvernig nýttu Ævar afi og vinur hans jarðhitann á nóttunni?
  • Hvers vegna var hættulegt fyrir þá að sofna? 
Aukaverkefni:

1) Settu þig í spor Ævars afa og félaga og skrifaðu litla sögu um það hvað þú hefðir gert í þeirra sporum.

2) Búðu til matseðil fyrir alla vikuna þar sem:

  • morgunmaturinn saman stendur af gjöfum náttúrunnar.
  • hádegismaturinn er umbúðalaus.
  • kvöldmatinn má bara elda með jarðhita.

3) Hvað er gott að taka með í eldfjallaleiðangur? Nemendur útbúa farangurslista og skrá í stílabók. Gott er að hafa í huga atriði eins og fatnað, öryggisbúnað og fjarskiptatæki.

Kennslugögn:
  • Ritföng og stílabók.

Verkefni 3: Litir og munstur

Markmið, að nemandi:
  • átti sig á mikilvægi myndmáls í bókmenntum og starfi myndhöfunda
  • skoði liti, form og litasamsetningar í bókinni, og efli orðaforða þeim tengdum
  • vinni með lýsingarorð og þjálfist í að stigbreyta þau
Orðaforði: 

Myndhöfundur, litir, munstur, litaprufur, röndótt, rákótt, köflótt, tíglótt, kringlótt, doppótt, kornótt, litahringur, heitir litir, kaldir litir, …

Innlögn:

1) Nemendur kynnast myndhöfundnum Anne Wilson og skoða sýnishorn af litum og munstrum sem tekin eru víðsvegar úr bókinni. Heimasíða Anne Wilson er litrík og full af skemmtilegum verkum eftir hana sem gaman er að sýna nemendum.

2) Nemendur taka til litina sem nota þarf í verkefnið og skrá heiti þeirra á línurnar.

3) Nemendur endurgera litaprufurnar á verkefnablaðinu í auðu reitina og leita í framhaldi að litaprufunum í bókinni.

Umræðupunktar:
  • Skipta myndir í bókum einhverju máli? Hvernig liti þessi bók út án mynda?
  • Litir eru flokkaðir á margvíslegan hátt og stundum er talað um heita liti og kalda liti, hvað er átt við? – Kaldir litir eru bláleitir og tákna kulda, heitir litir eru rauðleitir og appelsínugulir og tákna hita.
    • Hvernig er hægt að flokka liti á fleiri vegu? – Til dæmis bjartir/dimmir, ljósir/dökkir, skærir/daufir, svarthvítar myndir/litaðar myndir, …
  • Litir lýsa ákveðnum hlutum og gefa okkur betri mynd af þeim og þess vegna flokkast þeir sem lýsingarorð. Nefndu fleiri dæmi um lýsingarorð.
  • Hvað þekkið þið mörg munstur? – Röndótt, rákótt, köflótt, tíglótt, kringlótt, doppótt, kornótt, …
  • Hvers vegna ætli Anne Wilson hafi tekist svona vel að fanga töfra eldfjallaeyjunnar? – Hún er sjálf alin upp á eldfjallaeyju og kynnti sér Ísland vel áður en hún hóf vinnuna.
Aukaverkefni:

1) Skoðaðu heimasíðu Anne Wilson og skráðu 1-2 fleiri verkefni sem hún hefur unnið að. Veldu svo eina blaðsíðu úr bókinni, lestu textann aftur og gerðu þína eigin myndskreytingu.

2) Skiptu blaðsíðu stílabókar í fjóra jafna reiti og hannaðu þín eigin munstur sem tákna árstíðirnar vetur, sumar, vor og haust. 

3) Gerðu þriggja dálka töflu í stílabók með fyrirsögnunum frumstig – miðstig – efsta stig. Skráðu litina sem þú notaðir í verkefninu í töfluna og stigbreyttum lýsingarorðunum.

Kennslugögn:
  • Ritföng, stílabók og litir.
Ítarefni:

Verkefni 4: Eldfjallasúpan

Markmið, að nemandi:
  • kynnist heitum íslenskra eldfjalla og eldstöðva
  • átti sig á hættunni samfara ferðalögum nálægt gossvæðum
  • skoði staðsetningu Surtseyjar og helstu eldstöðva Íslands á landakorti
Orðaforði: 

Eldfjallaeyja, eldstöðvar, eldgos, óskastund, eldfjöll, hraunjaðar, landakort, aska, kvika, mökkur, gosmökkur, eiturgufur, gjóska, hraun, friðlýsing, …

Innlögn:

1) Kennari útskýrir fyrir nemendum að Ísland er eldfjallaeyja með mörgum virkum eldstöðvum og fara þurfi varlega þegar ferðast er um slík svæði því að:

  • hraun getur orðið 1250°C heitt og ætt fram á miklum hraða, hraunslettur skjótast hátt upp og geta lent langt frá gígsopinu.
  • hraunjaðar er nýstorknað hraun sem getur bráðnað strax aftur ef hraunár liggja undir því. Aldrei má ganga út á nýstorknaðan hraunjaðar því hann getur gefið sig snögglega.
  • aska er ský af steinögnum sem hafa molnað úr stærri steinum og bergkvikum þegar eldgos verður. Með ösku geta borist eitruð efni sem er slæmt að anda að sér.
  • gjóska verður til þegar kvika mætir vatni, t.d. við neðanjarðareldgos. Þá tætist hún í örsmáar gosefnisagnir sem kallast gjóska.
  • eiturgufur berast frá eldgosum. Þær geta verið banvænar í miklu magni og erfitt að forðast þær ef vindátt breytist skyndilega.
  • mökkur fylgir eldgosum og verður til þegar heitar gosgufur hita andrúmsloftið. Þá stígur gosmökkurinn upp og í honum má finna bæði gjall og ösku. Hættulegt er fyrir flugvélar að lenda í gosmekki. 

2) Nemendur finna eldfjöllin í orðasúpunni. Þau eru falin ýmist upp, niður, áfram, aftur á bak eða á ská. Gott er að hvetja nemendur til að gera hring um orðin en ekki strika yfir þau því bókstafirnir kunna að vera notaðir oftar en einu sinni. Nemendur haka við orðin um leið og þau finnast. Hér er líka tilvalið að nota mismunandi trélit fyrir hvert eldfjall, alla nema rauðan sem notaður er í lið 3.

3) Kennari útskýrir fyrir nemendum að enn séu falin sex laumuorð í orðasúpunni sem tengist umræðunni í upphafi og gefur börnunum nokkrar mínútur til að leita að þeim. Börnin draga hring um þessi orð með rauðum trélit til aðgreiningar. Orðin eru aska, gjóska, kvika, hraun, eiturgufur og mökkur.

Umræðupunktar:
  • Hvað hafa margir nemendur séð eldgos með berum augum?
  • Hvers vegna er ekki góð hugmynd að fara of nálægt eldgosi?
  • Hvað var svona merkilegt við Surtseyjargosið? – Það byrjaði neðansjávar og gaf vísindamönnum frábært tækifæri til að fylgjast með því hvernig gróður og dýralíf nemur land á nýjum svæðum.
  • Hvar á landinu er Surtsey? – Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og liggur 20 km suðvestur af Heimaey.
  • Er hægt að fara í ferð út í Surtsey í dag? – Eyjan er friðlýst sem þýðir að ferðamenn þurfa sérstakt leyfi til að sækja hana heim.
Aukaverkefni:

1) Nemendur raða eldfjöllunum í stafrófsröð í stílabók.

2) Nemendur skoða kort af Íslandi, finna staðsetningu Surtseyjar og skoða hvar hin eldfjöllin eru. Tilvalið er að prenta kort af Íslandi út fyrir nemendur og leyfa þeim að merkja Surtsey og eldfjöllin inn á og líma svo í stílabók.

3) Nemendur gera orðskýringar í stílabók við hugtökin sex sem leyndust í orðasúpunni. Auk þeirra sem útlistuð eru í innlögninni bætist kvika við sem er bráðið berg í iðrum jarðar og verður að seigfljótandi hrauni þegar hún nær upp á yfirborðið.

Kennslugögn:
  • Ritföng, litir, lím og stílabók.
Ítarefni:

Verkefni 5: Teningaspil

Markmið, að nemandi:
  • fái tækifæri til að vinna hlutbundið með viðfangsefni bókarinnar í gegnum þrauti og leiki
  • skoði texta bókarinnar út frá grunneiningum læsis; bókstöfum og orðum
  • þjálfist í vinnu tengdu stafrófinu
  • læri að lesa úr töflum, reikna heildarstig og tileinka sér stærðfræðihugtök á borð við summa, jafnmargir, flestir, fæstir, …
Orðaforði: 

Strandaglópur, afþreying, eyðieyja, summa, jafnmargir, flestir, fæstir, bókstafur, orð, stig, áskorun, … 

Innlögn:

1) Kennari útskýrir fyrir nemendum að hugtakið strandaglópur er notað yfir fólk sem verður óvart eftir einhvers staðar og að sá möguleiki sé fyrir hendi að því verði ekki bjargað í tæka tíð.

2) Kennari útskýrir hvernig teningaspilið virkar, hver nemandi þarf tvo teninga og eintak af bókinni. Nemendur kasta teningunum, leggja tölurnar saman sem upp koma og finna orð í bókinni sem hefur jafnmarga bókstafi. Orðið skrifa þau á línurnar, lesa úr stafrófstöflunni og reikna stig þess. Dæmi: barn kastar teningum og fær 4 og 3. Summan er 7 og barnið finnur sjöbókstafaorðið Surtsey í bókinni. Það skrifar Surtsey í fyrri dálkinn, leggur saman stigin 1-1-1-2-1-1-1 og skráir í töluna 8 í seinni dálkinn. Ekki má endurtaka sama orð oftar en einu sinni þó sama summa komi upp.

3) Í lokin skoða nemendur gagnasafnið og skrá orðin sem hafa flestu og fæstu stigin. 

Aukaverkefni:

1) Nemendur leita að lengsta orðinu sem þeir finna í bókinni og reikna stig þess.

2) Nemendur setja upp súlurit með skalanum 2-12 (möguleg summa teninganna) og skrá hversu mörg orð komu upp með hverri summu (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12).

3) Nemendur reikna heildarstigafjölda allra orðanna og bera saman við niðurstöður bekkjarfélaganna. Hver er með stigahæsta orðið og hvaða orð er það? Hver er með stigafæsta orðið og hvaða orð er það? Hver er með mesta samanlagða stigafjöldann?

Umræðupunktar:
  • Hvað geta strandaglópar gert til að vekja á sér athygli og auka möguleikann á björgun?
    • Hvað þýðir að vera ekki bjargað í tæka tíð?
  • Hvað er mikilvægt að gera ef manneskja verður strandaglópur einhvers staðar?
  • Hvað þýðir orðatiltækið að dunda sér?
  • Hvað finnst ykkur gaman að dunda ykkur við?
  • Hvað er hægt að lifa lengi á vatns og matar? – Um 3-7 daga án vatns og 40-60 daga án matar.
Kennslugögn:
  • Ritföng, stílabók og teningar.
Ítarefni:

Verkefni 6: Krossgáta

Markmið, að nemendur:
  • þjálfist í ritun og upprifjun á söguþræði
  • fái tækifæri til að læra í gegnum þrautir og leiki
  • þjálfist í að taka stafsetningarpróf og skrifa málsgreinar sem byrja á stórum staf og enda á punkti
  • læri að fallbeygja orð
Orðaforði:

Lárétt, lóðrétt, krossgáta, þyrla, strandaglópur, myndhöfundur, neðansjávareldgos, náttúrufyrirbæri, farartæki, trilla, þyrla, plastflækja, sekúnda, óskastund, titill,  …

Innlögn:

1) Kennari rifjar upp muninn á hugtökunum lárétt og lóðrétt með nemendum og hjálpar þeim að lesa úr vísbendingunum. 

2) Nemendur skrifa svörin á rétta staði í krossgátunni.

Aukaverkefni:

1) Nemendur taka svörin í krossgátunni og:

  • raða þeim í stafrófsröð í stílabók.
  • velja fjögur orð til að fallbeygja.

2) Nemendur nota vísbendingar og lausnir til að skrifa heilar málsgreinar í stílabók, dæmi: 

  • Mikilvægasta sekúnda í heimi kallast óskastund.
  • Afi fann plastflækju í úlpuvasanum.
  • Nafnið á nýju eldfjallaeyjunni er Surtsey.
  • Afi vildi sjá náttúrufyrirbæri sem heitir neðansjávareldgos.
  • Farartækið sem flutti afa heim var þyrla.
  • Síðasta nammið í nestispokanum var súkkulaði.
  • Farartækið sem flutti afa út í eyju var trilla.
  • Titill bókarinnar er Strandaglópar!
  • Ávöxturinn sem kemur við sögu er appelsína.
  • Anne Wilson er myndhöfundur og vinnur við að myndskreyta bækur.

3) Kennari notar ofangreindar málsgreinar sem hlustunar- og stafsetningaræfingu, hann les þær upp og nemendur skrifa niður. Kennari minnir á að byrja málsgreinar alltaf á stórum staf og enda þær á punkti. Kennari skrifar málsgreinarnar svo rétt upp á töflu, nemendur svissa stílabókum og fara yfir hjá hver öðrum.

Umræðupunktar:
  • Hvað þýðir orðatiltækið að koma við sögu? (sjá lið 7 í krossgátu).
  • Hversu marga ávexti þekkja nemendur í bekknum?
  • Hvað segir í bókinni um þjóðsöguna og óskastundina? 
  • Hvaða farartæki þekkja nemendur sem ferðast a) neðansjávar b) ofansjávar, c) neðanjarðar, d) ofanfjarðar e) í lofti f) í geimnum?
  • Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir þrjár óskir?
Kennslugögn:
  • Ritföng og stílabók.

Verkefni 7: Tímaröð

Markmið, að nemandi:
  • læri að raða atburðarás í rétta tímaröð
  • fái tækifæri til að vinna með fjölbreytt og hlutbundin verkefni 
  • fái þjálfun í fínhreyfingum í formi klippiverkefna
  • fái tækifæri til samvinnu og listsköpunar
Orðaforði:

Tími, dagur, sólarhringur, vika, atburðarás, tímaröð, klippa, líma, raða, söguvegur, söguþráður, upphaf, miðja, endir, …

Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu sem er aftast í heftinu og útskýrir fyrir nemendum hugtökin atburðarás og tímaröð

2) Börnin klippa renningana niður og raða í reitina á verkefnablaðinu. Þau lesa textann, rifja upp atburðarásina og raða renningunum í rétta tímaröð.

3) Nemendur staldra við, renna yfir úrlausnina með kennara og endurraða renningum eftir þörfum, áður en þeir eru límdir fastir inn í heftið.

Lausn:

  1. Ævar afi vaknaði dag einn við fréttir af nýju eldgosi.
  2. Eldgosið var risastórt og það var líka neðansjávar.
  3. Ævar afi fékk leyfi til að heimsækja Surtsey ásamt vini sínum.
  4. Vinirnir fengu far út í Surtsey með trillukarli.
  5. Ævar afi tók fullt af fallegum myndum af eldgosinu.
  6. Næsta dag gleymdi trillukarlinn að sækja vinina út í eyjuna.
  7. Þeir þurftu því að sofa undir beru lofti á virkri eldfjallaeyju.
  8. Vinirnir sváfu mjög nálægt glóandi hraunstraumnum.
  9. Fyrri nóttina bráðnuðu gleraugun hans Ævars afa.
  10. Seinni nóttina fóru vinirnir kaldir og svangir að sofa.
  11. Loks hittu félagarnir vísindamann sem bauð þeim heita súpu.
  12. Vísindamaðurinn bauð þeim líka far aftur heim með þyrlu.
Umræðupunktar:
  • Hvers vegna urðu Ævar afi og félagi hans strandaglópar?
  • Hvað varð um trillukarlinn sem ætlaði að sækja þá?
  • Frá hvaða landi var vísindamaðurinn sem fann þá loksins og gaf þeim súpuna?
  • Hvað hefði getað gerst ef vísindamaðurinn hefði ekki fundið Ævar afa og vin hans?
  • Hvernig komust Ævar afi og vinur hans aftur heim?
Aukaverkefni:
  1. Nemendur skrifa útdrátt úr bókinni í stílabók með því að endurrita textann á renningunum sem búið er að yfirfara og líma í rétta tímaröð.
  2. Kennari ljósritar aukablað með renningum og klippir niður. Hann parar nemendur saman í tveggja barna hópa. Hvert par fær svart A4 karton, klessuliti og renning til að myndskreyta. Börnin túlka textann á renningunum með eigin myndlist. Þegar listaverkin eru klár eru textarenningarnir límdir við neðri brún þeirra og að lokum eru listaverk barnanna hengd upp á vegg kennslustofunnar í réttri tímaröð. 
  3. Kennari ræðir við nemendur að sameiginlega bekkjarlistaverkið túlki nokkurs konar söguveg, eða söguþráð bókarinnar og útskýrir hugtakið. Hér er gott tækifæri til að ræða einnig hugtökin upphaf, miðja og endir.   
Kennslugögn:
  • Skæri, lím, ritföng, svart A4 karton, klessulitir og kennaratyggjó.

Verkefni 8: Sögusvið

Markmið, að nemandi
  • læri bókmenntahugtakið sögusvið
  • þjálfist í nafnorðaleit og þjálfist í ritun
Orðaforði:

Sögusvið, staður, nafnorð, sérnafn, samnafn, skammstöfun, eintala, fleirtala, karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn, fallbeyging, …

Innlögn:

1) Kennari útskýrir hugtakið sögusvið, að það sé staður sem saga gerist á, og geti verið allt frá hlýrri og heimilislegri stofu til ógnvekjandi og eldspúandi eldfjallasvæðis. Kennari útskýrir jafnframt að í bókum geti verið fleiri en eitt sögusvið sem sögupersónur ferðast á milli.

2) Nemendur skoða myndina af stofunni hans Ævars afa og skrá niður allt sem þeir sjá. Kennari leggur inn hugtakið nafnorð og útskýrir nánar einkenni þeirra. Innlögnina lagar kennari að aldri og getu nemendahópsins en getur sem dæmi nefnt að:

  • nafnorð er flokkur orða sem notaður er yfir einstaklinga, staði, hugmyndir, atburði o.þ.h. Með yngstu nemendunum hjálpar að greina frá því að ef hægt er að snerta hlutinn flokkast orðið sem nafnorð. 
  • nafnorð finnast í karlkyni (kk.), kvenkyni (kvk.) og hvorugkyni (hk.), dæmi: hann stóll, hún stofa, það teppi.
  • hægt er finna kyn nafnorða með hjálparorðunum minn, mín og mitt, dæmi: stóllinn minn, stofan mín og teppið mitt.
  • nafnorð finnast í eintölu (et.) og fleirtölu (ft.), dæmi: einn stóll/margir stólar, ein stofa/margar stofur, eitt teppi/mörg teppi.
  • nafnorð bæta við sig greini, dæmi: stóll/stólinn, stofa/stofan, teppi/teppið.
  • nafnorð fallbeygjast, dæmi: Hér er stóll, um stól, frá stóli, til stóls.
  • nafnorð flokkast í sérnöfn sem eru t.d. nöfn á fólki og byrja með stórum staf, og samnöfn sem eru hlutir sem ekki fá sérstök nöfn eins og t.d. borð, glas og diskur.
Umræðupunktar:
  • Hvað þýðir orðasambandið að rifja eitthvað upp?
  • Sögusviðið Stofan hans afa er rólegt og afslappað umhverfi en hvað einkennir hitt sögusvið bókarinnar, Hina eldspúandi eldfjallaeyju Surtsey?
  • Hægt er að snerta alla hlutina í stofunni hans afa og því flokkast orðin sem nafnorð. Sum nafnorð tengjast óáþreifanlegum hugtökum en þá getum við þekkt þau á því að þau finnast í et./ft., bæta við sig greini, finnast í kk., kvk. og hk. o.s.frv., nefnið dæmi um nafnorð sem er ekki hægt að snerta: sól (of langt í burtu og of heit), eldur (of heitur), víkingatímabil (liðinn tíð), hugmynd (eitthvað sem gerist i huganum) og gas (ósýnilegt og hættulegt en við getum mögulega fundið einkenni eins og höfuðverk).
  • Hvernig eru nafnorð skammstöfuð? Og hvað er skammstöfun?
  • Nafnorð flokkast í sérnöfn og samnöfn, hver er munurinn? 
Aukaverkefni:

1) Kennari biður nemendur um að rifja upp margvísleg sögusvið sem þau þekkja úr bókum sem þau hafa lesið, kvikmyndum sem þau hafa séð eða sögur sem þau hafa hlustað á. Kennari skráir allar hugmyndir upp á töflu og loks endurrita nemendur gagnasafnið í stílabók undir fyrirsögninni Alls konar sögusvið

2) Nemendur skoða sögusvið líðandi kennslustundar og lýsa því í máli og myndum. Börnin nýta heila opnu stílabókar og teikna skólastofuna sína vinstra megin og lýsa henni í orðum hægra megin. Hvað einkennir sögusviðið? Hvaða sögupersónur eru þar þessa stundina?

3) Nemendur búa til þriggja dálka töflu í stílabók og finna 30 nafnorð í bókinni; 10 karlkyns, 10 kvenkyns og 10 hvorugkyns. Kennari getur eftir aldri og samsetningu nemendahópsins útfært verkefnið ennfrekar og beðið nemendur að bæta við greini, skrá eintölu- og fleirtölumyndir nafnorðanna o.s.frv.

Kennslugögn:
  • Ritföng, litir og stílabók.
Ítarefni:

Verkefni 9: Málfræðisúpan

Markmið, að nemandi:
  • vinni með orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð
  • þjálfist í orðaleit og ritun
  • fái tækifæri til að læra í gegnum þrauti og leiki
  • læri að nýta yndislestrarbækur sem námsgögn í málfræði
Orðaforði:

Orðflokkur, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, upp, niður, áfram, aftur á bak, á ská, bókstafir, hástafir, lástafir, … 

Innlögn:

1) Kennari rifjar upp orðflokkana nafnorð og lýsingarorð, og segir nemendum frá einkenni sagnorða, að þau segi frá athöfnum okkar, hvað við erum að gera hverju sinni, dæmi: að lesa, að skrifa, að hoppa, að borða, að leika, að lita, að reikna, …

2) Nemendur skoða bókina Strandaglópar!, finna fjögur orð úr hverjum orðflokki og skrifa á línurnar. Gott er að biðja börnin um að nota hástafi í verkefninu ef ske kynni að þau velji sérnöfn eða orð sem standa fremst í málsgrein. 

3) Næst raða nemendur orðasafninu inn í orðasúpuna, og halda áfram að vinna með hástafi eingöngu. Þegar búið er að koma orðunum 12 fyrir fylla börnin upp í alla auða reiti með bókstöfum.  

Aukaverkefni:

1) Kennari biður nemendur um að skrifa nafnorðin fjögur í verkefninu á jafnmarga miða og setja í box. Hann velur blaðsíðu af handahófi úr bókinni Strandaglópar! og les fyrir bekkinn nema núna sleppir hann öllum nafnorðum (sérnöfnum og samnöfnum) úr upplestrinum, staldrar við og dregur þess í stað miða úr boxinu. Hann les þetta nýja orð í stað nafnorðsins sem stendur í textanum. Hvernig virkar sagan núna? Breytist hún eitthvað? 

2) Nemendur nota öll 12 orðin sem þau skrifuðu á verkefnablaðið og búa til fjórar málsgreinar sem innihalda eitt orð úr hverjum dálki. Málsgreinarnar samanstanda því af tilviljanakenndum orðum (nafnorði, sagnorði og lýsingarorði) sem geta orðið að skemmtilegum bullsetningum sem gaman er að leyfa börnunum að lesa upp fyrir hvert annað í lokin.

3) Kennari leggur fyrir sagnorðakeppni þar sem nemendur vinna saman í 2-3 barna hópum. Börnin fletta bókinni Strandaglópar! og keppast við að finna eins mörg sagnorð í textanum og þau geta. Í lokin tekur kennarinn sagnorðasafnið saman og skrifar upp á töflu, telur þau og sker út um hvaða hópur sigrar keppnina.

Umræðupunktar:
  • Hvaða dæmi um nafnorð er hægt að finna í skólastofunni?
  • Hvaða dæmi um lýsingarorð er hægt að finna í skólastofunni?
  • Hvernig mynduð þið lýsa umsjónarkennaranum ykkar? 
  • Hvernig gæti umsjónarkennarinn lýst ykkur sem nemendahópi?
  • Hvaða dæmi um sagnorð er hægt að finna í skólastarfinu, t.d. í íþróttum og sundi? Eða í heimilsfræði? Tónmenntastofunni?
Kennslugögn:
  • Ritföng og stílabók.
Ítarefni:

Verkefni 10: Tröllin í fjöllunum

Markmið, að nemandi:
  • kynnist aðferðum myndhöfundar við skreytingu bókar
  • geri sér grein fyrir mikilvægi mynda þegar kemur að lestrarupplifun 
  • fái tækifæri til að læra með listsköpun
Orðaforði:

Að heiðra, tröll, þjóðsaga, landslag, að hanna, sögupersóna, sögusvið, persónusköpun, innblástur, …

Innlögn:

1) Kennari rifjar upp með nemendum að Surtsey fékk nafnið sitt frá eldjötninum Surti í norrænni goðafræði. Í Ragnarökum, heimsendi goðanna, ríður Surtur um jörðina og brennir hana með glóandi sverði. Kennari bendir nemendum á að ýmis tröll og verur sé líka að finna í íslenskum þjóðsögum sbr. Grýlu og Leppalúða, og að þjóðsögur hafi verið innblástur fyrir Anne Wilson þegar hún myndskreytti bókina. Nemendur skoða myndir af fimm tröllum sem leynast hér og þar í lesbókinni. Um leið og börnin finna tröllin haka þau við litlu reitina. 

2) Börnin hanna sína eigin tröllaveru og teikna hana í umhverfinu sínu. Hér gefst gott tækifæri til að kynna hugtakið persónusköpun og rifja upp hugtökin sögupersóna og sögusvið, en einnig aðra þætti sem einkenna útlit og skap sögupersóna: Er tröllaveran góð/vond? Hvernig er hún útlits? Hvernig er innræti hennar? Hver eru áhugamál hennar? Hvernig lifir hún? Hvar lifir hún? Á hverju lifir hún?

3) Nemendur svara spurningunum neðst á verkefnablaðinu með heillri málsgrein og hefja þær á undirstrikuðu orðunum, dæmi: 

  • Tröllaveran mín heitir …
  • Hún á heima … 
  • Surtur var … 
Umræðupunktar:
  • Hvers vegna ætli Surtsey hafi verið skírð í höfuðið á eldjötni?
  • Hvaða fleiri orð eigum við yfir tröll og jötna? -Bergrisar, risar, rumar, þursar, …
  • Hvaða fleiri vættir þekkja nemendur? -Drauga, huldufólk, dverga, álfa, dreka, … 
  • Í skjaldarmerki Íslands eru landvættir sem vernda það, hvaða verur eru þetta? -Bergrisi sem verndar Suðurlandið, Griðungur (gríðarstórt naut) sem verndar Vestfirði, Gammur (stór og mikill fugl) sem verndar Norðurland og Dreki sem verndar Austurland.
  • Hversu margir hafa heyrt þjóðsöguna af því þegar landvættirnir flæmdu í burtu galdramann í hvalslíki sem ætlaði að reyna að komast í land og njósna um Íslendinga? 
Aukaverkefni:

1) Kennari les landvættasöguna fyrir nemendur. Hana má finna í Heimskringlu, í Ólafs sögu Tryggvasonar og í einfaldari útgáfu á netinu, sjá ítarefni. 

2) Skjaldarmerki er merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Surtsey er friðuð og þangað má ekki ferðast nema með leyfi. Það er gert til að vernda plöntur og dýraríki sem þar er að finna. Ef Surtsey ætti skjaldarmerki, hvernig liti það út? Nemendur hanna sína útgáfu af skjaldarmerki fyrir náttúrulífið í Surtsey og hengja listaverkin upp í stofunni.

3) Til eru umferðarmerki (viðvörunarmerki) sem vara við umferð nautgripa, hesta, kinda og jafnvel hreindýra. Sum merki gefa til kynna fuglavarp. Hvernig liti umferðarmerki út sem varar við umferð trölla? Nemendur hanna í stílabók.

Kennslugögn:
  • Ritföng, litir og stílabók.
Ítarefni:

Verkefni 11: Hvað veistu um neðansjávareldgos?

Markmið, að nemandi:
  • kynnist hugtökum sem tengjast eldsumbrotum, bæði ofan- og neðansjávar
  • geti beitt rökhugsun við úrlausn verkefna
  • þjálfist í ritun og yfirfærslu upplýsinga (skrá á línurnar)
Orðaforði:

Neðansjávareldgos, eldstöð, gjóska, kvika, storknun, gosrás, bergeitill, hraun, aska, kvikuþró, jarðlög, eldgígur, vatnsgufa, …

Innlögn:

1) Kennari útskýrir að neðansjávareldgos eigi sér stað í sjó og að mörg eldgos nái ekki upp á yfirborðið, en geri þau það verður til landsvæði sem nefnist eyja (land umhverfis sjó á allar hliðar). Oft brýtur sjórinn nýja landið niður og það hverfur aftur en í sumum tilfellum stendur eldgos svo lengi yfir, og er svo stórt, að til verður ný eyja eins og í neðansjávareldgosinu sem skóp Surtsey. Kennari útskýrir einnig að vegna hitans sem fylgir neðansjávareldgosum stígur mikil vatnsgufa upp af svæðinu og hitinn í sjónum getur hækkað. Þannig urðu einmitt skipverjar á bátnum Ísleifi II fyrst varir við að neðansjávargos væri hafið þegar Surtsey varð til.

2) Nemendur skoða skýringarmynd af neðansjávareldgosi. Á henni eru númeraðar línur sem benda á ýmis náttúrufyrirbæri tengd eldgosum neðansjávar. Skýringartextinn er í þyngri kantinum og mikið af hugtökum. Kennari les textann með nemendum og aðstoðar þá við að tengja málsgreinarnar rétt saman. Lausn: 1: vatnsgufa, 2: aska, 3: eldgígur, 4: Norður-Atlandshaf, 5: hrauni og ösku, 6: jarðlög, 7: gosrás, 8: kvikuþró og 9: bergeitill. 

3) Nemendur flytja upplýsingar úr tengiverkefninu yfir á skýringarmyndina fyrir ofan, og skrifa rétt hugtök á línurnar.

Umræðupunktar:
  • Hvað er að gerast á myndinni? – Neðansjávareldgos er að hefjast, þ.e. gos sem byrjar á hafsbotni en ekki uppi á landi.
  • Hvers vegna verða eldgos yfir höfuð? – Jörðin er heit og kröftug pláneta og mestur hitinn er í kjarnanum, miðjunni. Þegar hitinn verður of mikill leitast jörðin við að kæla sig. Þá færast efnin til neðanjarðar og heitur vökvi, kvika, þrengir sér upp á yfirborðið. Þetta gerist hratt og við sjáum fallegt eldgos verða til. Í kvikunni er hraun og aska en líka lofttegundir sem hafa myndað andrúmsloft jarðar svo án eldgosa hefði ekki kviknað líf á plánetunni okkar. Eldgos eru því ein leið jarðarinnar til að kæla sig líkt og íþróttafólk svitnar til að ná aftur réttum líkamshita. (Heimild: Vísindavefurinn: Hvað er eldgos?)
  • Á myndinni er mikil gufa, hvers vegna myndast hún? – Þegar sjóðandi heit kvika frá eldgosi kemst í snertingu við sjó breytist vatnið úr fljótandi formi í gufu líkt og þegar við sjóðum vatn í potti.
  • Sést á myndinni hversu djúpt er niður á hafsbotninn þar sem Surtseyjargosið hófst? – Nei, sjávardýpið var 130 m á svæðinu þar sem eldumbrotin urðu. Það er svipað langt og 1/3 úr hlaupabrautinni umhverfis fótboltavöllinn í Laugardalnum eða næstum því tvær Hallgrímskirkjur.
  • Sést á myndinni hversu stór Surtsey er í dag? – Nei, Surtsey varð í fyrstu mun stærri en svo sökk hluti hennar aftur í sæ og í dag er eyjan 2,5 km í þvermál.
Aukaverkefni:

1) Nemendur teikna sína eigin skýringarmynd af neðansjávareldgosi í stílabók.

Verkefni 12: Hvað veistu um Surtsey?

Markmið, að nemandi
  • fái tækifæri til að læra i gegnum þrauti og leiki
  • þjálfist í að lesa úr töflum
  • fræðist meira um Surtseyjargosið
Innlögn:

1) Nemendur skoða dulmálslykil þar sem hver tölustafur vísar til bókstafs í stafrófinu. Börnin skoða talnarunurnar og finna bókstafina í töflunni. Lausnarorðin skrifa þau á línurnar. Kennari minnir á stóran upphafsstaf í upphafi málsgreina og að enda þær á punkti.

2) Nemendur leysa dulmálið með blýanti en fjórar talnarunur eru rauðlitaðar og þau orð skrifa börnin með rauðum trélit. Lausn: 

  1. Surtsey varð til á sögulegum tíma.
  2. Gosið hófst árið 1963 og lauk 1967.
  3. Það gaus í þrjú og hálft ár.
  4. Vísindafólk rannsakar eyjuna og hvaða dýr og jurtir nema þar land.
  5. Surtsey var friðlýst árið 1965 og ekki má fara þangað án leyfis.
  6. En hvar á landinu er Surtsey?
  7. Og hvað þýða rauðlituðu orðin?

3) Kennari og nemendur svara síðustu tveimur spurningunum í sameiningu.

Lausn:

  • Surtsey er 20 kílómetra suðvestur af Heimaey úti fyrir Suðurlandi. 
  • Rauðlituðu orðin:
    1. Mannkynssögu er skipt í sögulegan tíma og forsögulegan tíma. Sögulegur tími er sá tími mannkynssögunnar sem til eru ritaðar heimildir um. 
    2. Að nema land þýðir að hefja búskap á nýju landi, flytja þangað fyrstur manna (eða í þessu tilfelli dýra eða blóma).
    3. að vera friðlýst þýðir að landsvæðið er verndað því vísindafólk er að rannsaka það.
Umræðupunktar:
  • Hvað eru mörg ár síðan að Surtseyjargosið hófst?
  • Hversu lengi stóð gosið?
  • Hvað þýðir að Surtsey hafi gosið á sögulegum tíma?
  • Hvað eru vísindamenn meðal annars að rannsaka á eyjunni?
  • Hvað þýðir það að Surtsey sé friðlýst eyja?

Verkefni 13: Námsmat

Markmið, að nemandi:
  • rifji upp innihald bókarinnar Strandaglópar!
  • þjálfist í að svara fjölvalsspurningum
  • fái tækifæri til að sýna fram á kunnáttu sína og lesskilning
Innlögn:

1) Nemendur lesa 10 spurningar og þrjá svarmöguleika þeirra vel. Aðeins eitt svar er rétt við hverri spurningu. Kennari getur nýtt verkefnablaðið sem námsmat eftir yfirferð bókarinnar. 

Lausn:

  • Hvenær gerist sagan? – Eftir miðja síðustu öld.
  • Um hverja fjallar sagan? – Ævar afa og félaga hans.
  • Hvert er sögusviðið? – Eyjan Surtsey úti fyrir Suðurlandi.
  • Í þjóðsögu segir að óskastund sé… – Ein sekúnda stútfull af göldrum.
  • Nýja eldfjallaeyjan var nefnd eftir: – Eldjötninum Surti úr goðafræðinni.
  • Ævar afi hafði eina reglu á eldfjallinu: – Færa sig ef stígvélin fara að bráðna.
  • Hver var dularfulli súpumaðurinn? – Bandarískur vísindamaður.
  • Hvað kom fyrir gleraugun hans afa? – Þau bráðnuðu í vasanum hans.
  • Afi varð matarlaus af því að hann: – Gleymdist sjálfur á eyðieyju.
  • Hvaða smáatrið í bókinni var ósatt? – Auðvitað liturinn á stígvélunum.
  • Hvernig komst Ævar afi aftur heim? – Hann fékk far með þyrlu.
  • Hvað þurfa strandaglópar á eyðieyjum? – Allt ofangreint.

Skólinn – kennsluleiðbeiningar

Smelltu á bláa kassann til að sækja kennsluleiðbeiningarnar á PDF formi.

 

Þetta reddast! Skólinn kennsluleiðbeiningar

Verkefni 1 – Lestur

Markmið, að:
  • læra orð tengdum list- og verkgreinum
  • æfa íslensku málhljóðin
  • þjálfa lesskilning
Innlögn:

1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 1 sem inniheldur sama orðabanka og Fánaveifurnar. Hann les textann með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðalistanum.

2) Nemendur teikna eftirfarandi áhöld og verkfæri inn í reitina og hafa fylgiskjalið Orð og myndir 1 til hliðsjónar:

  • Smíði: hamar, sandpappír, nagli, borvél.
  • Textílmennt: saumavél, nál, prjónar, tvinni.
  • Heimilisfræði: bakaraofn, örbylgjuofn, hrærivél.
  • Myndmennt: tússlitir, málning, trélitir. Feitletruðu orðin vinna nemendur meira með í næstu verkefnum.

3) Með aðstoð kennara skrifa nemendur tvö sagnorð sem eiga við hverja mynd. Lausn:

  • Smíði: að kenna, að smíða.
  • Textílmennt: að sauma, að prjóna.
  • Heimilisfræði: að baka, að elda.
  • Myndmennt: að teikna, að mála.
Kennslugögn:

Ritföng, litir og stílabók.

Tjáning, samræður:

Út frá textanum um Jakub er góð þjálfun að spyrja nemendur um aldur, æfa þá í að spyrja aðra um aldur og svara hvað þeir eru gamlir.

Fylgiskjal:

Verkefni 2 – Orðavinna

Markmið, að:
  • geta afritað orð
  • festa orðmyndir í minni
  • æfa íslensku málhljóðin
Innlögn:

1) Nemendur skrá feitletruðu orðin í verk- efni 1 á auðu línurnar.

2) Nemendur leita að orðunum í orðasúpunni. Þau eru rituð ýmist áfram, afturábak, upp, niður eða á ská. Gott er að draga hring í kringum orðin í stað þess að lita yfir þau því sumir bókstafir eru nýttir oftar en einu sinni. Nemendur haka svo við orðin um leið og þau eru fundin. Búið er að gefa upp orðin blýantur og vatnslitir þar sem þau eru ekki í nefnifalli í verkefni 1.

3) Nemendur þýða orðin á línunum yfir á eigið tungumál í stílabók.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 3 – Ritun

Markmið, að:
  • skilja fyrirmælin að svara með heilli málsgrein
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • nemendur geti með stuðningi tjáð hvað þeim finnst gaman að gera
Innlögn:

1) Nemendur lesa málsgreinarnar. Þeir fylla svo í orðin sem vantar. Að lokum skrifa þeir alla málsgreinina.

2) Nemendur svara spurningunum með heilli málsgrein. Hér er gott að leggja inn fyrirmælin að svara með heilli málsgrein.

3) Kennari les spurninguna Hvað finnst Alexander gaman að gera? og nemendur svara með aðstoð kennara. Kennari skrifar lokasvar nemenda á töfluna. Nemendur skrifa svarið á línurnar.

Tjáning, samræður:

Kennari spyr nemendur hvað þeim finnst gaman að gera, og aðstoðar þá við að orða svörin. Hér gefst nemendum gott tækifæri til að taka taka þátt í einföldum samræðum.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 4 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • skrifa orð með aðstoð mynda
  • læra íslenska stafrófið
Innlögn:

1) Nemendur skoða litlu myndirnar og rifja upp hvað hlutirnir heita. Kennari aðstoðar eftir þörfum.

2) Nemendur skoða fjölda bókstafa í hverju orði og skrifa þau í reitina við rétta mynd.

3) Nemendur skrifa orðin í stafrófsröð í stílabókina sína, og þjálfa í leiðinni íslenska stafrófið.

Kennslugögn:

Ritföng.

Fylgiskjal:
Ítarefni:

Verkefni 5 – Skilningur

Markmið, að:
  • þjálfa lesskilning
  • þekkja heiti lita
  • skilja leiðbeiningar
Innlögn:

1) Kennari rifjar upp með nemendum persónurnar fjórar í verkefni 1. Nemendur rita rétt nöfn undir myndirnar.

2) Nemendur lesa spurningarnar og krossa við já eða nei, eftir því sem við á.

3) Nemendur lita myndirnar eftir fyrirmælum kennara:

  • Anna er með brúnt hár.
  • Sloppurinn hennar er blár.
  • Tommustokkurinn er fjólublár.
  • Peysan hans Alexanders er gul.
  • Garnið hans Alexanders er rautt.
  • Svuntan hennar Söndru er bleik.
  • Kokkahúfan hennar Söndru er líka bleik.
  • Peysan hans Jakubs er grá og appelsínugul.
Kennslugögn:

Ritföng og litir.

Tjáning, samræður:

Kennari spyr nemendur: Hver er uppáhaldsnámsgreinin þín? Hér gefst tækifæri til að leggja inn og útskýra orðið uppáhalds. Nemendur læra að segja hvaða námsgrein er í uppáhaldi hjá þeim. Það má nýta tækifærið og spyrja líka um uppáhaldslit.

Verkefni 6 – Flokkun

Markmið, að:
  • festa heiti list- og verkgreina í minni
  • læra orð sem tengjast áhöldum og verkfærum
  • læra íslenska stafrófið
Innlögn:

1) Skoða orðin í Orðabankanum og rifja upp hvað þau þýða með aðstoð fylgiskjalsins Orð og myndir 1.

2) Skrá orðin undir rétta list- og verkgrein eftir því hvort þau tilheyra heimilisfræði, textílmennt, smíðum eða myndmennt.

3) Nemendur skrifa orðin í Orðabankanum í stafrófsröð í stílabók, og þýða yfir á sitt tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 7 – Málfræði

Markmið, að:
  • kynnast nafnorðum og sagnorðum
  • þekkja fyrirmælin að tengja saman
  • geta lýst athöfnum og tjáð með látbragði
Innlögn:

1) Nemendur skoða sagnorðin með aðstoð kennara, og tengja við rétt nafnorð vinstra megin á síðunni. Sum sagnorð tengjast fleiri en einu nafnorði.

2) Nemendur skrifa sagnorðin í stílabók og þýða yfir á eigið tungumál.

3) Það er upplagt að enda verkefnið á sagnorðaleik. Nemendur skiptast á að velja eitt sagnorð úr verkefni 7 og leika, hinir giska á sagnorðið.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Ítarefni:

Verkefni 8 – Miðjumat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:

1) Nemendur skoða myndir og draga hring um rétt orð.

2) Nemendur lesa sagnorðin og draga hring um þá list- og verkgrein sem við á.

3) Nemendur skrifa sagnorðin í stílabók og teikna skýringamyndir við sem sýna fram á skilning sagnanna.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 9 – Lestur

Markmið, að:
  • auka orðaforða tengdum stundatöflu og matseðli
  • þekkja heiti vikudaga
  • taka þátt í einföldum samræðum
Innlögn:

1) Kennari les textann með nemendum og útskýrir orðin eftir þörfum. Nemendur skoða matseðilinn og svara spurningunni Hvað er í morgunmat?

2) Kennari leggur inn vikudagana sem eru feitletraðir og grænir til aðgreiningar frá öðrum feitletruðum hugtökum í lestexta. Nemendur fylla í sína eigin stundatöflu og tengja við þær list- og verkgreinar sem þeir eru í. Hér er tækifæri til að leggja inn fagorð eins og stærðfræði, íslenska, náttúrufræði, samfélagsfræði o.fl. Stærri útgáfa af stundatöflu er í fylgiskjölum.

3) Nemendur endurrita heiti vikudaga í stílabók og þýða yfir á eigið tungumál.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Tjáning, samræður:

Þegar búið er að fylla inn í stundatöfluna spyr kennari spurninga sem nemendur þjálfast í að svara. Dæmi:

  • Hvaða daga ert þú í smíði?
  • Hvaða daga ert þú í íþróttum?
  • Hvaða daga ert þú í heimilisfræði?
Fylgiskjal:

Verkefni 10 – Þraut

Markmið, að:
  • afrita orð
  • skrifa einfaldar málsgreinar
Innlögn:

1) Nemendur skoða textann í verkefni 9 og skrifa orðin sem vantar á línurnar.

2) Orðin á línunum fylla nemendur svo á rétta staði í krossgátunni.

3) Nemendur endurrita loks málsgreinarnar í stílabók.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 11 – Ritun

Markmið, að:
  • skrifa einfaldar málsgreinar
  • sýna fram á orðskilning í formi teikninga
  • læra íslenska stafrófið
Innlögn:

1) Nemendur skoða myndir af Kamillu og Igor, og hlutum á borðunum þeirra.

2) Nemendur skrifa stuttar málsgreinar um hlutina. Orðin yfir þá eru í Orðabankanum og á Fánaveifunum. Átta orð standa út af. Nemendur finna þau, teikna myndir af þeim í reitina, lita og skrifa heitin undir. Þau eru: bók, skæri, hamar, reglustika, örbylgjuofn, hrærivél, desilítramál og nál.

3) Nemendur endurrita öll orðin í í stafrófs- röð í stílabók, og þýða yfir á eigið tungumál. Sum hafa þeir glósað áður, og því góð upprifjun og endurtekning.

Kennslugögn:

Ritföng, litir og stílabók.

Fylgiskjal:

Verkefni 12 – Rökhugsun

Markmið, að:
  • beita rökhugsun
  • geta, með stuðningi, tekið þátt í samræðum
Innlögn:

1) Nemendur skoða fjögur orð sem standa saman í línu. Eitt passar ekki við hin þrjú. Nemendur finna út hvaða orð það er og draga hring um það. Hér er gott að leggja inn fyrirmælin að draga hring um.

2) Með aðstoð kennara rökstyðja nemendur hvers vegna orðið sker sig úr. Hér reynir á tjáningu, hugsun og ritun.

3) Nemendur koma með tillögur að fleiri verkefnum og skrifa í stílabók. Æfinguna má einnig leggja fyrir sem hópverkefni þar sem nemendur hjálpast að við að finna fjögur orð þar sem eitt passar ekki. Hver hópur leggur svo sína orðarunu fyrir skólafélaga sem finna orðið og rökstyðja valið.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Verkefni 13 – Skilningur

Markmið, að:
  • festa í minni orðin stundatafla og matseðill, og orð þeim tengdum
  • þekkja heiti vikudaga í þágufalli
  • kynnast nafnorðum
Innlögn:

1) Kennari leggur inn fyrirmælin satt eða ósatt. Nemendur skoða myndir af stundatöflu og matseðli, lesa fullyrðingarnar og merkja við satt eða ósatt.

2) Í fullyrðingunum eru nokkur vikuheiti í þágufalli. Nemendur finna þau og draga hring utan um.

3) Nemendur gera rautt strik undir nafnorð í fullyrðingunum. Þau eru 18: stundatafla, námsgreinar, dag, kjúklingur, matinn, nemendur, frímínútur, matseðil, matsalnum, matur, þriðjudögum, smíði, fimmtudögum, myndmennt, morgun, súpa, morgnana og hafragrautur. Fyrir lengra komna má setja upp tvo dálka í stílabók. Skrifa nafnorðin eins og þau koma fyrir í fullyrðingunum í fyrri dálkinn, og með aðstoð kennara skrifa nafnorðin í nefnifalli í seinni dálkinn.

Kennslugögn:

Ritföng, rauður trélitur og stílabók.

Verkefni 14 – Flokkun

Markmið, að:
  • festa heiti vikudaga, námsgreina og fleiri skólaorða í minni
  • þjálfa hugtökin í gær, í dag og á morgun
Innlögn:

1) Nemendur rifja upp orðin í Orðabanka með aðstoð kennara.

2) Nemendur flokka orðin eftir því hvort þau tilheyri vikudögum, námsgreinum eða öðrum skólaorðaforða.

3) Nemendur rifja upp vikudagana og þjálfa hugtökin í gær, í dag og á morgun með því að skrifa réttan dag á undan og á eftir deginum í miðjureitnum.

Kennslugögn:

Ritföng.

Verkefni 15 – Málfræði

Markmið, að:
  • þjálfa eintölu og fleirtölu
  • læra persónufornöfn
Innlögn:

1) Orðin í Orðabankanum eru bæði í eintölu og fleirtölu. Nemendur skrá þau í réttan dálk í töflunni með aðstoð kennara.

2) Kennari og nemendur velja saman orð úr töflunni og skrifa tvær málsgreinar í stílabók, eina í eintölu og aðra í fleirtölu. Dæmi:

  • Elín er kennari. Elín og Unnur eru kennarar.
  • Á borðinu er blýantur. Á borðinu eru tveir blýantar.
  • Íþrótt er námsgrein. Íþrótt og smíði eru námsgreinar.
  • Blár er fallegur litur. Blár og rauður eru fallegir litir.

3) Kennari fer yfir töflurnar með persónufornöfnunum og framburð þeirra. Nemendur búa til sams konar töflur í stílabók og skrá persónufornöfnin. Gott er að hvetja þá til að læra persónufornöfnin utan að.

Kennslugögn:

Ritföng og stílabók.

Aukaverkefni:

Upplestur eða sóknarskrift.

Markmið, að:
  • þjálfa réttritun

Kennari les upp fimm málsgreinar sem innihalda orð úr heftinu. Nemendur skrifa eitt orð úr málsgreininni í stílabókina sína.

Eða:

Kennari notar málsgreinarnar sem sóknarskrift. Blað með þeim er hengt upp á töflu. Nemendur fara upp að töflu og lesa eina málsgrein í einu. Þeir leggja hana og ritun orðanna á minnið, setjast og skrifa málsgreinina í stílabók.

Þetta reddast! - 1) Skólinn

Fylgiskjal:

Verkefni 16 – Lokamat

Markmið, að:
  • gefa nemendum tækifæri til sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
  • veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn:

1) Nemendur skrifa rétt orð við myndirnar.

2) Nemendur skrá persónufornöfnin sem vantar í töfluna, ýmist í eintölu eða fleirtölu.

3) Nemendur skrá fleirtölumyndir orðanna nemandi, kennari, námsgrein og kennslustund.

4) Nemendur skrifa vikudagana.

Kennslugögn:

Ritföng.

Orðabanki

Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, þ.e. gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í heftinu. Þar haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á, og þjálfa betur hin sem út af standa. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankann má nýta með lokamati áður en næsta hefti er tekið fyrir.

Fánaveifur

Með heftinu fylgja 40 fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnisins, og í fylgiskjalinu Orð og myndir 1. Tilvalið er að hengja fánaveifurnar upp í stofunni meðan á yfirferð námsefnisins stendur.

Útgöngupassi

Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara. Hugmyndir:

  • Kennari velur sagnorð á bls. 7. Nemandi segir hvaða list- og verkgrein sagnorðið tengist: Kennari: – Að syngja. Nemandi: – Tónmennt.
  • Kennari velur nafnorð á bls. 7. Nemandi segir sagnorð sem tengist nafnorðinu: Kennari: – Smíði. Nemandi: – Að smíða.
  • Kennari bendir á mynd á forsíðu heftisins og nemendur segja hvað er á myndinni.