„Mér finnst gott að hlusta. Ég hef lært heilmikið á því að hlusta vandlega. Flest fólk hlustar aldrei.“
- Ernest Hemingway -
Mikilvægt er að ná góðum tökum á efni sem lesið er, en það er ekki síður mikilvægt að kunna að hlusta. Virk hlustun er eitthvað sem margir kennarar eru sammála um að mætti þjálfa betur.
Þetta verkefnasafn er liður í því að efla hlustun, áhorf, skilning, einbeitingu og úthald nemenda, og viðfangsefnin eru valin með hliðsjón af áhugasviðum þeirra sjálfra.
Ævar vísindamaður er öllum kunnur og hér má nálgast fjölbreytt námsefni við þættina hans.
Í desember er gaman að brjóta kennsluna svolítið upp og hlusta á eina sögu á dag til hjóla.
Leikhópurinn Lotta kann að skemmta börnunum og hér má nálgast verkefni við leikritin þeirra.
Vantar þig skemmtileg verkefni í hlustun og skilningi fyrir börn á miðstigi? Tékkaðu á þessu!
Með Disneybókunum fylgir upplestur á geisladiski en einnig skemmtilegt verkefnasafn!
Söguna af bláa hnettinum þekkja allir og hana má einnig nálgast á hljóðbókaformi.
Hjá Minjasafni Austurlands má hlusta á þjóðsögusafn Sigfúsar Sigfússonar og vinna verkefni við.
Á Youtube má finna margvíslegan upplestur og hér eru nokkrar sem Magnús Jónsson hefur lesið upp í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Sögurnar eru passlega langar fyrir nestistímana.
„Góð samningatækni felur í sér góða hlustunartækni. Því meira sem þú hlustar því meira lærir þú. Því minna sem þú talar þeim mun ólíklegra er að þú veikir stöðu þína.“
- Óþekktur höfundur -
Áhugaverðir tenglar
María og Dagur útskýra einhverfu.
Napo karlinn kennir þér allt um vinnuvernd.
Álfur og Embla vekja athygli á réttindi barna.
Frábær vefur með fullt af fræðandi efni.
Litlar fjölbreyttar fagbækur á Norðurlandamálunum.
Flott hljóðbókarsíða með nýtt efni í hverri viku.
Hljóðbókasafn Íslands, mikið magn af margvíslegu efni.