Ævar vísindamaður er öllum landsmönnum kunnur enda gefið út frábærar bækur og sjónvarpsþætti. Á KrakkaRÚV má finna geysimargt efni með honum og 4. þáttaröðin hefur göngu sína 1. febrúar 2017. Að vanda verður fjölbreytt efni í boði og nú bætist einnig við námsefni sem kennarar geta sótt FRÍTT og lagt fyrir nemendur.
Með hverjum sjónvarpsþætti fylgir 4 síðna verkefnapakki til fjölföldunar, ásamt kennsluleiðbeiningum. Einnig er hægt að sækja forsíðu á heildarpakkann og prenta út skemmtilega miða, sem nemendur klippa út og líma í viðeigandi reit þegar þeir hafa lokið verkefnapakkanum.
Allt efni má sækja af heimasíðu Ævars vísindamanns hjá KrakkaRÚV en einnig er hægt að nálgast það hér. Sem fyrr segir er fyrsti þátturinn 1. febrúar 2017 og frá þeim þætti verður hægt að sækja nýtt efni vikulega. Smelltu á myndirnar til að hlaða niður efninu.