Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Blái hnötturinn

Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er flestum kunn enda margverðlaunuð barnabók sem farið hefur sigurför um heiminn.

 

September 2016 hóf Borgarleikhúsið að sýna leikritið Blái hnötturinn sem byggt er á bókinni og í samstarfi við Kennarann.is kom út námsefni fyrir yngsta stig og miðstig.

 

Námsheftin eru tilvalin sem uppbrot á kennslu, sem þrautahefti eftir leikhúsferð eða til notkunar í stöðvavinnu í íslensku. Hvort hefti samanstendur af forsíðu og sjö verkefnablöðum en ekkert er því til fyrirstöðu að skella þeim í eitt.