Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Vinnubókastrimlar

 

Vinnubókastrimlar eru stutt verkefni sem hægt er að leggja fyrir hvort heldur sem er í minni hópum, sem einstaklingsverkefni, bekkjarsamstarf eða jafnvel upprifjun fyrir próf.

Nemendur klippa verkefnablaðið út, og sömuleiðis upp í dálkana sitt hvorum megin, eftir punktalínunum. Næst er lím borið aftan á miðjusvæðið (bókarkjölinn) og eins á flötinn bakvið fyrirsögnina. Verkefnablaðið er límt í stílabók, fliparnir brotnir upp og þeim lyft til að skrá svörin á blaðið undir.

Orðflokkarnir eru 11 og haldast í hendur. Á verkefnablöðunum kann einn orðflokkur að vera notaður til að leggja inn annan auk þess sem lögð verður áhersla á margvísleg málfræðileg atriði. Smelltu á verkefnin til að sækja upplýsingar um nánari útlistun á framsetningu þeirra.