Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Stærðfræði

„Ekki hafa áhyggjur af því að eiga í erfiðleikum með stærðfræðina. Ég get fullvissað þig um að erfiðleikarnir mínir eru enn meiri. “

- Albert Einstein -

Stærðfræði tengist öllum sviðum mannlífsins og hana má kenna á fjölbreyttan máta. Hægt og rólega er að safnast upp skemmtilegur verkefnabanki tengdur námsgreininni, og markmiðið er leynt og ljóst að tengja stærðfræði sem mest við íslensku og aðrar greinar. Í því tilliti má sérstaklega benda á flokkinn Brandarastærðfræði sem byggir á orðaforða (bröndurum) og fallið hefur í góðan jarðveg meðal nemenda. 

Fjölbreyttir námsefnispakkar

Ertu að vinna með peninga?

Stærðfræðiveggir og orðasúpur

Mikilvægt er að efla orðaforða og lesskilning í stærðfræði. Orðasúpur og orðaveggir eru ein leið til að leika sér svolítið með stærðfræðihugtökin og festa þau í minni. Smelltu á orðasúpurnar og orðaveggina til að sækja gögnin.

Útprentanleg stærðfræðigögn

Gott er að hafa margföldunartöfluna við höndina og hér er ein á kippuformi. Töflunar eru klipptar niður, plastaðar, gataðar og festar saman með lyklakippuhring.

100 töfluna er gott að eiga í stærðfræðikennslunni í yngstu bekkjunum. Það er um að gera að plasta þessa í nokkrum eintökum.

Talnagrindur þurfa að vera til staðar í öllum stærðfræðistofum en þær eru plássfrekar og stundum er gott að geta stungið þeim í skólatöskuna.

Oddatölur og sléttartölur koma fyrst fyrir í 1. bekk. Gott er að setja tölurnar undir uglurnar og hafa þær sýnilegar í kennslustofunni.

Oddatölur og sléttartölur koma fyrst fyrir í 1. bekk. Gott er að setja tölurnar undir uglurnar og hafa þær sýnilegar í kennslustofunni.

Falleg og litrík A4 veggspjöld í kennslustofuna. Það eina sem þarf að gera er að prenta, plasta og njóta.

Skemmtileg Disney stærðfræði

Í lesskilningsheftunum við Disneybækur Eddu útgáfu er að finna fjölbreytt safn af skemmtilegum stærðfræðiverkefnum sem tengjast lestrarbókunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar útprentuð blöð til að reikna á, og hins vegar leirmottur sem hugsaðar eru sem margnota gögn til plöstunar. Smelltu á myndirnar til að nálgast efnið.

Talnastrik

Súlurit

Teningavinna

Talning

Hnitakerfi

Samlagning

Tugahús

Hundraðtaflan

Tólfu vinir

Ávaxtakönnun

Reikniaðgerðir

Orðadæmi

Tölfræði

Sudoku

Orðadæmi

Samlagning

Deiling

100 taflan

Teningavinna

Tíu vinir

Slétt-/oddatala

Reikniaðgerðir

Metrakerfið

Frádráttur

Teningavinna

Margföldun 1-5

Margföldun 6-10

Plús/mínus 10

Tölfræði

Teningavinna

Talnastrik

Margföldun

Hetjukönnun

Uppsett +dæmi

Uppsett -dæmi

Klukkuvinna

Stafatalning

Talnastrik

Samlagning

Teningavinna

Tölurnar 1-20

Tölurnar 1-20

Samlagning

Týnda talan

Teningavinna

Teningavinna

Ávaxtakönnun

Talnasúpa

Rökhugsun

Tölurnar 1-5

Tölurnar 1-10

Hlutföll

Áhugaverðir tenglar

Math-drills, fullt af alls konar stærðfræðiverkefnum fyrir allan aldur sem hægt er að prenta frítt út.

5k Learning, stærðfræðiefni fyrir 1. - 6. bekk.

Stærðfræðistofan er íslenskur hugmyndabanki með fullt af skemmtilegum verkefnum sem hægt er að vinna með yngstu bekkjum grunnskólans.

Þrautir - rökhugsun, 1. hlut. Verkefni af vef Námsgagnastofnunar.

Þrautir - rökhugsun, 2 hluti. Verkefni af vef Námsgagnastofnunar.

Worksheetfun.com er með fullt af skemmtilegum stærðfræðiverkefnum.

Stærðfræðileikir fyrir nemendur á grunnskólastigi

Rasmus.is er íslenskur hugmyndabanki með gagnvirkum æfingum og prófum fyrir grunnskólanemendur á 8 tungumálum.

Gauti Eiríksson hefur útbúið geysistórt safn af fræðslumyndböndum, meðal annars í stærðfræði fyrir 7. - 10. bekk. Myndböndin má finna á Youtuberásinni hans.