Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Laugardagslærdómur

Eins og nafnið gefur til kynna er Laugardagslærdómurinn hugsaður sem helgarefni, eða þrautahefti þar sem börn geta sest niður með foreldrum sínum og lært í gegnum leik og þrautir. Markmiðið er að búa til öðruvísi verkefnasafn en tíðkast hefur á Íslandi þar sem unnið er með laugardagsnammi á sama tíma og ýmis íslensku- og stærðfræðitengd hugtök eru lögð inn. Markmiðið er jafnframt að hvetja foreldra til að eiga gæðastund með börnum sínum á sama tíma og þeir setja sig inn í nám þeirra.  

Laugardagslærdómur er skemmtileg viðbót við Kennarann og að sjálfsögðu geta kennarar einnig nýtt efnið á skólatíma vilji þeir brjóta upp almenna kennslu eða umbuna bekknum sínum á tyllidögum. 

 

Í fyrsta laugardagsheftinu er unnið með hringlaga formið og litina í Skittles. Í pakkanum er skemmtilegar útfærslur af lúdó, hnitakerfinu, spegilásum og sjóorrustu auk þess sem unnið er með sérhljóða og samhljóða, 2 stafa orð, margföldun og samlagningu á fjölbreyttan hátt. Efnið er styrkt af INNNES ehf.