Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Brandarastærðfræði

Brandarastærðfræði er ný og skemmtileg viðbót við stærðfræðikennsluna. Markmiðið er að brjóta upp vinnubókavinnu með orðadæmum, efla orðaforða, lesskilning og samþætta stærðfræði og íslensku. Námsefnið er hugsað frá 3.-4. bekk og upp á miðstig en getur í raun nýst í nýbúafræðslu og sérkennslu á hvaða stigi sem er. 

Hver brandarapakki inniheldur 12 skrýtlur og spurningar þeim tengdum, sem nemendur leysa í reikningsbækur. Nú er málið bara að prenta út, plasta, festa renningana á lyklakippuhring og smella á vinnustöð næst þegar þú skipuleggur stærðfræðihringekju. Hver brandari er númeraður og það er leikarinn góðkunni Gói Karlsson sem ríður á vaðið að túlka viðfangsefnið, en hann ásamt Lóu Dís Finnsdóttur og ljósmyndastofunni Torfi Pictures styrkja fyrsta pakkann. 

Kennarinn.is