Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

100 bóka áskorun

100 bóka áskorun Kennarans er lestrarátak sem byggist á því að börn lesa 100 bækur yfir 6 mánaða tímabil og skila inn þátttökuseðlum. Samhliða því að lesa bækur og tímarit þurfa börn að skrá niður bókatitlana og senda inn ásamt nafni, síma og heimilisfangi.

Lestrarátakið hóf göngu sína 2016 og er nú haldið árlega. Það hefst 1. september og lýkur 1. mars.

Önnur lestrarátök á vegum Kennarans eru 100 daga lestrarátakið, sérstaklega hugsað fyrir 1. og 2. bekk, og 100 lesnar stundir fyrir börn og foreldra í leik- og grunnskólum, en tilgangur þess síðastnefnda er að fjölga gæðastundum fjölskyldna og uppgötva ævintýraheima bókmenntanna í sameiningu.

Lestrarátak stendur yfir í 6 mánuði, frá 1. september  til 1. mars ár hvert. Smelltu hér til að nálgast þátttökuheftið.

Lestrarátak fyrir 1. og 2. bekk. Skilafrestur er 2. apríl ár hvert á alþjóðadegi barnabókarinnar. Smelltu hér til að nálgast þátttökuheftið.

Lestrarátak fyrir leik- og grunnskólabörn. Skilafrestur er 2. apríl ár hvert á alþjóðadegi barnabókarinnar. Smelltu hér til að nálgast þátttökuheftið.

Ábendingar
Ertu með ábendingar varðandi 100 bóka lestrarátakið?
Ábendingar
Ertu með ábendingar varðandi 100 daga lestrarátakið?
Ábendingar
Ertu með ábendingar varðandi 100 stunda lestrarátakið?

Lestrartengt efni

Sigurvegari lestrarátaks #4

Fjórða lestrarátakið hóf göngu sína haustið 2017 og skilafrestur var 1. mars 2018. Dregið var úr innsendum seðlum 7. mars og að þessu sinni var það Ernir Ívarsson, nemandi á miðstigi Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar sem hreppti vinninginn en hann fékk:

# Lenovo spjaldtölvu frá Kennaranum útgáfu

# Lenovo, spjaldtölvuhulstur frá Tölvuteki

# Bókapakka og ritfangasett frá Iðnú útgáfu

# 10.000 kr. gjafakort frá Brass Kitchen & Bar

# Þjóðsöguspil og þrautabók frá MyCountry

# Bókaglaðning frá Eddu útgáfu

# Bókaglaðning frá Óðinsauga útgáfu

Tertugallerý Myllunnar gaf bekknum hans Ernis glæsilega 30 manna tertu og sömuleiðis fékk Varmalandsdeild Grunnskólana Borgarfjarðar spilagjöf frá My Country. Við óskum Erni Ívarssyni til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur voru leystir út með viðurkenningarskjali og glaðningi frá IÐNÚ útgáfu.

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað að bekkjarfélagi Ernis, Hugo Hidalgo Cubas, las 200 bækur á tímabilinu og sendi því 2 sett af þátttökugögnum inn. Það var ekki annað hægt en að verðlauna þetta afrek sérstaklega og fékk Hugo því einnig bókaglaðning frá Eddu útgáfu og Iðnú útgáfu, auk 10.000 kr. gjafabréfs frá Brass og þjóðsögupakka frá My Country. Gott ef þetta er ekki bara Íslandsmet í lestri barna? Við óskum Hugo og fjölskyldu innilega til hamingju með afrekið!

Styrktaraðilar lestrarátaks #4

Sigurvegari lestrarátaks #3

Þriðja lestrarátakið hóf göngu sína vorið 2017 og skilafrestur var 1. september 2017. Dregið var úr innsendum seðlum sunnudaginn 17. september 2017 og að þessu sinni var það Anna Bryndís Andrésdóttir, þriðji bekkingur í Lágafellsskóla Mosfellsbæ sem hneppti gjafakörfuna en hún fékk:

# Lenovo spjaldtölvu frá Kennaranum útgáfu

# Lenovo, spjaldtölvuhulstur frá Tölvuteki

# 2 boðsmiða á Bláa hnöttinn frá Borgarleikhúsinu.

# Þjóðsöguspilin frá MyCountry

# Bókaglaðning frá Eddu útgáfu

# Bókaglaðning frá Óðinsauga útgáfu

 

Við óskum Önnu Bryndísi innilega til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur voru leystir út með glaðningi frá Eddu útgáfu.

Styrktaraðilar lestrarátaks #3

Sigurvegari lestrarátaks #2

Annað lestrarátakið hóf göngu sína haustið 2016 og skilafrestur var 1. mars 2017. Dregið var úr innsendum seðlum miðvikudaginn 15. mars 2017 og að þessu sinni var það Tristan Leví Heimisson, fyrsti bekkingur í Grunnskóla Reyðarfjarðar sem hneppti gjafakörfuna en hann fékk:

 

# Iconia One 7, Acer spjaldtölvu og 4 miða á Hvalasafnið í Reykjavík frá Kennaranum útgáfu

# Iconia One 7, spjaldtölvuhulstur frá Tölvuteki

# Áritaða bókina Þín eigin hrollvekja frá Ævari Þór Benediktssyni (vísindamanni).

# Bókaglaðning frá Eddu útgáfu

# Bókaglaðning frá Óðinsauga útgáfu

 

Við óskum Tristani Leví innilega til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur voru leystir út með glaðningi frá Eddu útgáfu.

Styrktaraðilar lestrarátaks #2

Sigurvegari lestrarátaks #1

Fyrsta lestrarátakið hóf göngu sína á vordögum 2016 og skilafrestur var 1. september. Dregið var úr innsendum seðlum miðvikudaginn 7. september 2016 og vinningurinn er ekki af verri endanum. Það var Svanhildur Margrét, 10 ára nemandi í Hlíðaskóla sem bar sigur úr býtum en hún fékk:

# Iconia One 7, Acer spjaldtölvu frá Kennaranum útgáfu

# Iconia One 7, spjaldtölvuhulstur frá Tölvuteki

# 3 mánaða aðgang að Andrésarsögum fyrir spjaldtölvur, 3 Syrpur og heyrnartól frá Eddu útgáfu

# Fyrstu seríuna af Óvættaför, bækur 1-6, frá IÐNÚ útgáfu

 

Við óskum Svanhildi Margréti innilega til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur voru leystir út með veglegri gjöf frá Útipúkum.is og fengu bókina Útivist og afþreying fyrir börn.

Styrktaraðilar lestrarátaks #1