Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Fótboltabækur Gunnars Helgasonar

Segja má að fótboltabækur Gunnars Helgasonar hafi farið sigurför um Ísland og hver bók selst í milli 5-6 þúsundum eintaka. Næstu misserin mun Kennarinn gefa út 32 síðna verkefnahefti við hverja bók, ásamt kennsluleiðbeiningum og skriftarrenningum. Námsefnið er einkum hugsað fyrir miðstig en opið öllu fótboltaáhugfólki sem vill spreyta sig.

 

Útgáfudagar

  • Víti í Vestmanneyjum, kemur út 24. október 2015 á afmælisdegi elsta fótboltaliðs heims, hins enska Sheffield FC sem stofnað var þennan dag 24. október 1857 í Sheffieldborg.
  • Aukaspyrna á Akureyri, kemur 16. febrúar 2017 á afmælisdegi Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem er fyrsta knattspyrnufélag sem stofnað var á Íslandi árið 1899.

 

Víti í Vestmannaeyjum

Jón Jónsson og félagar hans í Þrótti eru komnir til Vestmannaeyja að keppa um Eldfellsbikarinn. Þeir ætla sér að gera góða hluti í Eyjum en engan þeirra óraði þó fyrir þeim atburðum sem biðu þeirra. Gargandi mæður, blótandi skipstjóri, klikkaður pabbi, vanhæf lögga og síðast en ekki síst ELDGOS setja svip sinn á atburðarásina. Námsefnispakkinn inniheldur fjölbreytt málfræði- og þrautaverkefni sem tengjast ævintýrum félaganna. Með Víti í Vestmannaeyjum fylgir stundatafla, viðurkenningarskjal og 6 Skriftarrenningar: Nafnorð, sagnorð, samsett orð, sögupersónur, skammstöfuð félagslið og enski boltinn. Sjá nánar um notkun Skriftarrenninga í kennslu.