Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Óvættaför

 

Óvættaför er skemmtilegur og spennandi bókaflokkur fyrir spræka lestrarhesta á yngsta- og miðstigi. Skólaárið 2016-17 mun Kennarinn birta fjölbreytt verkefni upp úr 1. seríu í samvinnu við IÐNÚ útgáfu.

Hver verkefnapakki samanstendur af 4 verkefnablöðum sem sniðin eru að markmiðum í íslensku fyrir 3. - 5. bekk. Tilvalið er að safna þrautaheftunum saman í möppu en forsíðu, bókamerki og önnur kennslugögn má nálgast hér.

Auk reglulegra náms- og þrautapakka verður eitt og annað í boði, ókeypis til útprentunar að vanda svo fylgstu með! 

Hvatningapakkar IÐNÚ útgáfu:

Bókamerki
Nemendur fá bókamerki sem eru götuð eftir hverja lesna bók. Fullgatað bókamerki er sett í safnkassa og heppinn lesandi verður dreginn út í desember 2016. Smella hér til að panta bókamerki fyrir skóla.
Viðurkenningarskjal
Allir sem ljúka námsefnispakkanum við fyrstu seríuna af Óvættaför öðlast Riddaragráðu 1 og hljóta sérstakt viðurkenningarskjal frá IÐNÚ útgáfu. Grunnskólar geta smellt hér til að panta.
Bekkjarverðlaun
Þátttaka felst í því að nemendur safna stigum samhliða verkefnavinnunni og skrá á sérstakt skorblað. Kennarar senda skjölin inn og stigahæsti bekkurinn hlýtur vegleg verðlaun frá IÐNÚ. Smella hér til að nálgast skorblaðið.
Skólatilboð
Grunnskólum býðst fyrsta serían af Óvættaför á heildsöluverði, 1.911 kr. hver bók. Veittur er 5% afsláttur ef sería (6 bækur) er keypt. Smelltu hér til að panta eða skoða skólatilboð IÐNÚ útgáfu nánar.