Nafnorð – kyn
Nemendur lyfta flipunum og skrifa niður nafnorð í því kyni sem stendur á þeim. Hér er gott tækifæri til að leggja inn muninn á sérnöfnum og samnöfnum. Eru til sérnöfn í hvorugkyni? Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.
Sérnöfn – kennileiti
Kennarar leggja inn hvernig nafnorð flokkast í sérnöfn og samnöfn. Nemendur lyfta flipunum upp og skrifa undir þá (í stílabókina) kennileiti sem þeir þekkja. Dæmi: Undir flipanum jökull skrifa nemendur heiti á jökli, t.d. Eyjafjallajökull, undir flipanum dalur má skrá Skorradalur sem dæmi. Á bakhlið sjálfs flipans mætti skrá frekari upplýsingar eins og hvar á landinu kennileitið er. Fyrir lengra komna er hægt að leysa verkefnið í heilum setningum. Markmiðið er að safna saman sérnöfnum sem tengjast kennileitum. Tilvalið er að skoða kortabækur við lausn þess. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.
Sérnöfn – dýranöfn
Nemendur fletta flipunum upp og skrifa niður þau nöfn sem þeir þekkja og/eða finnst passa á viðkomandi dýrategund. Þannig má sem dæmi hugsa sér nafnið Sámur á hund og Dimma á tík. Tilvalið er að skoða meðal annars vefinn um íslensku húsdýrin við lausn verkefnisins. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.
Aukaverkefni: Hvaða heita afkvæmi dýrategundanna?