Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

14. desember – Myndirnar

Myndirnar

Sagan Myndirnar fjallar um góðverk á jólunum. Fátæka konu langar í jólamyndir til að sýna börnum sínum en er of fátæk til að kaupa þær. Sögumaður verður vitni að því og ákveður að gera góðverk fyrir jólin. Hann færir fátæku konunni myndirnar og annan glaðning á aðfangadag. Sagan er um 13 mínútur að lengd og hentar vel fyrir alla aldurshópa.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Skýringarmyndir, súluritið, KVL kortið (nemendur klippa upp í kortið eftir punktalínunum, útbúa þannig flettiflipa og setja lím undir reitinn með textanum Sagan um Jesúbarnið. Loks er KVL kortið límt í stílabók fyllt út.) og hugtakakort. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 14. desember – Myndirnar PDF.

Myndaskrá:

Myndirnar_verkefn_1 Myndirnar_verkefni_2 Myndirnar_verkefni_3 Myndirnar_verkefni_4

 

 

 

 

 

 

 

13. desember – Jólaklukkurnar

Jólaklukkurnar

Jólaklukkurnar eru ein af jólasögum Charles Dickens. Sagan er nokkuð löng og hentar því betur í vinnu með eldri nemendum. Verkefnavalið tekur mið af því. Á Skriftarrenningana skrá nemendur 13 nafnorð, 13 sagnorð og 13 lýsingarorð á meðan hlustað er. Renningarnir eru svo notaðir í setningaverkefnið.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Sögudómur, orðakubbur, Skriftarrenningar og setningagerð. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 13. desember – Jólaklukkurnar PDF.

Myndaskrá:

Jólaklukkur: wpclipart.com

13_jolaklukkurnar_Artboard 1 13_jolaklukkurnar_Artboard 2 13_jolaklukkurnar_Artboard 3 13_jolaklukkurnar_Artboard 4

 

 

 

 

 

 

12. desember – Jólagjafirnar

Jólagjafirnar

Sagan fjallar um lítinn dreng, Svan, sem gefur fátækum systkinum jólagjafirnar sem hann fær. Hann á ekki mikið sjálfur en getur ekki hugsað sér að halda gjöfunum vitandi að vinir hans fá engar. Hann dreymir einnig fallegan draum um örkina hans Nóa svo tilvalið er að rifja þá sögu upp samhliða þessari. Sagan er stutt og tilvalin fyrir elstu árganga í leikskóla og yngsta stig grunnskóla.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Spurningar og teikniverkefni, orðasúpa, góðaverkablað og þraut. Viltu dýrin sem falin eru í orðasúpunni eru: Ljón, gíraffar, tígrisdýr, apar, gæsir, endur, fílar, kanínur, skjaldbökur, kameldýr, fljóðhestar og snákar. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 12. desember – Jólagjafirnar PDF.

Myndaskrá:

Jólagjafirnar_verkefni 1Jólagjafirnar_Verkefni_2 Jólagjafirnar_verkefni_3 Jólagjafirnar_Verkefni_4

 

 

 

 

11. desember – Hrói kemur til bjargar

Hrói kemur til bjargar

Nú er illt í efni, Þorláksmessa er runnin upp en Rúdolf er veikur svo jólasveinninn þarf að finna heppilegan staðgengil. Hann sendir því ritaraálfinn sinn á stúfana. Sagan er stutt og mjög hentug fyrir elstu börn í leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Spurningar, dulmálslykill, völundarhús og ritun. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 11. desember – Hrói kemur til bjargar PDF

Myndaskrá:

Dulmálslykill

Völundarhús

hroi_kemur_til_bjargar_Artboard 2 hroi_kemur_til_bjargar_Artboard 3 hroi_kemur_til_bjargar_Artboard 4

 

 

 

 

10. desember – Hljóðskraf yfir arninum

Hljóðskraf yfir arninum

Hljóðskraf yfir arninum er eitt af ævintýrum Charles Dickens. Efnið er nokkuð langt eða um 1 og hálfur tími í hlustun. Það er jafnframt í þyngri kantinum en söguna er tilvalið að nota sem heimaverkefni á unglingastigi.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Verkefnaflipi þar sem nemendur klippa verkefnið út ásamt því að klippa upp í strimlana milli verkefnafyrirmælana. Lím er borið á lóðrétta hlutann með titli sögunnar og límt í stílabók. Þannig er hægt að fletta flipunum upp og skrá svarið á stílabókasíðuna undir flipanum. Leitarvélavinna, hlustað eftir lýsingarorðum og úrdráttur úr sögunni. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 10. desember – Hljóðskraf yfir arninum PDF

Myndaskrá:

Charles Dickens: upload.wikimedia.org

hljodskraf_yfir_arninum_Artboard 2 hljodskraf_yfir_arninum_Artboard 3 hljodskraf_yfir_arninum_Artboard 4

 

9. desember – Jósef

Jósef

Sagan fjallar um lítinn munaðarlausan dreng sem þvælist um á milli bæja. Líf hans er ekki auðvelt og hann er beittur bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. En svo kemur að því að Sigríður tekur hann til sín, ekkja sem misst hefur bæði mann sinn og barn. Þá fara hlutirnar að færast til betri vegar. Sagan af Jósef er fyrir alla aldurshópa.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Efnisspurningar, óútfyllt fjölskylduorðasúpa, ritun (bréf til móður) og völundarhús. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 9. desember – Jósef PDF

Myndaskrá:

Móðir og barn í húsi: openclipart.org

josef_Artboard 1 josef_Artboard 2 josef_Artboard 3 josef_Artboard 4

 

 

 

 

 

8. desember – Feginsdagur

Feginsdagur

Feginsdagur fjallar um mann sem hefur misst allt sitt eftir að vera ranglega sakaður um glæp sem hann framdi ekki. Hann missti allar eigur sínar en jafnframt mannorðið, vini og kunningja. Hann er fullur af hatri í garð þeirra sem gerðu honum þetta og á erfitt með að fyrirgefa. Efnið er tilvalið fyrir eldri árgangana.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Hugtakaskýringar, orðasúpa, stafrófsblað og krossorðaglíma. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 8. desember – Feginsdagur PDF

feginsdagur_Artboard 1feginsdagur_Artboard 2feginsdagur_Artboard 3 feginsdagur_Artboard 4

 

 

7. desember – Beiningadrengurinn

Beiningadrengurinn

Sagan um beiningadrenginn eftir Fyodor Dostoevsky er sorgleg og í raun ekki svo ólík sögunni um litlu stelpurnar með eldspýturnar. Drengurinn flytur einn með móður sinni úr sveit í stórborgina og þar veikist hún og deyr. Sjálfur deyr hann úr kulda og svengd á jólanóttu en áður en það gerist nær hann að upplifa ljósadýrðina og hátíðina úr fjarlægð…

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Spurningar tengdar bókmenntahugtökum, teikniverkefni, sagnorðakubbur og sagnorðagátlisti þar sem nemendur haka í sagnorð sem þau heyra í upplestrinum. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 7. desember – Beiningadrengurinn PDF

Myndaskrá:

Aðventukerti: www.jattsms.com

beiningadrengurinn-01 beiningadrengurinn-02 beiningadrengurinn-03 beiningadrengurinn-04

 

 

 

 

 

 

6. desember – Jólasaga

Jólasaga

Jólasaga er falleg minning íslensks drengs sem leggur af stað í kaupstaðarferð á aðfangadagsmorgni með föður sínum. Fjölskyldan býr við bág kjör í Skotlandi og feðgarnir leggja af stað fótgangandi, en teppast vegna veðurs og fá að gista hjá vinafólki. Sagan hentar öllum aldurshópum.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Spurningar til að klippa út og raða í rétta tímaröð, jólakortagerð, orð í orði og sögugoggur. Á sögugoggnum eru myndir sem tengjast söguþræðinum og tilvalið að láta nemendur stafa heiti þeirra meðan spilað er. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 6. desember – Jólasaga PDF

Myndaskrá:

jolasaga_Artboard 1 jolasaga_Artboard 2 jolasaga_Artboard 3 jolasaga_Artboard 4

 

5. desember – Litla stúlkan með eldspýturnar

Litla stúlkan með eldspýturnar

Sagan um litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen fjallar um sorgleg örlög fátækrar stúlku sem verður úti á gamlárskvöldi. Köld og svöng kúrir hún í húshorni og þorir ekki heim þar sem hún hefur ekki náð að selja eldspýturnar. Hún kveikir á einni og einni til að ylja sér uns amma hennar birtist skyndilega. Sagan á erindi við alla aldurshópa og þar sem 5. desember 2015 ber upp á laugardag er tilvalið að senda verkefnablöð heim í töskupósti og hvetja heimilin til samstarfs.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Efnisspurningar, orðasúpa, sögukort og krossorðaglíma. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 5. desember – Litla stúlkan með eldspýturnar PDF.

Myndaskrá:

Litla stúlkan með eldspýturnar: http://orig09.deviantart.net

litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 1 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 2 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 3 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 4