Guð hjálpi þér
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Guð hjálpi þér! er að finna orðakubb, rímorðatöflu (rímorð, fjöldi bókstafa og fjöldi sérhljóða), samsett orð og orðskýringar þar sem áhersla er á útskýra orð með dæmum, byrja svar á stórum staf og enda á punkti.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Búkolla
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Búkollu er að finna völundarhús, teikniverkefni, hlustunarverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á sagnorð (nútíð, þátíð og nafnhátt).
Í hlustunarverkefninu (bls. 4) hlýða nemendur á lag og texta Ladda um Búkollu og bera niðurlagið við endi þjóðsögunnar. Flutning á laginu má finna hér. Texta lagsins má finna hér.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Bakkabræður
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Bakkabræður er að finna teikniþraut, nafnorðasúpu, lesskilningsverkefni þar sem áhersla er á að byrja svar á stórum staf og enda á punkti, og lýsingarorðaverkefni (frumstig, miðstig og efsta stig).
Í nafnorðasúpunni er gert ráð fyrir því að nemendur hlusti vel á textann (eða lesi hann), finni svo 10 nafnorð til að skrifa á listann áður en þeir finna þeim stað í orðasúpunni. Að lokum fylla þeir tóma reiti með stöfum stafrófsins. Tilvalið er að láta nemendur spreyta sig á orðasúpum hvers annars.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Lagarfljótsormurinn
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Lagarfljótsorminn er að finna orðasúpu, hlustunarverkefni, stafrófsverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á nafnorð (kyn, fallbeygingu, et/ft og greini). Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Rauðhöfði
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Rauðhöfði er komið víða við í landafræðinni og því sérstök áhersla lögð á sérnöfn og örnefni. Einnig er unnið með stafrófið og hugtakaskilning. Tilvalið er að nýta fimmta þjóðsögupakkann samhliða kortavinnu, hvort heldur sem er með bókum eða gagnvirku efni á Netinu. Í því tilliti má benda á Kortasjá Landmælinga Íslands og Örnefnasjá Alta en báðir vefir eru geysilega flottir og aðgengilegir.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Krummasaga
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krummasaga er unnið með fuglaheiti og fallbeygingu, lesskilning, samheiti og bókmenntahugtökin persónur, umhverfi, atburðir og endir eru skoðuð með sögukorti.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Kirkjubæjarklaustur
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Kirkjubæjarklaustur er unnið með orð í orði, krossorðaglímu og lýsingarorð þar sem nemendur þurfa að finna orð í textanum og stigbreyta í réttu kyni.
Hugtakið málsgrein kemur fyrir í verkefnaheftinu en því er gjarnan ruglað saman við hugtakið setning. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti, hún getur innihaldið eina eða fleiri setningar sem eru þá tengdar saman með samtengingum eða kommum. Setning er aftur orðasamband sem inniheldur aðeins eina sögn.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Galdramennirnir í Vestmannaeyjum
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Galdramennirnir í Vestmannaeyjum er unnið með lesskilning í formi samtengingaverkefnis og eyðufyllingar, landafræði og sérnöfn.
Vestmannaeyjar koma við sögu í þjóðsögunni en eyjaklasinn samanstendur af 15 eyjum, nemendur finna þær og skrá niður auk þess að finna staðsetningu 8 annarra eyja við Ísland. Hugtakið eyþjóð kemur fyrir í verkefnaheftinu og hér gefst gott tækifæri til að ræða muninn á meginlandi og eyju.
Málfræðihlutinn að þessu sinni snýr að sérnöfnum en nemendur gefa galdramönnunum 18 viðeigandi nöfn og svara nokkrum spurningum tengdum orðflokkinum. Nánar um sérnöfn.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Gilitrutt
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Gilitrutt er unnið með stafrófið af kvenmannsnöfnum (sérnöfnum) sem tilvalið er að fallbeygja einnig í stílabók. Nemendur reyna sig við minni útgáfur af krossorðaglímum þar sem skráð eru orð í sögunni sem ýmist byrja eða enda á bókstöfum í nafninu Gilitrutt. Ef þarf má leita fanga víðar við lausn verkefnisins, t.d. í fleiri þjóðsögutexta á heimasíðu samstarfsaðila. Sérhljóðar og samhljóðar eru skoðaðir og hér þurfa nemendur einnig að rýna í textann í leit að orðum. Sömu sögu er að segja í síðasta verkefninu þar sem unnið er með textann í leit að tvöföldum samhljóðum (bb, dd, ff, gg, kk, ll, mm, nn, pp, rr, ss og tt).
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Jóra í Jórukleif
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Jóra í Jórukleif er unnið með stafrófið, annars vegar sem dulmálsverkefni og hins vegar leita nemendur að orðum í sögunni og fylla inn í stafrófstöflu. Í þjóðsögunni er meðal annars greint frá því hvernig Öxará á Þingvöllum fékk nafn sitt, og nemendur spreyta sig á heimildaöflun og ritun samantektar um Alþingi Íslendinga. Málfræðin að þessu sinni felst í því að skoða skammstöfun nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, og orðflokkagreina nokkur vel valin orð sem og að greina frá merkingu þeirra.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.