Tappastafrófið samanstendur af 3 skjölum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Hástafir og lágstafir
Prentaðu skjölin, klipptu hnappana út og límdu á gosföskutappa. Hægt er að lita sérhljóða rauða og samhljóða græna, prenta gögnin á rauðan og grænan pappír eða líma hnappana á sitt hvorn litinn af gosflöskutöppum. Gögnin er hægt að nota til að leggja inn sérhljóða og samhljóða, sem samstæðuspil en einnig til að mynda orð og setningar.
Þriggja stafa strimlar
Hægt er að vinna með þriggja stafa strimlana á ýmsa vegu. Kennari getur undirbúið gögnin með því að líma myndir á auðu svæðin með hlutum sem eiga það sameiginlegt að vera þriggja stafa (mús, hús, lús, bók, bær, lás, ...). Nemendur finna svo rétta stafi og mynda orðin með því að leggja stafrófstappa í kringlóttu reitina. Einnig er hægt að láta nemendur sjálfa finna þriggja stafa orð, mynda það og teikna mynd af orðinu á auða svæðið. Þannig má einnig vinna með rímorð.
Comments are Closed