Byggt á sjálfstjórn. Hjálpar börnum að byggja upp innri styrk til sjálfstjórnar og sjálfsaga. Markmiðið er að skapa styðjandi og umhyggjusamt samfélag.
Stuðningur sem hvetur til jákvæðrar hegðunar, eykur félagsfærni, bætir samskipti og dregur úr hegðunarvanda barna og unglinga.
Vinnur gegn einelti með jákvæðum samskiptum í gegnum fjölbreytta leiki í frímínútum. Vinaliðar öðlast leiðtogaþjálfun og læra að axla ábyrgð.
Áætlun gegn einelti sem byggist á því að stýrihópur innan skólans beri ábyrgð á að gera aðgerðaráætlanir innan hans, og koma þeim í framkvæmd.
Læsiskennsla í 1. og 2. Unnið með tal, hlustun, lestur og ritun sem eina heild og áhersla lögð á hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforða og lesskilning.
Samvinnunám í lestri og stærðfræði. Nemendur hjálpa hver öðrum að bæta sig. Aðferðin er kennd nokkrum sinnum í viku og byggð á stigakerfi og hvatningu.
Áhersla á lesskilning, orðvitund, orðaforða og orðakennslu í öllum fögum. Fjölbreyttar kennsluaðferðir í lesskilningi og gagnvirkum lestri.
Heilsuefling í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Stuðlað að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks.
Tove Krogh – þroskapróf sem fer fram í gegnum teikniverkefni. Nemendur teikna myndir eftir fyrirmælum og fylgst er með hvernig þau bera sig að. Könnuð er fínhreyfifærni, skammtímaminni, hugtakaþekkning, sjálfstæð vinnubrögð og hvernig gengur að fara eftir fyrirmælum.
Læsi – lestrarskimun sem ætlað er að finna nemendur sem eru í áhættuhópi vegna lestrarerfiðleika og veita kennurum upplýsingar til skipulagningar náms þeirra.
Hljóðfærni – greiningarpróf fyrir nemendur teljast í áhættuhópi vegna lesblindu.
Boehm – skimun sem reyndir á hugtakaskilning 6 ára barna svo sem á hugtökum eins og uppi, niðri, á undan og eftir.
Davis stafakönnun - einstaklingskannanir sem umsjónarkennari leggur fyrir í upphafi skólaárs og síðan reglulega yfir skólaárið.
Læsi – lestrarskimun sem ætlað er að finna nemendur sem eru í áhættuhópi vegna lestrarerfiðleika og veita kennurum upplýsingar til skipulagningar náms þeirra.
Talnalykill – stærðfræðiskimun sem byggir á 7 mismunandi þáttum.
LOGOS er tölvutækt greiningartæki fyrir dyslexiu og aðra lestrarerfiðleika. Nemendur eru prófaðir einstaklingslega og gefur hugmyndir um kennsluaðferðir út frá niðurstöðum bæði fyrir einstaklinga og litla hópa.
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku.
Skólapúlsinn – fjölþætt nemendakönnun lögð fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, þar sem meðal annars er verið að skoða ánægju í mismunandi námsgreinum, trú á eigin námsgetu, þrautseigju, sjálfsáliti, vellíðan, einelti, matarræði, aga og samskiptum innan skólasamfélagsins.
Skólapúlsinn – fjölþætt nemendakönnun lögð fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, þar sem meðal annars er verið að skoða ánægju í mismunandi námsgreinum, trú á eigin námsgetu, þrautseigju, sjálfsáliti, vellíðan, einelti, matarræði, aga og samskiptum innan skólasamfélagsins.
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku.
Skólapúlsinn – fjölþætt nemendakönnun lögð fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, þar sem meðal annars er verið að skoða ánægju í mismunandi námsgreinum, trú á eigin námsgetu, þrautseigju, sjálfsáliti, vellíðan, einelti, matarræði, aga og samskiptum innan skólasamfélagsins.
Greinandi ritmálspróf (GRP 14H) – skimað er eftir erfiðleikum við ritmálið hjá 14 ára nemendum. Markmið að gefa kennurum færi á að bregðast við með viðeigandi kennslu. Prófinu fylgir jafnframt spurningalisti fyrir aðstandendur og kennara.
Skólapúlsinn – fjölþætt nemendakönnun lögð fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, þar sem meðal annars er verið að skoða ánægju í mismunandi námsgreinum, trú á eigin námsgetu, þrautseigju, sjálfsáliti, vellíðan, einelti, matarræði, aga og samskiptum innan skólasamfélagsins.
Skólapúlsinn – fjölþætt nemendakönnun lögð fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, þar sem meðal annars er verið að skoða ánægju í mismunandi námsgreinum, trú á eigin námsgetu, þrautseigju, sjálfsáliti, vellíðan, einelti, matarræði, aga og samskiptum innan skólasamfélagsins.
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku.