Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Stafrófsbókin

Stafrófsbókin samanstendur af 38 blaðsíðum, og hægt er að vinna með stök blöð hennar eða bókina í heild. Hver stafur á sína blaðsíðu og aftast er allt stafrófið.

Bókin er hugsuð þannig að nemandi skrái orð sem byrjar á viðkomandi staf og teikni svo skýringarmynd með. Stafina sjálfa er hægt að lita í rauðum eða grænum lit eftir því hvort um sérhljóða eða samhljóða er að ræða.

Stafrófsblaðið aftast má nota á margvíslegan máta, lita sérhljóða og samhljóða og útbúa 2 sett þar sem annað skjalið er klippt niður og hitt notað sem spilaborð. Þá er stafur dreginn út og lagður yfir réttan stað á spilaborðinu. Eins má stækka blaðið upp í A3, klippa bæði settin út og nota sem samstæðuspil.

 

Smelltu á SÆKJA HEFTI til að nálgast efnið.

 

Sjá einnig Málshættir í stafrófsröð.

 

Sýnishorn