Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Minjasafn Austurlands vefrallý

[featured_image]
Minjasafn Austurlands, vefrallý - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 8
  • File Size 32.00 KB
  • File Count 1
  • Create Date 4. febrúar, 2019
  • Last Updated 4. febrúar, 2019

Minjasafn Austurlands vefrallý

Um námsefnið

Efnið er unnið af Unni Maríu Sólmundsdóttur í samvinnu við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur fyrir Minjasafn Austurlands. Það er hugsað sem stuðningur við safnafræðslu og skólaheimsóknir, og opið öllum sem vilja nýta það í vinnu með börnum.

Að þessu sinni er viðfangsefnið Minjasafnið sjálft, stofnun þess, saga og uppbygging. Nemendur spreyta sig á vefrallýi sem er skemmtileg aðferð til að kynna námsefni fyrir nemendum. Til leysa verkefnin þurfa þeir að hafa aðgang að tölvu eða snjalltækjum.

Verkefnapakkinn samanstendur af forsíðu, 14 verkefnum og krossaprófi. Með hverju verkefnablaði eru tillögur að aukaverkefnum til að vinna í stílabók, og í tengslum við námsefnið tekur Minjasafn Austurlands á móti skólahópum og byrjar yfirferðina á völdum verkefnum.

Ljósmynd á forsíðu og innsíðu eru í eigu Minjasafns Austurlands. Yfirlestur: Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Elín Sigríður Arnórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar

Forsíða - Inngangur
Á forsíðu eru nokkrir molar um Minjasafn Austurlands sem ítarlegar verður fjallað um síðar í pakkanum.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Staðsetning, frumkvæði, landshluti, safnafræðsla, menningararfur, ræktarsemi, hlutverk, safnastarf og upprunaslóðir.

Verkefni 1 - Vetfré Minjasafns Austurlands
Veftré sýnir uppbyggingu vefs og hvernig hann skiptist í einstaka síður og undirflokka. Í þessu verkefni er tilgangurinn að nemendur kynnist vefsíðu Minjasafns Austurlands og átti sig á uppbyggingu hennar. Með því að smella á flettistikuna efst á síðunni minjasafn.is koma fellilistar með svörin í verkefninu. Dæmi: Smellt er á hnappinn Sýningar og þá birtist fellilisti með 3 undirsíðum: Grunnsýningar, Yfirstandandi sérsýningar og Fyrri sýningar. Þessi atriði eru skráð í fyrsta dálkinn á verkefnablaðinu undir yfirskriftinni Sýningar.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Vefsíða, lén, veftré, fellilisti, leitargluggi, veraldarvefur, vefhýsing, tölvupóstur, leitarvél og vörumerki/logo.

Verkefni 2 - Saga safnsins
Á vef Minjasafns Austurlands er að finna upplýsingar um áfanga í sögu og rekstri safnsins. Verkefnið er sett upp sem tímalína og nemendur tengja saman ártal og texta. Áður en tengt er á milli þarf að skrá rétt tímatal í stafrænu reiti tímalínunnar.

Lausn
Lausnina er að finna neðst á síðunni. Ártölin sem eiga að koma í tímalínuna eru 1942, 1943, 1945, 1948, 1966, 1981, 1982, 1995, 1996 og 1996 -. Athygli er vakin á því að þrír liðir tengjast við ártalið 1995 á tímalínunni.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Ártal, tímalína, áfangi, rekstur, stofnsamingur, stofnanasamningur, fastasýning, sérsýning, aðfangabók og varðveisla.

Verkefni 3 - Söfnunarstefna
Á síðunni Um safnið er að finna undirsíðu um söfnunarstefnu þess. Nemendur lesa upplýsingarnar sem þarf koma fram og enda setningarnar. Nemendum er heimilt að stytta setningar ef ástæða er til.

Lausn
... hlutverki safnsins sem almenns byggðasafns.
… af Austurlandi, og miðla þeim arfi til gesta safnsins með sýningarhaldi og miðlun af ýmsu tagi.
… Austurlandi úr fortíðinni en einnig er safnað munum frá síðustu árum og áratugum eins og tök eru á og tilefni er til.
… heilbrigðis- mennta- og menningarmálum, samfélagsþróun, daglegu lífi og starfi fólks, nytjahlutum, smíðisgripum, verkfærum, innanstokksmunum, skrautmunum og fatnaði o.s.frv.
… í fyrirrúmi í öllu safnastarfi sem og fyrir fyrri eigendum þeirra.
… fylgja sérstök skilyrði nema í algerum undantekningartilvikum.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Safnmunur, menningarminjar, söfnunarstefna, meðhöndlun, innanstokksmunur, safnsvæði, sýningarstefna, hagleiksmaður, forvarsla og fjöldaframleiðsla.

Verkefni 4 - Söfnunarflokkar
Á síðunni Um safnið er að finna undirsíðu um söfnunarstefnu þess. Þar má finna upplýsingar um helstu söfnunarflokka Minjasafns Austurlands. Nemendur finna hvaða stafi vantar í þessa 10 söfnunarflokka og skrá á eyðurnar. Nemendur lesa um hvern söfnunarflokk og skrá dæmi um mun úr hverjum flokki í töfluna neðst á verkefnablaðinu.

Lausn
Heimilishald - skólahald - atvinnuhættir - félagsleg uppbygging - dægradvöl - hús og híbýlahættir - kirkjumunir - fornmunir - ljósmyndir - bækur og skjöl.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Heimilishald, skólahald, atvinnuhættir, uppbygging, dægradvöl, híbýlahættir, kirkjumunir, fornmunir, sendibréf og skjalasafn.

Verkefni 5 - Þjóðsagnaritun
Fjallað er um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara á síðunni Fróðleikur. Þar má einnig hlusta á nokkrar af þeim sögum sem hann skrásetti, og sjá staðsetningu sögusviða á korti af Austurlandi. Nemendur smella á hljóðskrárnar og skrá lengd þeirra í töfluna. Á síðunni er jafnframt að finna upplýsingar um þann sem les og nokkra mola um Sigfús sjálfan.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Þjóðsagnaritun, skrásetning, sögusvið, hljóðskrá, upplestur, hljóðupptaka, afspilun, heimildaöflun, kortalestur og heimildamaður.

Ítarefni
Námsefni um Sigfús Sigfússon má nálgast hér.

Verkefni 6 - Eldgos í Öskju
Árið 1875 varð eldgos í Öskju í Kverkfjöllum sem hafði mikil áhrif á íbúa Austurlands og víðar. Á síðunni Fróðleikur má hluta á frásagnir fólks af þessum náttúruhamförum. Nemendur hlusta á frásagnir, skrá hvaðan fólkið er og finna staðina í orðasúpunni.

Lausn
Hólsfjöll, Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Borgarfjörður, Fell, Loðmundarfjörður, Skriðdalur, Seyðisfjörður og Suðurfirðir.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Náttúruhamfarir, atburðarás, frásögn, öskufall, gosmökkur, eldvirkni, jarðvarmi, jarðskjálfti, eldstöð og hraunkvika.

Verkefni 7 - Fyrri sýningar Minjasafnsins
Minjasafn Austurlands er reglulega með sýningar í gangi en einnig má finna upplýsingar á vefnum um allar fyrri sýningar safnins. Í verkefninu skoða nemendur fimm af þessum sýningum, kynna sér innihald þeirra og tengja saman rétta kassa.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Fjöllistamaður, tækifæri, altaristafla, hugrenningar, vistarverur, skátamót, félagslíf, útsaumur, rannsókn og fornleifar.

Verkefni 8 - Grunnsýningar
Á Minjasafni Austurlands eru grunnsýningarnar Hreindýrin á Austurlandi og Sjálfbær eining í gangi allt árið um kring. Nemendur finna upplýsingar um þær og greina stuttlega frá þeim með eigin orðum. Nemendur skoða vefinn og skrá fleiri sýningar sem eru í gangi.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Grunnsýning, sérstaða, lífsbarátta, heimildamynd, sjálfbærni, lífshættir, lífsnauðsyn, vitnisburður, bústofn og baðstofa.

Tengt efni
Námsefni Minjasafnsins um hreindýr á Austurlandi má nálgast hér.

Verkefni 9 - Öðruvísi ABC
Hér er um öðruvísi stafrófsverkefni að ræða þar sem nemendur vafra um vef Minjasafns Austurlands í leit að orðum til að fylla upp í óútfyllta stafrófstöflu. Í stað hefðbundins stafrófsverkefnis, þar sem upphafsstafur orðs gildir, þurfa nemendur nú að skoða annan bókstaf orðsins (nr. 2 ) þegar taflan er fyllt. Þannig fer orðið SARPUR í fyrsta reitinn (reit a) þar sem a er annar bókstafur orðsins. Nemendur skrá hvað klukkan er í upphafi og lok leitar.

Umræðupunktar
Hvað tók verkefnið langan tíma?
Hvernig gekk að leita að orðum stafrófsins eftir þessari óhefðbundnu aðferð?
Hvaða fleiri leiðir má fara til að a) kynna sér innihald vefs? b) rifja upp stafrófið?
Hvers vegna er gott að kunna stafrófið?

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Stafróf, stafsetning, málfræði, setning, málsgrein, upphafsstafur, greinaskil, eyðufylling, lesskilningur og hugtakaskilningur.

Verkefni 10 - Þorpið á Ásnum
Þorpið á Ásnum er ein af fyrri sýningum Minjasafns Austurlands og fjallar um þéttbýlismyndun við Gálgaás í Egilsstaðahreppi. Búið er að hanna gagnvirkt kort með húsunum, og með því að smella á þau (bláu reitina) birtast ýmist ljósmyndir af fyrstu íbúunum eða húsnæðinu sjálfu. Einnig birtast upplýsingar um byggingarár, götuheiti, húsnúmer og heiti húsanna sjálfra sem nemendur nota til að leysa verkefnið.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Hreppur, þorp, tímamót, uppbygging, dreifbýli, þéttbýli, frumbyggi, frumkvöðull, ás og kynslóð.

Verkefni 11 - Vefrýni
Þegar efni er sett fram hvort heldur sem er á vef eða í útprentuðum ritum þarf að hafa ýmsar reglur um stafsetningu og greinarmerki í huga. Nemendur þurfa að kunna skil á mörgum hugtökum hvað lesmál snertir og markmið verkefnisins felst í því að skerpa á nokkrum þeirra. Um leið og nemendur finna dæmi um notkun hugtakanna á vef Minjasafns Austurlands gera þeir hring um þau á listanum. Ef nemandi er ekki viss hvað ákveðið hugtak þýðir gefst hér kjörið tækifæri til sjálfstæðar þekkingarleitar á leitarvélum netsins, Google sem dæmi.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Myndrit, upplýsingaöflun, hugtakasafn, skipurit, yfirlitsmynd, graf, höfundaréttur, tilvitnun og heimildaskrá.

Verkefni 12 - Spurt & svarað
Verkefni Minjasafns Austurlands eru fjölbreytt og skráningarvinna safnkosts er stór hluti vinnunnar. Nemendur leita svara við spurningunum á verkefnablaðinu og skrá á línurnar.

Aukaverkefni í stílabók - hvað þýða þessi hugtök?
Safnkostur, safnvörður, gagnasafn, varðveislugildi, áfangaskýrsla, kreppa, viðtal, efnahagshrun, niðurstaða og farandssýning.

Verkefni 13 - Sarpur.is
Sarpur.is er vefur sem varðveitir upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Þar er hægt að leita að gömlum munum eftir söfnum. Á verkefnablaðinu eru þrír munir sem nemendur fletta upp og leita nánari upplýsingar um. Svörin skrá þeir á verkefnablaðið. Munirnir eru skráðir undir Minjasafni Austurlands á Sarpi.is.

Lausn
Íleppur
Askur
Sveifarstokkur

Aukaverkefni í stílabók - hvernig vefir eru þetta?
Sarpur.is, bin.arnastofnun.is, já.is, minjasafn.is, rimordabok.is, visindavefur.is, eldgos.is, geimurinn.is, almanak.is og krakkaruv.is.

Umræðupunktar
Ef þú værir að setja upp heimasíðu, um hvað myndi hún fjalla?

Verkefni 14 - Safnhluturinn
Á Minjasafni Austurlands gætir ýmissa grasa. Nemendur velja hlut að eigin vali og gera nánari grein fyrir honum. Fyrir þá sem ekki komast á Minjasafn Austurlands má nota vefinn Sarp.is til að leita að áhugaverðum mun til að fjalla um.

Aukaverkefni í stílabók - hvaða hlutir eru þetta og til hvers voru þeir notaðir?
....








...

Verkefni 15 - Safnaprófið
Að vefrallýi loknu spreyta nemendur sig við krossapróf um Minjasafn Austurlands.

Aukaverkefni í stílabók - hvernig söfn eru þetta og hvar á landinu eru þau?
steinapetra.is, galdrasyning.ismelrakki.is, warandpeace.is, thjodminjasafn.is, thorbergur.is, hnjotur.is, lavacentre.is, selasetur.is, fuglasafn.is, whalesoficeland.is og saeheimar.is.

Umræðupunktar
Hvaða fleiri söfn þekkja nemendur?
Hvaða söfn hafa nemendur farið á?
Er nauðsynlegt að hafa söfn á Íslandi? Rökstyðjið.

Comments are Closed