Almanaksbókin – Janúarpakkinn
- Version
- Download 430
- File Size 1.13 MB
- File Count 1
- Create Date 27. desember, 2015
- Last Updated 12. apríl, 2017
Almanaksbókin - Janúarpakkinn
Fyrsti mánuður ársins er janúar nefndur í höfuð rómverska guðsins Janusar. Sá hafði tvö andlit og horfði bæði til fortíðar og framtíðar. Íslendingar nota gregoríska tímatalið sem kennt er við páfann Gregoríus þann þrettánda. Helstu merkisdagar janúarmánaðar eru 1. janúar, eða nýársdagur, 6. janúar sem oftast er nefndur þrettándinn og svo bóndadagur. Bóndadagur er fyrsti dagur þorra og ber alltaf upp á föstudag í 13. viku vetrar (19. - 25. janúar) en þá er veturinn hálfnaður. Margar skemmtilegar hefðir, gamlar og nýjar, eru til í tengslum við bóndadaginn.
Verkefnablöðin í þessum janúarpakka Almanaksbókarinnar eru fjögur. Veldu skjalið Almanaksbókin - Janúar PDF til að prenta efnið út í góðri prentupplausn.
1) Nemendur fylla inn í dagatalið, svara spurningum og skreyta það og lita eftir fyrirmælum.
2) Fylgst er með hitastigi janúarmánaðar og það skráð inn í mælinn. Nemendur læra hugtakið að þreyja þorrann og skrá veðurfar mánaðarins.
3) Merkisdagar janúarmánaðar eru skoðaðir og gott tækifæri til að ræða þá og vinna meira með nemendum. Skammstafanir vikudaganna eru skoðaðar og unnið aðeins meira með þá. Hér er fyrsti afmælisdagarenningurinn en nemendur skrá afmælisdaga vina og ættingja á renninginn. Tilvalið er að safna mánaðarrenningunum saman, klippa út og hefta í litla bók.
4) Orðasúpa með mánaðarheitunum. Nöfnin eru falin ýmist fram, aftur, upp, niður eða á ská.
Comments are Closed