Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Bangsavinafélagið

Ertu á leið í bangsagöngu? Hér er eitt og annað sem taka má með í hana!

Í mars 2020 hófust óvanalegir tímar og mörg börn geta ekki sótt skóla eða leikskóla af einni eða annarri ástæðu. Sú skemmtilega hugmynd kom upp erlendis að setja bangsa út í glugga til að létta yngstu kynslóðinni lífið og hvetja þau, og fjölskyldur þeirra, að fara út að ganga og telja bangsa í leiðinni. Þetta er frábært verkefni sem nýta má á margan hátt með börnum og hér er vísir að bangsaverkefnasafni sem vinna má í tengslum við þessar skemmtilegu bangsagöngur.

Í samvinnu við Dröfn Vilhjálmsdóttur í skólabókasafninu í Seljaskóla og er svo komið myndarlegt bangsabókasafn með ábendingum um bangsasögur sem hægt er að lesa með börnum. 

Þriggja daga bangsaganga

3ja daga bangsagönguáskorun og töfluskráning!

Fimm daga bangsaganga

5 daga bangsagönguáskorun og súluritaskráning!

25 bangsatalning

25 ólíkir bangsar að lit, gerð og stærð. Hvað má bjóða þér meira?

Bangsaganga talnastrik

Fátt er skemmtilegra en að slá um sig með strikatalningu!

100 bangsa talning

Að telja og skrá 100 bangsa er góð og gagnleg skemmtun!

Bangsalestrarsprettur

16 bóka lestrarsprettur fyrir bangsaaðdáendur á öllum aldri!

Bangsabókadómur

Bangsabókadómur fyrir þá sem vita hvað þeir vilja!

Frægir bangsar og hálfbjarndýr í Disneybókunum

Í Disneybókunum bregður fyrir hinum ýmsu persónum og oftar en ekki eru bjarndýr í aðalhlutverki, eða stóru aukahlutverki. Hver kannast ekki við Bangsímon, Balla björn vin Móglis og Míku þvottabjörninn hennar Pocahontas? Það er gaman að segja frá því að þvottabirnir eru reyndar ekki bangsar heldur rándýr af svokölluðu hálfbjarnaætt.

Smelltu á bækurnar til að sækja skemmtileg þrautahefti frá Disney þar sem bangsarsöguhetjurnr koma fyrir.

Nú er líka tímabundið hægt að hlusta á upplestur Disneybókanna á vef Eddu útgáfu!