Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Aprílpakki – 4 verkefnablöð

[featured_image]
Aprílpakki - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 195
  • File Size 1.04 MB
  • File Count 1
  • Create Date 11. apríl, 2017
  • Last Updated 12. apríl, 2017

Aprílpakki - 4 verkefnablöð

Apríl er fjórði mánuður ársins og nú fara blóm að springa út. Nafnið á rætur sínar að rekja til latneska orðsins aperire sem þýðir að opnast. Á grísku þýðir apríl mánuður Afródítu, en Afródíta var grísk gyðja ástar og fegurðar. Apríl er fyrsti mánuður ársins til að bera 30 daga og páskarnir eru ýmist haldnir hátíðlega í mars eða apríl. Apríl byrjar á skemmtilegum degi en hefð er að gabba einhvern og láta viðkomandi hlaupa fyrsta apríl! Dagur barnabókarinnar er 2. apríl, sem er afmælisdagur H.C. Andersen og alþjóðadagur bókarinnar er 23. apríl. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag í apríl. Misjafnt er hvaða dag en þó er hann alltaf á bilinu 19. - 25. apríl. Svo má ekki gleyma pálmasunnudegi, skírdegi, föstudeginum langa og páskadegi sem tilheyra páskahátíðinni.

Screen Shot 2017-04-11 at 04.57.07

Comments are Closed