Mynd: thorbergur.is
Þórbergur var merkur rithöfundur frá Hala í Suðursveit. Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu sveitarinnar, ásamt lífi og verkum Þórbergs.
Mynd: Kjarninn.is
Jóhann Svarfdælingur tók vaxtakipp um tvítugt og var um tíma talinn hæsti maður heims. Hann átti litríka ævi og starfaði m.a. í fjölleikahúsum erlendis og lék í kvikmyndum. Á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík er að finna Jóhannsstofu með munum og sögu þessa merka manns.
Mynd: Árni Johnsen
Gísli á Uppsölum var einbúi í Seldal á Vestfjörðum þar sem hann stundaði búskap. Hann var málhaltur og átti erfitt uppdráttar í æsku. Gísli var allt tíð einn en ljóst af skrifum hans og ljóðum að hann saknaði félagsskapar mannanna. Á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti má kynnast þessum merka manni og skoða fábrotnar vistarverur hans.