Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Ljósaserían

Ljósaserían er skemmtilegur bókaflokkur fyrir börn sem gefinn er út af Bókabeitunni þar sem nemendur á yngsta og miðstigi geta fundið lesmeti við sitt hæfi. Í samstarfi við Kennarann.is koma nú út fjölbreytt verkefnahefti og spurningapakkar sem tilvalið er að nota í íslenskukennslu og safnavinnu, sem stuðning við heimalestur - eða til uppbrots á námi í öðrum greinum.

Bókaklúbbur Ljósaseríunnar

Bókaklúbbur Ljósaseríunnar er hugsaður fyrir safnakennara, sérkennara, íslenskukennara og bekkjarkennara sem vilja fara í lestrar- og lesskilningsátak með nemendum sínum. Klúbburinn samanstendur af eftirfarandi gögnum:

Forsíða, kjalmiði og baksíða fyrir lausblaðamöppu til að halda utan um gögn lestrarklúbbsins: skráningarblöðin, kápumiðana og lestrarsprettina. Sækja skipulagsgögn hér.

Skráningarblað fyrir nemendur, börn merkja með nafni og bekk og líma inn hvaða bækur þau hafa lesið úr seríunni. Hægt er að velja um nokkra liti.

 Lestrarsprettir eru stutt lestarátök þar sem mínútur eða blaðsíður eru skráðar yfir ákveðið tímabil, ásamt því að halda lestrarbókahald. Sækja 10 daga sprett, 20 daga sprett eða 30 daga sprett.

Hugmyndabanki með viðurkenningum handa nemendum sem lokið hafa lestrarmarkmiðið t.d. lesið 5, 10, 15 eða 20 bækur.

Þátttökublöðin innihalda 25 bókareiti og koma í nokkrum litum. Smelltu á myndirnar til að sækja eintak á PDF formi.

Við lok hverrar bókar fá börnin miða sem þau líma inn í þátttökublað bókaklúbbsins. Smelltu á bókakápurnar til að sækja PDF arkir með litlum myndum af bókakápum Ljósaseríunnar.

Þrautapakkar

Þrautapakkarnir innihalda 12 þrautir og verkefni. Hér er áherslan á lesskilning og málfræði auk þess sem samþætt er við aðrar greinar m.a. stærðfræði og upplýsingatækni. Hvert hefti er sex blaðsíður, síðasta verkefnið er sett upp sem upprifjun og tilvalið að nýta sem námsmatsverkefni. 

Leslyklar og bókamerki

Leslyklarnir innihalda 20 spurningar og svör. Þeir eru tilvaldir fyrir umsjónarkennara og safnakennara til að prenta út og nota til að ræða innihald valdra bóka Ljósaseríunnar hvort sem er í einstaklingsvinnu eða leshringjum. Hér er áherslan á lesskilning og bókmenntatengd hugtök eins og persónur, sögusvið, innri og ytri tíma, upphaf, miðju og endi sem dæmi. Leslyklarnir eru margnota gögn sem nýtast kennurum á öllum námsstigum. Þar sem spurningar og svör eru á lyklinum er ekki gert ráð fyrir að þeim sé dreift til nemenda. 

Bókamerki fylgja með leslyklum Ljósaseríunnar. Þau innihalda sömu spurningar og leslyklarnir en engin svör. Bókamerkjunum er gott að dreifa með bókunum þar sem nemendur geta bæði notað þau sem bókamerki meðan lesið er, sem stuðning og upprifjun við lesturinn og einnig geta umsjónarkennarar nýtt gögnin í ritun og lesskilningsvinnu þar sem svörin eru unnin í stílabók.

Skólatilboð

Ljósaseríuklúbburinn er frábær klúbbur fyrir hressa krakka. Fjórum sinnum á ári fá áskrifendur senda glænýja bók inn um lúguna. Bækurnar berast áskrifendum áður en þær fara í almenna sölu. Skráðu þig í klúbbinn hér.

Bókabeitan veitir grunnskólum einnig afslátt af bekkjarsettum. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið bokabeitan@bokabeitan.is til að fá tilboð.

Jólaratleikur Stúfs

Það er engin lognmolla í kringum Stúf karlinn og nú er hann kominn á kreik með skemmtilegan jólaratleik.

Pakkinn samanstendur af boðskorti sem tilvalið er að senda þeim árgöngum sem eru að lesa og vinna með Ljósaseríuna, 20 spjöldum með fjölbreyttum þrautum, þátttökublaði fyrir nemendur, svarlykli fyrir kennara og viðurkenningarskjali í formi jólakúlu. Smelltu á myndina til að nálgast jólaratleikinn hans Stúfs.

Annað kennsluefni Bókabeitunnar