Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Stafrófið

Það er alltaf gaman að vinna með stafrófið og hér er vísir að fjölbreyttum verkefnum. Smelltu á myndirnar til að sækja efnið. 

Efnið samanstendur af 38 blaðsíðum þar sem hver stafur á sína blaðsíðu. Aftast er allt stafrófið í heild sinni.

Mikla visku má finna í íslenskum málsháttum og hér er lítið hefti með völdum málsháttum í stafrófsröð.

Frú Endurvinnsla er öll í umhverfisvernd og útbjó því stafróf til að líma á plastflöskutappa.

Hvað er skemmtilegra en að klippa, föndra, líma og spila svo skrafl? Meira í boði Frú Endurvinnslu.

Bjöllustafróf hástafir

Bjöllustafróf með hástöfum og lágstöfum sem gaman er að skoða í tengslum við lesbjöllurnar.

Nemendur klippa blaðið út, líma í stílabók og finna orð sem byrja á bókstöfum stafrófsins.

Þekkir þú röð bókstafanna? Hér er flott klippiverkefni sem felst í að raða þeim í rétta stafrófsröð.

Tveir fyrir einn í boði Flakkarans: Afruglaðu stjörnumerkin og raðaðu í stafrófsröð.

Á konudaginn er ekki verra að spreyta sig á stafrófinu af kvenmannsnöfnum!

Kanntu að tala eins og sjóræningi? En raða sjóræningjaorðum í stafrófsröð? En fallbeygja orðin?

Það er hönnun allt í kringum okkur, allt frá litlum húsmunum og húsgögnum upp í stór mannvirki og samgönguæðar. En er hægt að fylla heilt stafróf af hönnun?