Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Lestrarhefti

Lestrarheftin eru 8 blaðsíðna hefti með fjölbreyttum verkefnum tengdum lestri og bókmenntum. Þau eru hugsuð sem stuðningsefni við heimalestur yfir skólamánuðina og í hverju hefti er að finna lestrarskráningarblað þar sem nemendur geta skráð lesnar mínútur.

Sérstakt sumarlestrarhefti má einnig finna neðst á síðunni en það er skemmtilegur lestrarsamningur sem nemendur gera við foreldra sína í júní, júlí og ágúst. Tilgangur þess er að viðhalda lestrarfærni sem börn hafa náð á skólaárinu en algengt er að lesturinn dali nokkuð yfir sumartímann. 

100 bóka áskorun Kennarans er lestrarátak sem byggist á því að börn lesa 100 bækur yfir 6 mánaða tímabil og skila inn þátttökuseðlum. Samhliða því að lesa bækur og tímarit þurfa börn að skrá niður bókatitlana og senda inn ásamt nafni, síma og heimilisfangi. Fyrsta lestrarátakið hóf göngu sína á vordögum 2016 og nú stendur 5. átakið yfir. Dregið verður úr innsendum seðlum fyrstu vikuna í september næstkomandi. Smelltu HÉR til að sækja þátttökugögn.