Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Merkisdagar

Merkisdagar eru til þess fallnir að minnast eða vekja athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum um heim allan. Íslendingar eiga sína fánadaga og aðra daga sem eiga djúpar menningarrætur.

Almanaksbókin er lifandi verkefnabók án ártala og því tímalaus ef svo má segja. Hér finnur þú ýmsan fróðleik um mánuði, daga og vikur á einum stað, og getur prentað út fjölbreytt verkefni til að vinna með nemendum. Einnig verða sett upp skjöl sem hægt er að nota í kennsluskipulaginu eða til að lífga upp á skólastofuna. Þannig fylgja sem dæmi alltaf flögg með mánaðarheitunum sem hægt er að klippa út, festa á band og hengja upp. Reikna má með því að verkefnagrunnur Almanaksbókarinnar vaxi og dafni með ári hverju og því tilvalið að safna þeim saman. Fyrir áhugasama má prenta út forsíður á bókina hér

Merkisdagar eftir mánuðum

Margir skemmtilegir merkisdagar eru allt árið um kring. Sumir tengjast íslenskri sögu og menningu, aðrir árstíðatengdum viðburðum og enn aðrir eru alþjóðlegir. Þá eru mörg verkefni í gangi sem spanna heila mánuði og má þar nefna Mottumars, Sykurlausan september og Bleikan október sem dæmi. 

Flakkarinn hefur sérlegan áhuga á merkisdögum og í samstarfi við Barnablað Morgunblaðsins birt fjölmarga skemmtilega einblöðunga sem tengjast íslenskum og alþjóðlegum dögum. Hér má nálgast þessi verkefni eftir mánuðum. Smelltu á hnappana til að kynna þér málið.

Áhugaverðir tenglar

Dagatöl sem ná frá árinu 1901 til næsta árs.

 

Merking og uppruni orða í dagatölum og tímatali.

Dagatöl tengd endurvinnslu og -nýtingu.

Merking og uppruni orða í dagatölum og tímatali.

Flott síða til að með tímatali og útreikningi.