Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Almanaksbókin – Febrúarpakkinn

[featured_image]
Almanaksbókin - Febrúar PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 277
  • File Size 1.33 MB
  • File Count 1
  • Create Date 2. febrúar, 2016
  • Last Updated 12. apríl, 2017

Almanaksbókin - Febrúarpakkinn

Annar mánuður ársins er febrúar, nefndur í höfuð rómverska guðsins Februusar. Helstu merkisdagar febrúarmánaðar eru dagur stærðfræðinnar ávallt haldinn fyrsta föstudag mánaðarins, 112 dagurinn haldinn 11. febrúar og Valentínusardagurinn, eða dagur elskenda, haldinn 14. febrúar. Í febrúar líkur þorranum með þorraþræl en svo nefnist síðasti dagur gamla mánaðarheitisins. Fyrsti dagur góu er gjarnan nefndur konudagurinn og ber alltaf upp á sunnudaginn í 18. viku vetrar. Þá má ekki gleyma bolludegi, sprengidegi og öskudegi sem allir eiga sína merkilegu sögu samtvinnaða trúarlegum rótum hinnar 7 vikna páskaföstu.

Verkefnablöðin í þessum febrúarpakka Almanaksbókarinnar eru fjögur. Veldu skjalið Almanaksbókin - Febrúar PDF til að prenta efnið út í góðri prentupplausn.

1) Nemendur fylla inn í dagatalið, svara spurningum og skreyta það og lita eftir fyrirmælum.

2) Fylgst er með hitastigi febrúarmánaðar og það skráð inn í mælinn. Nemendur skrá veðurfar mánaðarins og læra lagið Þorraþræll.

3) Merkisdagar febrúarmánaðar eru skoðaðir og gott tækifæri til að ræða þá. Skammstafanir mánaðarheita eru skoðaðar og unnið aðeins með vikudagana. Hér er fyrsti afmælisdagarenningurinn en nemendur skrá afmælisdaga vina og ættingja á renninginn. Tilvalið er að safna mánaðarrenningunum saman, klippa út og hefta í litla bók.

4) Tölfræðiverkefni með mánaðarheitunum þar sem tilgangurinn er að festa inni heiti og númer mánaðanna. Nemendur spinna bréfaklemmu um blýantsodd til að safna gögnum í súluritið. Unnið með hugtökin oftast og sjaldnast.

feb

Comments are Closed