Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Frú Endurvinnsla

Frú Endurvinnsla safnar skemmtilegum, umhverfisvænum hugmyndum og mun gefa út reglulega nytjapakka þar sem hún sýnir hvernig endurnýta má margvíslega hluti í skólastofunni hvort heldur sem kennslugögn, fyrir kennsluskipulagið eða námsgreinarnar sem slíkar.

Frú Endurvinnsla hvetur skólastarfsfólk til að breyta drasli í djásn og nýta til þess glerkrukkur, íspinnaspítur, klósettrúllur, morgunverðarbox, föt, plastflöskutappa og margt fleira. Fyrsti gagnapakkinn kemur haustið 2016 þar sem sett verða upp ýmis gögn sem kennarar geta klippt út, límt á plastflöskutappa og notað í kennslunni.

Fyrsti pakkinn er styrktur af SORPU og samanstendur af tappaverkefnum. Efnið er í yfirlestri og birtist á vefnum í byrjun október 2016.

Tappabingó

Sækja gögn

Bjölludómínó

Sækja gögn

Tappastærðfræði

Sækja gögn

Tappastafróf

Sækja gögn

Tappalúdó

Sækja gögn

Tappatafl

Sækja gögn

Tappamunstur

Sækja gögn

Tappaskrafl

Sækja gögn