Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Bjölluritun

Maríuhænur eru fallegar bjöllur en það er ekki síður fróðlegt að fræðast um þær í þeirra náttúrulega umhverfi. Vissir þú að flestar tegundirnar eru rándýr? Náðu í þennan orðalista og bréfsefni ef þig vantar skemmtilegt ritunarverkefni. Smelltu á bláa PDF linkinn efst á síðunni til að sækja gögnin á prenthæfu formi.

Ítarefni:

Lesbjöllur

Lestrarátakið samanstendur af 30 bjöllum og þegar nemandi hefur lesið í ákveðið langan tíma má hann lita yfir bjöllu sem nemur lestrartímanum. Ef lesið er lengur en 30 mínútur má lita fleiri en 1 bjöllu. Lesbjöllurnar má nota sem átak í heimalestri og/eða í yndislestri á skólatíma. Með lesbjöllunum fylgir hornbókamerki fyrir þá sem vilja klippa, lita og líma.

Stimpilkort

Verður heimanám í vetur? Vantar sniðugt talningakerfi fyrir stimpla, gatara eða límmiða? Viltu hefja skólastarfið á 10 daga lestrarspretti? Stimpilkortið er fyrir íslensku og stærðfræði og má nýta á margvíslegan máta í skólastarfinu.