Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Októberlestur í svarthvítu

Í októberlestrarheftinu má finna fasta liði eins og bókadóm, 31 daga lestrarátak og orðasafn sem að þessu sinni tengist sagnorðum. Að auki fylgja 2 hurðarhengi til að plasta og nota á herbergishurðina, lestraráskorun #1 og bókaflipi þar sem nemendur leysa verkefni í stílabók. Októberheftið er styrkt af Eddu útgáfu, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af skjalinu.

Októberlestur í lit

Í októberlestrarheftinu má finna fasta liði eins og bókadóm, 31 daga lestrarátak og orðasafn sem að þessu sinni tengist sagnorðum. Að auki fylgja 2 hurðarhengi til að plasta og nota á herbergishurðina, lestraráskorun #1 og bókaflipi þar sem nemendur leysa verkefni í stílabók. Októberheftið er styrkt af Eddu útgáfu, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af skjalinu.

Septemberlestur í svarthvítu

Septemberlestur inniheldur orðasafn, bókadóm, bókareglur, bókamerki, 30 daga lestrarátak (mínútur skráðar og/eða lesnar blaðsíður), og bókahillu ásamt gátlista til efla samstarf heimilis og skóla. Bók er best vina segir máltækið og nú er um að gera að koma vetrarlestrinum af stað. Lestrarheftið er í boði Ferðafélags barnanna sem býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir árið um kring.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af septemberlestrarheftinu í svarthvítu.

Septemberlestur í lit

Septemberlestur inniheldur orðasafn, bókadóm, bókareglur, bókamerki, 30 daga lestrarátak (mínútur skráðar og/eða lesnar blaðsíður), og bókahillu ásamt gátlista til efla samstarf heimilis og skóla. Bók er best vina segir máltækið og nú er um að gera að koma vetrarlestrinum af stað. Lestrarheftið er í boði Ferðafélags barnanna sem býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir árið um kring.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af septemberlestrarheftinu í lit.

Sumarlestur í svarthvítu

Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin. Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.

Sumarlestur í lit

Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin.

Sumarlestrarheftið má einnig fá í svarthvítu.

Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.

Maílestur í svarthvítu

Þá er komið að næstsíðasta lestrarheftinu í þessum flokki, skólaárið farið að styttast allverulega í annan endann og sumarfríið á næsta leiti. Í maíheftinu er litið um öxl, lestur vetrarins settur upp í súlurit á sama tíma og horft er fram á við og skorað á nemendur að taka 100 bóka lestrarátak. Skilafrestur er 1. desember og vegleg óvissuverðlaun í boði. Lestrarhestar geta hvílt sig ögn og reynt við orðamyllu eða útbúið sína eigin bókasúpu samhliða því að rýna í ólíkar skapgerðir í persónusköpun. Alþjóðadagur fjölskyldunnar er 15. maí og hvað er þá meira við hæfi en að rifja upp húslesturinn og baðstofubókmenntirnar sem Íslendingar hafa dundað sér við öld fram af öldum? Gleðilegt sumar og takk fyrir lestrarveturinn. Heftið er í boði H-Berg sem framleiðir margvíslegt heilsugóðgæti. Það er ekki vitlaust hugmynd að gera sér dagamun og setjast út í sumarblíðuna með þurrkaða ávexti, hnetur og annað lestrarfóður frá þeim.

Myndaskrá:

Bókargrunnur: http://image005.flaticon.com/28/png/512/33/33490.png

Yoda: http://silhouettesfree.com/movies/star-wars/yoda-silhouette-image.png

Penni: http://vignette1.wikia.nocookie.net/creepypasta/images/9/9c/Ball-pen-154998_1280.png/revision/latest?cb=20150204192111

Geislasverð: http://worldartsme.com/lightsaber-black-and-white-clipart.html#gal_post_65261_lightsaber-black-and-white-clipart-1.jpg

Maílestur í lit

Þá er komið að næstsíðasta lestrarheftinu í þessum flokki, skólaárið farið að styttast allverulega í annan endann og sumarfríið á næsta leiti. Í maíheftinu er litið um öxl, lestur vetrarins settur upp í súlurit á sama tíma og horft er fram á við og skorað á nemendur að taka 100 bóka lestrarátak. Skilafrestur er 1. desember og vegleg óvissuverðlaun í boði. Lestrarhestar geta hvílt sig ögn og reynt við orðamyllu eða útbúið sína eigin bókasúpu samhliða því að rýna í ólíkar skapgerðir í persónusköpun. Alþjóðadagur fjölskyldunnar er 15. maí og hvað er þá meira við hæfi en að rifja upp húslesturinn og baðstofubókmenntirnar sem Íslendingar hafa dundað sér við öld fram af öldum? Gleðilegt sumar og takk fyrir lestrarveturinn. Heftið er í boði H-Berg sem framleiðir margvíslegt heilsugóðgæti. Það er ekki vitlaust hugmynd að gera sér dagamun og setjast út í sumarblíðuna með þurrkaða ávexti, hnetur og annað lestrarfóður frá þeim.

 

Myndaskrá:

Bókargrunnur: http://image005.flaticon.com/28/png/512/33/33490.png

Yoda: http://silhouettesfree.com/movies/star-wars/yoda-silhouette-image.png

Penni: http://vignette1.wikia.nocookie.net/creepypasta/images/9/9c/Ball-pen-154998_1280.png/revision/latest?cb=20150204192111

Geislasverð: http://worldartsme.com/lightsaber-black-and-white-clipart.html#gal_post_65261_lightsaber-black-and-white-clipart-1.jpg

Apríllestur í svarthvítu

Gleðilegan apríl og takk fyrir mars! Nú styttist heldur betur í skólaárinu en engu að síður má hvergi slaka á í lestrinum. Margir skemmtilegir merkisdagar eru í apríl og ber hæst alþjóðadag barnabókarinnar þann 2. apríl á afmælisdegi H.C. Andersens og alþjóðadag bókarinnar þann 23. apríl. Pakkinn er fjölbreyttur að vanda og meðal annars má vinna KVL bókagerð, skrýtna orðasafnið og eftirlýsingu. Aprílheftið er í boði Ferðafélags Íslands sem rekur Ferðafélag barnanna, frábært heilsársverkefni fyrir börn þar sem farið er í fjölbreyttar ævintýraferðir allt frá fjörum til fjalla. Kennarinn fór í skemmtilega hjólaferð í vetur með leiðsögn, og hvetur alla til að fylgjast með dagskránni þeirra á facebook.

Marslestur í svarthvítu

Þá er marsmánuður runninn upp og vorið á næsta leiti. Mars er skemmtilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þeirra lestrartengdu merkisdaga sem einkenna hann. Sem dæmi er 2. mars fæðingardagur barnabókarithöfundarins Dr. Seuss og haldinn honum til heiðurs,  21. mars er alþjóðlegur dagur ljóðsins og 25. mars er tileinkaður J.R.R. Tolkien. Pakkinn að þessu sinni inniheldur meðal annars sendibréf til sögupersónu, orðakubb, hraðapróf og orðatiltæki tengdum bókum og lestri. Lestrarheftið er í boði Merkilega klúbbsins sem starfræktur er af Frímerkjasölu Póstins. Merkilegi klúbburinn er mjög áhugaverður félagsskapur barna sem vilja safna, fræðast og skipta á frímerkjum. Leynist frímerkjasafnari í þínum bekk?