Það er gaman að útbúa sitt eigið bókamerki og ekki verra ef það tengist þemavinnu eða bókunum sem verið er að lesa. Smelltu á myndirnar til að sækja PDF skjal með bókamerkjunum.
Uglubókamerkin birtust í vefriti Kennarans fyrir nokkrum misserum og koma í 6 litum. Einnig má nálgast þau í svarthvítu.
Útbúin voru bókamerki fyrir hverja bók í fyrstu seríunni af Óvættaför. Með hverju ævintýri er hægt að velja um 6 gerðir til að lita.
Bjöllubókamerkið er skemmtilegt hornbókamerki til að föndra og fylgir samnefndum lestrarspretti Kennarans.