Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Sæslangan Sepron

[featured_image]
Sæslangan Sepron - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 170
  • File Size 1.84 MB
  • File Count 1
  • Create Date 6. ágúst, 2016
  • Last Updated 13. september, 2016

Sæslangan Sepron

saeslangan_sepron saeslangan_sepron2 saeslangan_sepron3 saeslangan_sepron4

"Avantíu stafar ógn af verndarvættum ríkisins, sem galdramaður hefur lagt á ill álög. Til að bjarga ríkinu og íbúum þess verður Tom að berjast við sjávarskrímslið Sepron upp á von og óvon!" (IÐNÚ, ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 2)

2. pakki (verkefni 5 - 8) – efnistök/markmið

Verkefni 5: Samsett orð og ritun

Í ævintýrinu um sæslönguna koma fyrir mörg samsett orð. Í fyrsta námsefnispakka þurfa nemendur að greiða úr smá flækju og para orð úr sögunni saman. Þau rita orðin jafnframt niður. Lykilorðavinna þessa þrautapakka felst í því að kynnast ýmsum hugtökum varðandi bókina sjálfa og fyrstu orðin eru blaðsíða, textalína og orð.

Ef nemendur finna fleiri samsett orð í sögunni og skrá í stílabók geta þeir unnið sér inn aukastig.

Verkefni 6: Nafnorð, eintala og fleirtala

Nemendur fletta bókinni og leita að 10 nafnorðum og rita í reiti fyrir ofan orðasúpu. Eintölumynd orðanna fer í dálka en fleirtölumyndir eru ritaðar í orðasúpuna. Nemendur ráða hvernig þeir raða orðum inn og fylla loks upp í súpuna. Hér er skemmtilegt tækifæri til að ljósrita afrakstur bekkjarins og búa til safn af ólíkum nafnorðasúpum úr bókinni. Í lykilorðinu er lögð áhersla á hugtakið greinaskil og aukastig fást með því að skrifa setningar sem innihalda orðin í orðasúpunni. Fullt hús stiga fæst með því byrja setningar á stórum staf og enda á punkti.

Verkefni 7: Tvöfaldir samhljóðar, ritun og leikur

Nú ráða teningar kasti! Nemendur þurfa 2 slíka hver til að klára þraut 7 og markmiðið er að finna orð í sögunni sem innihalda tvöfalda samhljóða. Orðin rita þau á réttan stað í töflunni. Dæmi: Fái nemandi 2 og 5 er valið hvaða reikniaðgerð skal nota.

5 – 2 = 3: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –ff orð

5 + 2 = 7: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –mm orð

5 x 2 = 10: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –rr orð

5 / 2 = ?: Gengur þessi reikniaðgerð upp miðað við forsendur? Umræður.

Hvert kast gefur rétt á einu orði og tilvalið að nota tímatakmörk (t.d. 2-3 mínútur) til að finna orðið í bókinni. Þá geta 2 og 2 spilað saman og tekið tímann til skiptis. Ef ekki finnst orð innan tímaramma má setja x yfir reitinn eða segja pass. Athygli er vakin á því að engin orð finnast í textanum sem innihalda –ff nema samsetta orðið hafflötur. Eins eru eingöngu 2 orð sem innihalda –bb (pabbi bls. 43 og krabba bls. 74). Lykilorð þessa verkefnis leggur áherslu á málsgrein og raðtöluorð og aukastigin tengjast tímatöku þar sem hvert orð gefur 5 stig á fyrstu 30 mínútur leiksins.

8. Hugarkort, bókmenntahugtök upprifjun og ritun

Nemendur rifja upp ævintýrið um Sepron og fylla inn í hugarkort. Skrá þarf upphaf, atburði, endi, aðalspersónur, aukapersónur og sögusvið. Lykilorðið leggur áherslu á hugtökin blaðsíða og textalína, og aukastig fást með því að margfalda 2 teninga saman.

 

Lykilorð 2. pakka: Hetjan Tom frelsar ófreskjuna.

 

Comments are Closed