Hugmyndin að gagnabanka fyrir kennara kviknaði vorið 2013. Í fyrstu var stofnuð Facebooksíðan Kennarinn, þá Pinterestsíða og aðrar samfélagssíður fylgdu í kjölfarið. Með námi í margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla fylgdu nýjungar á borð við Vefrit Kennarans, Dreifildi Kennarans og fræðslumyndbönd ásamt því að undirbúningur fyrir heimasíðu hófst. Verkefnastjóri og eigandi verkefnisins er Unnur María Sólmundsdóttir, kennari og námsefnishöfundur.