Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Skipulagsbókin

Skipulagsbókin er fyrsta fjáröflunarverkefni útgáfunnar og sett fram í tilraunaskyni með sjálfsafgreiðslusniði, þar sem reynir á samvisku hvers og eins 🙂

Til að mæta mismunandi þörfum er hægt að velja úr fjölbreyttum innsíðum sem kennarar prenta sjálfir út, fjölfalda og gorma. Hvert niðurhal kostar 100 kr. en mismunandi er hvort um staka síðu eða opnu (2 síður) er að ræða, sjá nánar hvert og eitt skjal. Með niðurhali er átt við hvert skipti sem PDF gögn eru sótt á vefnum óháð fjölda blaðsíðna í niðurhalspakkanum.

Þegar þú hefur sótt skjölin fyrir þína skipulagsbók er næsta skref að telja niðurhalið, reikna verð og millifæra inn á reikning 537-26-100222, kt. 020373-3699.

Vinsamlegast sendið tilkynningu um millifærsluna á netfangið kennarinn123@gmail.com. Gjarnan má senda upplýsingar um kaupanda og heimilisfang á sama netfang (val) því það er aldrei að vita nema heppinn samviskusamur kennari hljóti glaðning þegar líður á skólaárið 🙂

Ef þú hefur sérstakar óskir um skjöl til uppsetningar þá er sjálfsagt að verða við þeirri beiðni. Einnig er hægt að panta skipulagsbók, með nafnalistum, afhenta tilbúna á PDF formi. Verð miðast við umfang hverju sinni en grunngjald er 3500 kr. 

Mætingarlistann er hægt að hlaða niður í tölvuna og opna í PDF-Escape til að skrá nöfn nemenda í reitina áður en fjölfaldað er.

Gott er að hafa yfirlit yfir heimavinnuskil á vísum stað. Hér má ýmist merkja x við hver skil eða skrá einkunn. Skjalið inniheldur tvær síður.

Hægt er að velja um skjal fyrir 2, 3, 4, 5 eða 6 hópa. Nöfn nemenda má fylla inn með PDF-Escape.

Það er gott að hafa lykilorð skráð á vísum stað fyrir þá sem gleyma. Með skjalinu fylgja einnig minnismiðar fyrir nemendur til að plasta og klippa út.

Minnismiðana má merkja í PDF-Escape áður en prentað er. Tilvalið er að skrá notendanafn og lykilorð aftan á miðana, plasta og afhenda börnum í tölvutímum.

Það er alltaf gott að hafa dagatal við höndina. Ef skóladagatalið er komið út er þjóðráð að setja eintak af því í skipulagsbókina.

Það er góð regla að syngja fyrir sumarafmælisbörnin í upphafi skólaárs svo allir sitji við sama borð í þeim efnum :-). Svo er auðvitað gott að hafa afmælisdagana á einum stað.

Vikuplanið er hjálpargagn fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast samhliða kennslunni og vilja nýta matartímana til að matast 😉 (En ekki hvað?)

Mánaðarplanið er opna (2 blaðsíður) og gott yfirlit með stórum reitum til að skrá ýmsar upplýsingar s.s. viðburði, afmæli, þemadaga, innkaup, skólaferðalög, markmið og fleira.