Mætingarlistann er hægt að hlaða niður í tölvuna og opna í PDF-Escape til að skrá nöfn nemenda í reitina áður en fjölfaldað er.
Gott er að hafa yfirlit yfir heimavinnuskil á vísum stað. Hér má ýmist merkja x við hver skil eða skrá einkunn. Skjalið inniheldur tvær síður.
Það er gott að hafa lykilorð skráð á vísum stað fyrir þá sem gleyma. Með skjalinu fylgja einnig minnismiðar fyrir nemendur til að plasta og klippa út.
Minnismiðana má merkja í PDF-Escape áður en prentað er. Tilvalið er að skrá notendanafn og lykilorð aftan á miðana, plasta og afhenda börnum í tölvutímum.
Það er alltaf gott að hafa dagatal við höndina. Ef skóladagatalið er komið út er þjóðráð að setja eintak af því í skipulagsbókina.
Það er góð regla að syngja fyrir sumarafmælisbörnin í upphafi skólaárs svo allir sitji við sama borð í þeim efnum :-). Svo er auðvitað gott að hafa afmælisdagana á einum stað.