Haustið 2016 fékk Kennarinn.is fyrstu boð um að mæta með kynningar og efni á kennaraþing, annars vegar á kennaraþing Vesturlands á Grundarfirði og hins vegar kennaraþing Suðurlands, á Hellu. Í báðum tilfellum var vel tekið á móti aðstandendum útgáfunnar og virkilega gaman að fá tækifæri til að kynna það sem Kennarinn.is stendur fyrir.
Á kennaraþingi Vesturlands gaf útgáfan 30 manna starfsmannatertu í happdrætti þar sem Grunnskólinn í Búðardal varð hlutskarpastur. Á kennaraþingi Suðurlands var brugðið á leik með kennurum og unnið saman að námsefni. Þátttökuhappdrætti, 60 manna starfsmannaterta, var undir og hlaut Vallaskóli Selfossi gottið í kroppinn. Afrakstur vinnunnar er í uppsetningu.