Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Léttlestrarbækur Óðinsauga

 

Léttlestrarbókum Óðinsauga útgáfu er ætlað að auka áhuga barna á lestri. Stuttar setningar á hverri blaðsíðu gera það að verkum að þau ráða frekar við lesturinn og þeim líður vel yfir eigin árangri. 

Nú er hægt að sækja litla verkefnapakka við fyrstu 5 bækurnar. Þeir eru settir upp í takt við áherslur í íslensku í fyrstu bekkjum grunnskólans og aðferðafræði Byrjendalæsis. 

Hver verkefnapakki samanstendur af 4 blaðsíðum og leiðbeiningum fyrir kennara. Tilvalið er að safna verkefnablöðunum saman í stærra hefti. Ef um sérstök klippiverkefni er að ræða í verkefnapökkunum má nálgast þau í kennsluleiðbeiningunum.

Baldur borar í nefið og stingur hori upp í sig þegar hann heldur að enginn sjái til hans!

Úlfar úrilli er neikvæður og tja... úrillur. Hann vill aldrei gera neitt sem aðrir biðja hann um!

Jóni draug finnst gaman að njósna um fólk. Hann heldur að enginn sjái sig en það er smá misskilningur!

Kisi heldur að hann sé fugl en gengur bæði illa að fljúga og synda. Hvers konar fugl er hann þá? Furðufugl?

Kata klára er ótrúlega fjölhæf og dansar, syngur, reiknar og teiknar... En er hægt að vera góður í öllu?

Nú gefst leik- og grunnskólum kostur á að panta bekkjarsett af Léttlestrarbókum Óðinsauga útgáfu. Bekkjarsettið inniheldur 25 eintök og stykkjaverð einungis 790 krónur, kostar annars 1199 krónur. Pöntun er hægt að senda á netfangið pantanir@odinsauga.com.

Heimasíða Óðinsauga
Facebooksíða Óðinsauga
Panta bekkjarsett