Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

100 Gæðastundir

100 gæðastundir Kennarans er fyrir börn og foreldra á leik- og grunnskólaaldri. Átakið byggist annars vegar á lestri og hins vegar samræðum. Nemendur krossa yfir reit í hvert sinn sem lesið er fyrir þau. Foreldri velur 2 orð eða orðatiltæki til að útskýra fyrir barninu og skrá í meðfylgjandi hefti ásamt lesefninu sem farið er í.

100 daga lesturinn hóf göngu sína vorið 2017. Næsti skilafrestur er 2. apríl, á degi barnabókarinnar.

Sigurvegari 100 stunda lestrarátaks #1

Fyrsta 100 stunda lestrarátakið hóf göngu sína haustið 2016 og skilafrestur var 2. apríl 2017. Dregið var úr innsendum seðlum 17. apríl 2017 og vinningurinn var ekki af verri endanum. Það var Karen Björg Stefnisdóttir, 6 ára nemandi í Ísaksskóla sem bar sigur úr býtum en hún fékk:

# 2 miða á Vísindasýningu Villa frá Borgarleikhúsinu

# bókina Þín eigin hrollvekja frá Ævari vísindamanni

# afþreyingarpakka með söguteningum, stafastimplum, þrautabókum og litum frá Tiger

# spilastokkinn Stafastuð frá Báru og Eyrúnu, hönnuðum spilsins

Við óskum Karenu Björgu Stefnisdóttur innilega til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur verða leystir út með þátttökuviðurkenningu og glaðningi.

Styrktaraðilar 100 stunda lestrarátaks #1