Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

IBBY

IBBY, The International Board on Books for Young People, eru alþjóðleg samtök með deildir í yfir 60 ríkjum víðs vegar um heim. Íslandsdeild IBBY var stofnuð árið 1985 og frá upphafi hefur starfið verið fjölþætt. Deildin hefur meðal annars gefið út tímaritið Börn og menning um margra ára skeið, veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar og haldið árlegar ráðstefnur í Gerðubergi.

IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar, 2. apríl, með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár verður lesin upp sagan Fjársjóður ömmu Gógóar eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Hægt verður að hlusta á upplestur á RÚV þann 13. apríl 2023 kl. 09:05.

Undanfarin ár hefur einnig verið útbúið námsefni fyrir grunnskóla. Efnið er samið af Unni Maríu Sólmundsdóttir og myndlýst af Sóldísi Perlu Ólafsdóttur, nemanda í 10. bekk Breiðholtsskóla.

2022

Það er skrímsli í súpunni minni

eftir Guðna Líndal Benediktsson

_______________

Smásaga

Námsefni

Upplestur

2023

Fjársjóður ömmu Gógóar

eftir Arndísi Þórarinsdóttur

_______________

Smásaga

Námsefni

Upplestur