Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Gefa – Taka

3_gefa_taka_spilabord-01

Gefa – Taka er spil sem reynir á samskipti og félagsfærni á sama tíma og nemendur þjálfa með sér rökhugsun og þjálfast í lestri.

Spilareglur

Spilgefa_taka_midar-01ið samanstendur af spilaborðum og blöðum sem innihalda myndir og nöfn. Gott er að plasta gögnin áður en myndirnar eru klipptar niður. Nemendum spila í 3-4 saman og hver leikmaður fær reitað skjal með málshætti en miðarnir eru settir á hvolf í bunka. Spilið hefst og fyrsti leikmaður dregur miða. Ef hann dregur mynd má hann leggja hana á reit þar sem stendur mynd. Ef hann hefur dregið nafn viðfangsefnsins áður en hann hefur fengið myndina af því verður hann að skila miðanum aftur í bunkann.

Til að leikmaður geti hafið söfnun þarf hann fyrst að draga eina mynd og safnar svo miðum með orðunum þar undir. Mögulega gengur leikurinn í nokkra hringi áður en söfnun getur hafist. Leikmenn draga svo koll af kolli. Ef leikmaður 1 er búinn að fá mynd en leikmaður 2 dregur nafnið sem fylgir henni verður sá síðastnefndi að GEFA leikmanni 1 miðann sinn. Ef leikmaður 1 er hinsvegar kominn með 1 mynd og 2 nöfn (á bara 1 auðan reit eftir fyrir nafn) má leikmaður 2 TAKA alla miðana hans og raða á sitt spilaborð svo lengi sem enn er pláss á því. Sá leikmaður sem fyrstur nær að fylla upp í sitt spilaborð vinnur leikinn.

bordspil_gefa_taka_Forsida-01

GEFA OG TAKA FISK inniheldur myndir og heiti algengra íslenskra fiska við Íslandsstrendur. Það kom út í tengslum við Hafið, 6. tölublað af Vefriti Kennarans.