Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Flakkarinn

Flakkarinn

 

Flakkarinn er nýtt fjölbreytt afþreyingarefni fyrir börn.

Markmiðið er að auka orðaforða, efla lesskilning, skerpa rökhugsun og eiga góða stund með leik og þrautum.

 

Flakkarinn hefur mikinn áhuga á merkisdögum, jólafríum, páskafríum og auðvitað sumarfríum, og er klárlega gaurinn sem þú vilt taka með þér í fríið!

 

Flakkarinn er flottur fyrir þá sem þurfa að leysa af í kennslu með stuttum fyrirvara, skemmtilegur sem uppbrot í tímum og hentugur fyrir stöðvavinnu í íslensku og samfélagsfræði. 

 

Páskablaðið 2016 er fyrsta þrautablað Flakkarans. Í því er að finna þrautir og afþreyingu til að dunda við í páskafríinu. Blaðið er í boði Parketstöðvarinnar sem sérhæfir sig í öllu því sem lítur að slípun, lökkun og lagningu. Takk fyrir stuðninginn! 

Fylgstu með Flakkaranum á facebook, þar munu upplýsingar um nýjustu verkefnin birtast jafnóðum og þau eru tilbúin!
Ertu að fara á flakk með skólanum þínum, eða íþróttafélaginu, og vantar fjáröflunarverkefni? Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Ertu með skemmtilegar hugmyndir að verkefnum fyrir Flakkarann? Okkur þætti gaman að heyra frá þér svo endilega sendu línu!

Flakkað um síður Barnablaðs Morgunblaðsins

 

Flakkarinn er mættur í sunnudagsblað Morgunblaðsins og ætlar að vera með fjölbreytt og árstíðartengd afþreyingarefni næstu vikur og mánuði. Einnig verður hægt að nálgast þrautirnar hér af heimasíðunni. Smelltu á myndirnar til að nálgast PDF eintak til útprentunar.

 

Janúarverkefni

Febrúarverkefni

Marsverkefni

Aprílverkefni

Maíverkefni

Júníverkefni

Ágústverkefni

Septemberverkefni

Októberverkefni

Nóvemberverkefni

Desemberverkefni

Eitt og annað