Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Sagnorð – dýrahljóðin

[featured_image]
Sagnorð - Hvað segja dýrin? PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 345
  • File Size 943.25 KB
  • File Count 1
  • Create Date 24. apríl, 2017
  • Last Updated 24. apríl, 2017

Sagnorð - dýrahljóðin

Nemendur lyfta flipunum og skrifa sagnorð sem lýsa hljóðum dýranna. Hægt er að skrifa eingöngu sagnorðin sjálf eða nota tækifærið fyrir þá sem eru lengra komnir og skrifa heilar setningar. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Lausn: svínið hrín, kýrin baular, haninn galar, björninn rymur, mávurinn gargar, krumminn krunkar, hundurinn geltir, þrösturinn syngur, kisan mjálmar, músin tístir, kindin jarmar, fíllinn öskrar, býflugan suðar, froskurinn kvakar, dúfan kurrar, asninn hrín, selurinn gólar, úlfurinn spangólar, álftin kvakar og ljónið öskrar.

Aukaverkefni 1: Strika undir greininn í nafnorðunum með svörtum trélit.

Aukaverkefni 2: Lita reiti með karlkynsnafnorðum græna, reiti með kvenkynsnafnorðum appelsínugula og reiti með hvorugkynsnafnorðum gula.

Aukaverkefni 3: Gefa dýrunum nafn og skrá sérnöfnin á innanverða flipana.

Comments are Closed