marglytturnar boðlestur
- Version
- Download 46
- File Size 1.16 MB
- File Count 1
- Create Date 10. september, 2019
- Last Updated 10. september, 2019
marglytturnar boðlestur
Það er ekki hægt annað en að henda í boðlestur til heiðurs Marglyttunum okkar sem í skrifuðum orðum eru að synda yfir Ermasund milli Englands og Frakklands. Lestrarsprettinn má nýta á ýmsa vegu:
- Hópavinna með 6 nemendum sem lesa saman. Einn les í einu og hinir fimm hlusta á meðan. Endurtekið 4x. Eftir lestur kvitta börnin á marglyttublað samnemenda og/eða lita marglytturnar í fallegum litum.
- Hópavinna með 3 nemendum. Einn les í einu og hinir tveir hlusta á meðan. Endurtekið 8x. Eftir lestur kvitta börnin á marglyttublað samnemenda og/eða lita marglyttunar í fallegum litum.
- Paralestur. Tveir nemendur lesa til skiptis fyrir hvorn annan. Hér er hægt að skipta reglulega um lesfélaga yfir vikuna og skrá nöfnin inn í marglytturnar.
- Einstaklingslestur. Nemandi les og litar eina marglyttu í hvert sinn sem hann lýkur lestrinum. Einnig getur hann skráð lesnar blaðsíður eða mínútufjölda inn í marglytturnar.
Áfram Marglyttur! Áfram marglyttulestur! 🙂
Comments are Closed