Jólakortalistinn
- Version
- Download 56
- File Size 944.18 KB
- File Count 1
- Create Date 24. nóvember, 2018
- Last Updated 24. nóvember, 2018
Jólakortalistinn
Margir eru farnir að senda jólakveðjur í gegnum samfélagsmiðla en að föndra jólakort og skrifa fallegar kveðjur í þau er bekkjarvænt jólaverkefni. En hvaða ferli felst í því að senda kort almennt? Hér er skemmtilegur gátlisti til skoðunar og renningar til að skrá nöfn og heimilisföng viðtakenda. Tilvalið er að klippa renningana út og hefta saman að ofanverðu í litla bók.
Á listanum er minnst á að kaupa frímerki sem vissulega er nauðsynlegt ef sent er á milli sveitarfélaga eða landa. Þá gefst gott tækifæri til að skoða þessa litlu snepla ögn betur og jafnvel nýta verkefnið í stærðfræði líka. Hvað fá margir jólakort með pósti? Hvað kostar að senda þau? Hvað gætu nemendur borið mörg kort út sjálfir og sparað sér pening? Hvað kostar að senda kort innanlands vs. erlendis? Skiptir þyngd á póstsendingum máli?
Tengt efni
Comments are Closed